Simone Biles og Williams-systur urðu fyrir barðinu á rússneskum tölvuþrjótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2016 22:40 Simone Biles vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó í síðasta mánuði. vísir/getty Upplýsingum um þekktar bandarískar íþróttakonur var lekið á netið í dag. Hópur sem kallar sig Fancy Bears lýsti sig ábyrgan fyrir árásinni en rússnesku tölvuþrjótarnir brutust inn í gagnabanka Wada, Alþjóðalyfjaeftirlitsins, og stálu þaðan trúnaðarupplýsingum um bandarískt íþróttafólk. Talið er að árásin á gagnabanka Wada sé eins konar hefndaraðgerð fyrir svarta skýrslu Wada um stórfellda og skipulagða lyfjamisnotkun í Rússlandi. Í kjölfarið var rússnesku frjálsíþróttafólki meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum í Ríó. Í yfirlýsingu frá Fancy Bears kemur fram að fjölmargir bandarískir íþróttamenn hafi notað lyf sem eru á bannlistum, og fengið leyfi til þess frá læknum. Fimleikadrottningin Simone Biles, sem vann til fernra gullverðlauna í Ríó í síðasta mánuði, var ein þeirra sem varð fyrir barðinu á tölvuþrjótunum en þeir sökuðu hana um að taka ólögleg geðlyf. Biles greindi frá því á Twitter í kvöld að hún væri með ADHD, tæki inn lyf við því og hefði alltaf farið eftir settum reglum.pic.twitter.com/tPxCJ1K2RZ — Simone Biles (@Simone_Biles) September 13, 2016Trúnaðarupplýsingum um tennissysturnar, Serena og Venus Williams, og körfuboltakonan Elena Delle Donne var einnig lekið á netið. Talsmaður rússneskra yfirvalda, Dmitry Peskov, þvertók í dag fyrir það að yfirvöld eða leyniþjónustan í Rússlandi hefði eitthvað með árásina að gera. Wada og Alþjóðaólympíunefndin hafa fordæmt árásina en Wada segir að tilgangurinn með henni sé að grafa undan stofnuninni. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tennis Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Upplýsingum um þekktar bandarískar íþróttakonur var lekið á netið í dag. Hópur sem kallar sig Fancy Bears lýsti sig ábyrgan fyrir árásinni en rússnesku tölvuþrjótarnir brutust inn í gagnabanka Wada, Alþjóðalyfjaeftirlitsins, og stálu þaðan trúnaðarupplýsingum um bandarískt íþróttafólk. Talið er að árásin á gagnabanka Wada sé eins konar hefndaraðgerð fyrir svarta skýrslu Wada um stórfellda og skipulagða lyfjamisnotkun í Rússlandi. Í kjölfarið var rússnesku frjálsíþróttafólki meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum í Ríó. Í yfirlýsingu frá Fancy Bears kemur fram að fjölmargir bandarískir íþróttamenn hafi notað lyf sem eru á bannlistum, og fengið leyfi til þess frá læknum. Fimleikadrottningin Simone Biles, sem vann til fernra gullverðlauna í Ríó í síðasta mánuði, var ein þeirra sem varð fyrir barðinu á tölvuþrjótunum en þeir sökuðu hana um að taka ólögleg geðlyf. Biles greindi frá því á Twitter í kvöld að hún væri með ADHD, tæki inn lyf við því og hefði alltaf farið eftir settum reglum.pic.twitter.com/tPxCJ1K2RZ — Simone Biles (@Simone_Biles) September 13, 2016Trúnaðarupplýsingum um tennissysturnar, Serena og Venus Williams, og körfuboltakonan Elena Delle Donne var einnig lekið á netið. Talsmaður rússneskra yfirvalda, Dmitry Peskov, þvertók í dag fyrir það að yfirvöld eða leyniþjónustan í Rússlandi hefði eitthvað með árásina að gera. Wada og Alþjóðaólympíunefndin hafa fordæmt árásina en Wada segir að tilgangurinn með henni sé að grafa undan stofnuninni.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tennis Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira