GYMKHANA 9 með Ken Block Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 14:28 Ken Block er enginn venjulegur ökumaður og GYMKHANA myndbönd hans nánast ekki úr þessum heimi heldur. Margir bílaáhugamenn bíða í ofvæni eftir nýjum myndböndum frá honum og hérna sést það níunda og nýjasta í röðinni af GYMKHANA myndbandaröð hans. Sem oft áður ekur Ken Block Ford Focus RS RX bíl en hann er hér í formi 600 hestafla tryllitækis. Myndatakan fór fram á yfirgefnu iðnaðarsvæði í Buffalo í New York ríki og þar fékk Ken Block svo sannarlega að leika lausum hala. Akstur hans er náttúrulega með ólíkindum og hann hefur svo mikla stjórn á bíl sínum að unaður er að sjá. Myndskeiðið hér að ofan er ríflega 8 mínútna langt og lyktar langar leiðir af gúmmíi. Góða skemmtun! Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent
Ken Block er enginn venjulegur ökumaður og GYMKHANA myndbönd hans nánast ekki úr þessum heimi heldur. Margir bílaáhugamenn bíða í ofvæni eftir nýjum myndböndum frá honum og hérna sést það níunda og nýjasta í röðinni af GYMKHANA myndbandaröð hans. Sem oft áður ekur Ken Block Ford Focus RS RX bíl en hann er hér í formi 600 hestafla tryllitækis. Myndatakan fór fram á yfirgefnu iðnaðarsvæði í Buffalo í New York ríki og þar fékk Ken Block svo sannarlega að leika lausum hala. Akstur hans er náttúrulega með ólíkindum og hann hefur svo mikla stjórn á bíl sínum að unaður er að sjá. Myndskeiðið hér að ofan er ríflega 8 mínútna langt og lyktar langar leiðir af gúmmíi. Góða skemmtun!
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent