Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 06:00 Birkir leikur væntanlega sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni í kvöld. vísir/afp Meistaradeildin fer af stað í kvöld með látum, en stórleikur er á dagskrá strax á fyrsta leikdegi. Frakklandsmeistarar Paris-Saint-Germain taka á móti Arsene Wenger og lærisveinum hans í Arsenal í París en liðin leika í A-riðli ásamt eina Íslendingaliðinu í keppninni þetta tímabilið, Basel. Birkir Bjarnason og félagar í svissneska meistaraliðinu eiga stórleik fyrir höndum gegn búlgörsku meisturum síðustu fimm ára, Ludogorets Razgrad. Flestir reikna með að PSG og Arsenal fljúgi upp úr riðlinum og í 16 liða úrslitin þannig að leikur Basel og Ludogorets í kvöld gæti verið annar af tveimur úrslitaleikjum um þriðja sætið og þar af leiðandi farseðill í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar.Árni Gautur í búningi Rosenborg í leik gegn Lyon í Meistaradield Evrópu árið 2002.Vísir/GettyLoksins orðnir ellefu Birkir Bjarnason er fastamaður í byrjunarliði Basel en hann kaus að vera áfram hjá svissnesku meisturunum þrátt fyrir áhuga annarra liða. Stór þáttur í þeirri ákvörðun hans er að Basel spilar í Meistaradeildinni en þar langar alla fótboltamenn að spila. Akureyringurinn verður ellefti íslenski leikmaðurinn sem spilar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er því loksins hægt að stilla upp íslenska Meistaradeildarliðinu eins og sjá má hér að neðan. Þetta er vitaskuld til gamans gert og þurfa sumir leikmenn að spila aðeins út úr stöðu. Basel fór illa að ráði sínu í fyrra og tapaði í umspili fyrir ísraelska liðinu Maccabi Tel Avic. Það fór í Evrópudeildina þar sem Birkir byrjaði níu af tíu leikjum liðsins og skoraði tvö mörk, en Basel féll úr leik í 16 liða úrslitum fyrir Sevilla.Eyjólfur Sverrisson í baráttu við Norðmanninn Tore Andre Flo í viðureign Herthu Berlín og Chelsea í Meistaradeildinni.Vísir/GettyÁrni og Eyjólfur riðu á vaðið Fyrsti Íslendingurinn sem spilaði í riðlakeppni Meistaradeildarinnar var Árni Gautur Arason, fyrrverandi landsliðsmarkvörður. Hann stóð vaktina í marki Rosenborg 21. október 1998 þegar Noregsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og unnu tyrkneska stórveldið Galatasaray, 3-0, í Þrándheimi. Árni var þar 23 ára og hélt hreinu gegn Galatasaray sem bauð upp á Georghe Hagi, Umit Davala, Hasan Sas og Hakan Sukur sem fremstu fjóra. Ári síðar varð Eyjólfur Sverrisson fyrsti íslenski útispilarinn til að spila í Meistaradeildinni. Hann var sem klettur í vörn Herthu Berlín í mögnuðum 1-0 sigri á AC Milan. Eyjólfur lokaði þar á ekki ómerkari framherja en Oliver Bierhoff og Andriy Schenchenko.Eiður Smári með Evrópubikarinn góða.Vísir/GettyEiður Smári eini sigurvegarinn Eiður Smári Guðjohnsen á glæstasta Meistaradeildarferil allra íslenskra leikmanna. Hann er sá eini sem hefur verið í sigurliði (Barcelona 2009) en spilaði 45 leiki og skoraði sjö mörk fyrir Barcelona og Chelsea. Til viðmiðunar má benda á að eftir leik Birkis í kvöld verða hinir tíu með 64 leiki. Eiður hefur einnig skorað sjö af átta mörkum Íslendinga í Meistaradeildinni eða 88 prósent. Alfreð Finnbogason skoraði hitt markið og það á síðustu leiktíð gegn Arsenal. Kolbeini Sigþórssyni, þeim mikla markaskorara, mistókst að skora í ellefu tilraunum. Birkir Bjarnason getur því orðið þriðji Íslendingurinn sem skorar í Meistaradeildinni takist honum það á þessari leiktíð en hann fær tækifæri til þess í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18.45.grafík/fréttablaðið Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira
Meistaradeildin fer af stað í kvöld með látum, en stórleikur er á dagskrá strax á fyrsta leikdegi. Frakklandsmeistarar Paris-Saint-Germain taka á móti Arsene Wenger og lærisveinum hans í Arsenal í París en liðin leika í A-riðli ásamt eina Íslendingaliðinu í keppninni þetta tímabilið, Basel. Birkir Bjarnason og félagar í svissneska meistaraliðinu eiga stórleik fyrir höndum gegn búlgörsku meisturum síðustu fimm ára, Ludogorets Razgrad. Flestir reikna með að PSG og Arsenal fljúgi upp úr riðlinum og í 16 liða úrslitin þannig að leikur Basel og Ludogorets í kvöld gæti verið annar af tveimur úrslitaleikjum um þriðja sætið og þar af leiðandi farseðill í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar.Árni Gautur í búningi Rosenborg í leik gegn Lyon í Meistaradield Evrópu árið 2002.Vísir/GettyLoksins orðnir ellefu Birkir Bjarnason er fastamaður í byrjunarliði Basel en hann kaus að vera áfram hjá svissnesku meisturunum þrátt fyrir áhuga annarra liða. Stór þáttur í þeirri ákvörðun hans er að Basel spilar í Meistaradeildinni en þar langar alla fótboltamenn að spila. Akureyringurinn verður ellefti íslenski leikmaðurinn sem spilar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er því loksins hægt að stilla upp íslenska Meistaradeildarliðinu eins og sjá má hér að neðan. Þetta er vitaskuld til gamans gert og þurfa sumir leikmenn að spila aðeins út úr stöðu. Basel fór illa að ráði sínu í fyrra og tapaði í umspili fyrir ísraelska liðinu Maccabi Tel Avic. Það fór í Evrópudeildina þar sem Birkir byrjaði níu af tíu leikjum liðsins og skoraði tvö mörk, en Basel féll úr leik í 16 liða úrslitum fyrir Sevilla.Eyjólfur Sverrisson í baráttu við Norðmanninn Tore Andre Flo í viðureign Herthu Berlín og Chelsea í Meistaradeildinni.Vísir/GettyÁrni og Eyjólfur riðu á vaðið Fyrsti Íslendingurinn sem spilaði í riðlakeppni Meistaradeildarinnar var Árni Gautur Arason, fyrrverandi landsliðsmarkvörður. Hann stóð vaktina í marki Rosenborg 21. október 1998 þegar Noregsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og unnu tyrkneska stórveldið Galatasaray, 3-0, í Þrándheimi. Árni var þar 23 ára og hélt hreinu gegn Galatasaray sem bauð upp á Georghe Hagi, Umit Davala, Hasan Sas og Hakan Sukur sem fremstu fjóra. Ári síðar varð Eyjólfur Sverrisson fyrsti íslenski útispilarinn til að spila í Meistaradeildinni. Hann var sem klettur í vörn Herthu Berlín í mögnuðum 1-0 sigri á AC Milan. Eyjólfur lokaði þar á ekki ómerkari framherja en Oliver Bierhoff og Andriy Schenchenko.Eiður Smári með Evrópubikarinn góða.Vísir/GettyEiður Smári eini sigurvegarinn Eiður Smári Guðjohnsen á glæstasta Meistaradeildarferil allra íslenskra leikmanna. Hann er sá eini sem hefur verið í sigurliði (Barcelona 2009) en spilaði 45 leiki og skoraði sjö mörk fyrir Barcelona og Chelsea. Til viðmiðunar má benda á að eftir leik Birkis í kvöld verða hinir tíu með 64 leiki. Eiður hefur einnig skorað sjö af átta mörkum Íslendinga í Meistaradeildinni eða 88 prósent. Alfreð Finnbogason skoraði hitt markið og það á síðustu leiktíð gegn Arsenal. Kolbeini Sigþórssyni, þeim mikla markaskorara, mistókst að skora í ellefu tilraunum. Birkir Bjarnason getur því orðið þriðji Íslendingurinn sem skorar í Meistaradeildinni takist honum það á þessari leiktíð en hann fær tækifæri til þess í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18.45.grafík/fréttablaðið
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira