Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2016 19:45 Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum sökum óþrifnaðar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Öldu Jónsdóttur á Eyjólfsstöðum. Við hringveginn í Berufirði, í Fossárvík, um 15 kílómetra frá Djúpavogi, blasir fagur foss við ferðamönnum. Þeir freistast því til að beygja þar út af, leggja bílnum og taka stuttan göngutúr til að skoða fossinn og gljúfrið. Fossinn í mynni Fossárdals er orðinn vinsæll áningarstaður við Berufjörð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er oft örtröð þar. Það eru kannski tvær þrjár rútur. Fólk er alltaf að mynda þennan foss,“ segir Alda Jónsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Eyjólfsstöðum. En þarna verður mörgum mál og þarna er ekkert salerni. Skiltið sem bændur hafa neyðst til að setja upp á svæðinu er nöturlegt en þar er ferðamönnum bent á að gera ekki þarfir sínar. „No shit. No paper,“ stendur á enskri tungu á skiltinu. Alda segist iðulega sjá þar fleiri manns gera þarfir sínar úti í náttúrunni. „Hvað á fólkið að gera?“ spyr hún.Skiltið sem bændur hafa sett upp. "No shit. No paper," stendur neðst á skiltinu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ofar í Fossárdal, á bænum Eyjólfsstöðum, hefur Alda boðið upp á svefnpokagistingu í gamla bæjarhúsinu í yfir þrjátíu ár. Hún rekur einnig tjaldstæði og hefur því langa reynslu af þjónustu við ferðamenn. Þetta er það sem helst skortir í þjónustu við ferðamenn, að hennar mati: „Okkur vantar klósett af því að erlendu ferðamennirnir þurfa líka að kúka,“ segir Alda tæpitungulaust. „Maður getur ekki tínt ber í sumum brekkunum sem maður tíndi alltaf berin. Ef maður fer hérna niður og ef þú sérð ekki veginn þá getur maður verið viss um að maður finnur klósettpappír þar inn á milli trjánna. Þessvegna tínir maður bara ber í dag þar sem maður sést frá veginum.“ -Þetta er náttúrlega ófremdarástand? „Þetta er bara skelfilegt! Þetta er bara alveg skelfilegt!“Ferðamenn á vappi innan um stórar klappir við fossinn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira
Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum sökum óþrifnaðar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Öldu Jónsdóttur á Eyjólfsstöðum. Við hringveginn í Berufirði, í Fossárvík, um 15 kílómetra frá Djúpavogi, blasir fagur foss við ferðamönnum. Þeir freistast því til að beygja þar út af, leggja bílnum og taka stuttan göngutúr til að skoða fossinn og gljúfrið. Fossinn í mynni Fossárdals er orðinn vinsæll áningarstaður við Berufjörð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er oft örtröð þar. Það eru kannski tvær þrjár rútur. Fólk er alltaf að mynda þennan foss,“ segir Alda Jónsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Eyjólfsstöðum. En þarna verður mörgum mál og þarna er ekkert salerni. Skiltið sem bændur hafa neyðst til að setja upp á svæðinu er nöturlegt en þar er ferðamönnum bent á að gera ekki þarfir sínar. „No shit. No paper,“ stendur á enskri tungu á skiltinu. Alda segist iðulega sjá þar fleiri manns gera þarfir sínar úti í náttúrunni. „Hvað á fólkið að gera?“ spyr hún.Skiltið sem bændur hafa sett upp. "No shit. No paper," stendur neðst á skiltinu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ofar í Fossárdal, á bænum Eyjólfsstöðum, hefur Alda boðið upp á svefnpokagistingu í gamla bæjarhúsinu í yfir þrjátíu ár. Hún rekur einnig tjaldstæði og hefur því langa reynslu af þjónustu við ferðamenn. Þetta er það sem helst skortir í þjónustu við ferðamenn, að hennar mati: „Okkur vantar klósett af því að erlendu ferðamennirnir þurfa líka að kúka,“ segir Alda tæpitungulaust. „Maður getur ekki tínt ber í sumum brekkunum sem maður tíndi alltaf berin. Ef maður fer hérna niður og ef þú sérð ekki veginn þá getur maður verið viss um að maður finnur klósettpappír þar inn á milli trjánna. Þessvegna tínir maður bara ber í dag þar sem maður sést frá veginum.“ -Þetta er náttúrlega ófremdarástand? „Þetta er bara skelfilegt! Þetta er bara alveg skelfilegt!“Ferðamenn á vappi innan um stórar klappir við fossinn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira