Aukin gæði í ferðaþjónustu Logi Einarsson skrifar 14. september 2016 09:00 Uppbygging innviða ferðaþjónustunnar hefur því miður ekki verið fyrirferðarmikil á kjörtímabilinu. Ef ekkert verður að gert getur farið illa fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og umhverfið mun líða. Það litla sem er framkvæmt er oft metnaðarlítið, sundurleitt og úr takti við umhverfið. Fjárfesting einkafyrirtækja er furðu oft í líkum stíl. Gróðasjónarmið ráða gjarna för og hraðinn algengur fylgifiskur. Þetta á jafnt við um gistiaðstöðu, bílaleigur, matsölustaði og afþreyingu. Kannski er ekki nema von að einkaaðilar séu stundum metnaðarlausir þegar ríkið gengur á undan með slæmu fordæmi. Í heimi sem verður sífellt einsleitari verður hið smáa og sérstaka stöðugt verðmætara. Þar liggur ábyggilega óinnleystur hagvöxtur ferðaþjónustunnar. Við getum vaknað upp á hóteli nánast hvar sem er í heiminum og litast um, án þess að hafa hugmynd um í hvaða borg við erum: Pálmatré í lobbíinu, egg og beikon í morgunmat og símynstrað gólfteppi á göngunum. Þegar við löbbum út mæta okkur keimlíkar verslunarmiðstöðvar, alþjóðlegar skyndibitakeðjur og afþreying byggð á tísku líðandi stundar. Hér liggur gríðarlegt tækifæri; það er að verða ekki sjálf þessari flatneskju að bráð. Við ættum að gefa sérstöðu okkar miklu betri gaum og byggja á henni. Hið opinbera þarf að marka skýra framkvæmdaáætlun innviða, með gæði, varanleika og umhyggju fyrir náttúru og staðháttum að leiðarljósi. Umfram allt þarf að finna leiðir til að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í því felst skilvirk byggðastefna. Lærum af öðrum þjóðum, t.d. Norðmönnum sem hafa byggt upp net spennandi áfangastaða meðfram vesturströndinni. Útsýnispallar, stígar, salernisaðstaða og fleira. Hönnuð og byggð af metnaði. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið á slóðinni www.nasjonaleturistveger.noAð sjálfsögðu kostar vönduð uppbygging talsvert fé, en við höfum ekki ráð á að tjalda til einnar nætur. Eðlilegast er að ferðamenn greiði hluta þess kostnaðar. Innheimta þarf fullan virðisaukaskatt af ferðaþjónustunni og ráðstafa hluta fjárins í verkefni víða um land. Slíkt gjald gæti skilað um 10 milljörðum árlega. Sveitarfélögin þurfa að fá sinn skerf af þeim peningum. Í guðanna bænum ráðumst í þetta með langtímahagsmuni að leiðarljósi en ekki skammtímasjónarmið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Uppbygging innviða ferðaþjónustunnar hefur því miður ekki verið fyrirferðarmikil á kjörtímabilinu. Ef ekkert verður að gert getur farið illa fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og umhverfið mun líða. Það litla sem er framkvæmt er oft metnaðarlítið, sundurleitt og úr takti við umhverfið. Fjárfesting einkafyrirtækja er furðu oft í líkum stíl. Gróðasjónarmið ráða gjarna för og hraðinn algengur fylgifiskur. Þetta á jafnt við um gistiaðstöðu, bílaleigur, matsölustaði og afþreyingu. Kannski er ekki nema von að einkaaðilar séu stundum metnaðarlausir þegar ríkið gengur á undan með slæmu fordæmi. Í heimi sem verður sífellt einsleitari verður hið smáa og sérstaka stöðugt verðmætara. Þar liggur ábyggilega óinnleystur hagvöxtur ferðaþjónustunnar. Við getum vaknað upp á hóteli nánast hvar sem er í heiminum og litast um, án þess að hafa hugmynd um í hvaða borg við erum: Pálmatré í lobbíinu, egg og beikon í morgunmat og símynstrað gólfteppi á göngunum. Þegar við löbbum út mæta okkur keimlíkar verslunarmiðstöðvar, alþjóðlegar skyndibitakeðjur og afþreying byggð á tísku líðandi stundar. Hér liggur gríðarlegt tækifæri; það er að verða ekki sjálf þessari flatneskju að bráð. Við ættum að gefa sérstöðu okkar miklu betri gaum og byggja á henni. Hið opinbera þarf að marka skýra framkvæmdaáætlun innviða, með gæði, varanleika og umhyggju fyrir náttúru og staðháttum að leiðarljósi. Umfram allt þarf að finna leiðir til að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í því felst skilvirk byggðastefna. Lærum af öðrum þjóðum, t.d. Norðmönnum sem hafa byggt upp net spennandi áfangastaða meðfram vesturströndinni. Útsýnispallar, stígar, salernisaðstaða og fleira. Hönnuð og byggð af metnaði. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið á slóðinni www.nasjonaleturistveger.noAð sjálfsögðu kostar vönduð uppbygging talsvert fé, en við höfum ekki ráð á að tjalda til einnar nætur. Eðlilegast er að ferðamenn greiði hluta þess kostnaðar. Innheimta þarf fullan virðisaukaskatt af ferðaþjónustunni og ráðstafa hluta fjárins í verkefni víða um land. Slíkt gjald gæti skilað um 10 milljörðum árlega. Sveitarfélögin þurfa að fá sinn skerf af þeim peningum. Í guðanna bænum ráðumst í þetta með langtímahagsmuni að leiðarljósi en ekki skammtímasjónarmið.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar