GYMKHANA 9 með Ken Block Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 14:28 Ken Block er enginn venjulegur ökumaður og GYMKHANA myndbönd hans nánast ekki úr þessum heimi heldur. Margir bílaáhugamenn bíða í ofvæni eftir nýjum myndböndum frá honum og hérna sést það níunda og nýjasta í röðinni af GYMKHANA myndbandaröð hans. Sem oft áður ekur Ken Block Ford Focus RS RX bíl en hann er hér í formi 600 hestafla tryllitækis. Myndatakan fór fram á yfirgefnu iðnaðarsvæði í Buffalo í New York ríki og þar fékk Ken Block svo sannarlega að leika lausum hala. Akstur hans er náttúrulega með ólíkindum og hann hefur svo mikla stjórn á bíl sínum að unaður er að sjá. Myndskeiðið hér að ofan er ríflega 8 mínútna langt og lyktar langar leiðir af gúmmíi. Góða skemmtun! Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent
Ken Block er enginn venjulegur ökumaður og GYMKHANA myndbönd hans nánast ekki úr þessum heimi heldur. Margir bílaáhugamenn bíða í ofvæni eftir nýjum myndböndum frá honum og hérna sést það níunda og nýjasta í röðinni af GYMKHANA myndbandaröð hans. Sem oft áður ekur Ken Block Ford Focus RS RX bíl en hann er hér í formi 600 hestafla tryllitækis. Myndatakan fór fram á yfirgefnu iðnaðarsvæði í Buffalo í New York ríki og þar fékk Ken Block svo sannarlega að leika lausum hala. Akstur hans er náttúrulega með ólíkindum og hann hefur svo mikla stjórn á bíl sínum að unaður er að sjá. Myndskeiðið hér að ofan er ríflega 8 mínútna langt og lyktar langar leiðir af gúmmíi. Góða skemmtun!
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent