Yfirvöld þar hafa ekki gefið frekari upplýsingar, samkvæmt AFP fréttaveitunni.
Þýskir fjölmiðlar segja að konan sé blaðamaður sem hafi farið til Sýrlands til þess að ná frétt eftir að hún var í sambandi við frægan þýskan íslamista. Talið var að henni hefði verið rænt af Nusra Front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi sem nú kallast Jabhat Fateh al-Sham. Beðið var um fimm milljóna evra lausnargjald (Rúmar 600 milljónir króna).
Fateh al-Sham segjast hins vegar ekki hafa rænt konunni. Þess í stað hafi þeir bjargað henni úr haldi mannræningjanna.
#JabhatFatehSham issued a statement on #German journalist Janina Findeisen, indicating that it freed her and her baby from her captors
— SITE Intel Group (@siteintelgroup) September 28, 2016