Stan „The man“ Wawrinka elsti sigurvegarinn á US Open í 46 ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 07:30 Stan Wawrinka með sigurlaunin í nótt en auk bikarsins fékk hann 3,5 milljónir dala. vísir/getty Stan Wawrinka frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari á síðasta risamóti ársins í tennis en hann lagði efsta mann heimslistans, Serbann Novak Djokovic, í úrslitum í nótt í fjórum settum; 6-7, 6-4, 7-5 og 6-3. Djokovic vann fyrsta settið í bráðabana en eftir það tók Svisslendingurinn yfir leikinn og vann opna bandaríska meistaramótið í fyrsta sinn á ferlinum. Þetta er þriðja risatitillinn sem hann bætir í safnið en áður vann hann opna ástralska árið 2014 og svo opna franska í fyrra. Djokovic gekk ekki alveg heill til skógar í leiknum en í fjórða settinu fékk hann sex mínútna pásu til að láta teipa á sér tána. Hann fór ekki alveg eftir reglunum en dómari leiksins gaf honum séns við litla hrifningu Wawrinka. „Fyrirgefðu, Stan. Ég bara gat ekki staðið uppréttur,“ sagði Djokovic við Wawrinka áður en þeir héldu leik áfram. Wawrinka lét þetta ekki trufla sig of mikið og kláraði viðureignina með stæl. Svisslendingurinn, sem er 31 árs gamall, er sá elsti sem fagnar sigri á opna bandaríska í 46 ár eða síðan Ken Rosewall sigraði á mótinu 35 ára gamall árið 1970. Wawrinka var lengi að springa út en hann komst ekki í úrslitaleik fyrr en hann var orðinn 28 ára gamall. Honum líður aftur á móti afskaplega vel í úrslitaleikjum. Wawrinka er nú búinn að vinna ellefu úrslitaleiki í röð, þar af alla þrjá sem hann hefur spilað á risamótum og í hvert sinn hefur hann unnið efsta mann heimslistans. Tennis Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Stan Wawrinka frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari á síðasta risamóti ársins í tennis en hann lagði efsta mann heimslistans, Serbann Novak Djokovic, í úrslitum í nótt í fjórum settum; 6-7, 6-4, 7-5 og 6-3. Djokovic vann fyrsta settið í bráðabana en eftir það tók Svisslendingurinn yfir leikinn og vann opna bandaríska meistaramótið í fyrsta sinn á ferlinum. Þetta er þriðja risatitillinn sem hann bætir í safnið en áður vann hann opna ástralska árið 2014 og svo opna franska í fyrra. Djokovic gekk ekki alveg heill til skógar í leiknum en í fjórða settinu fékk hann sex mínútna pásu til að láta teipa á sér tána. Hann fór ekki alveg eftir reglunum en dómari leiksins gaf honum séns við litla hrifningu Wawrinka. „Fyrirgefðu, Stan. Ég bara gat ekki staðið uppréttur,“ sagði Djokovic við Wawrinka áður en þeir héldu leik áfram. Wawrinka lét þetta ekki trufla sig of mikið og kláraði viðureignina með stæl. Svisslendingurinn, sem er 31 árs gamall, er sá elsti sem fagnar sigri á opna bandaríska í 46 ár eða síðan Ken Rosewall sigraði á mótinu 35 ára gamall árið 1970. Wawrinka var lengi að springa út en hann komst ekki í úrslitaleik fyrr en hann var orðinn 28 ára gamall. Honum líður aftur á móti afskaplega vel í úrslitaleikjum. Wawrinka er nú búinn að vinna ellefu úrslitaleiki í röð, þar af alla þrjá sem hann hefur spilað á risamótum og í hvert sinn hefur hann unnið efsta mann heimslistans.
Tennis Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn