Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. september 2016 13:38 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata segir að endurskoða þurfi verklag Pírata varðandi atkvæðagreiðslur á Alþingi. Hún kveðst hafa þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar á atkvæðagreiðslu stóð í gær þegar búvörusamningur var samþykktur. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Í færslunni svarar Birgitta spurningum sem henni hafa borist vegna samþykktar samningsins. Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að samningurinn var samþykktur með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Birgitta segir samningana vera vonda. „En þó eru þar ákvæði sem gera vont betra, eins og til dæmis þriggja ára útgönguleiðin og ákvæði um dýraníð og afleiðingar af þeim,“ segir Birgitta í Facebook færslu sinni. Þá segir Birgitta að þingflokkur Pírata treysti á fulltruá sinn í viðkomandi nefnd. „Við höfum það verklag eins og aðrir flokkar, að við treystum á dómgreind þess aðila sem á sæti í nefndum, í þessu tilfelli var það Helgi Hrafn sem var með þann bolta, hann lagði til að við myndum sitja hjá.“Sjálfstæðismenn hefðu ekki fellt samninginnBirgitta veltir því upp hvort endurskoða þurfi verklag flokksins varðandi atkvæðagreiðslur. „Mér finnst, í ljósi þeirrar réttmætu gagnrýni sem við höfum fengið á okkur varðandi hjásetuna, að við þurfum að endurskoða verklag varðandi atkvæðagreiðslur en vert að geta þess að við höfðum ekki fengið neinar skírar óskir frá grasrót okkar á milli annarar og þriðju umræðu um það hvernig við myndum haga atkvæðum okkar“ Hún telur ljóst að samningurinn hafi náð í gegn vegna vilja ríkisstjórnarinnar. „Þó svo að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá, þá hefðu þeir aldrei fellt hann. Hef verið of lengi á þingi til að vita að svoleiðis fær aldrei að gerast í stórum málum.“ Þá segir Birgitta mikilvægt að nýta þá útgönguleið sem er í samningnum eftir þrjú ár. Það er þó í höndum bænda að virkja það ákvæði. Birgitta segir að Píratar muni leggja áherslu á að vinna ítarlega stefnu til að auka líkur á að bændur muni fella samninginn eftir þrjú ár.Færslu Birgittu í heild má lesa hér fyrir neðan. Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata segir að endurskoða þurfi verklag Pírata varðandi atkvæðagreiðslur á Alþingi. Hún kveðst hafa þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar á atkvæðagreiðslu stóð í gær þegar búvörusamningur var samþykktur. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Í færslunni svarar Birgitta spurningum sem henni hafa borist vegna samþykktar samningsins. Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að samningurinn var samþykktur með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Birgitta segir samningana vera vonda. „En þó eru þar ákvæði sem gera vont betra, eins og til dæmis þriggja ára útgönguleiðin og ákvæði um dýraníð og afleiðingar af þeim,“ segir Birgitta í Facebook færslu sinni. Þá segir Birgitta að þingflokkur Pírata treysti á fulltruá sinn í viðkomandi nefnd. „Við höfum það verklag eins og aðrir flokkar, að við treystum á dómgreind þess aðila sem á sæti í nefndum, í þessu tilfelli var það Helgi Hrafn sem var með þann bolta, hann lagði til að við myndum sitja hjá.“Sjálfstæðismenn hefðu ekki fellt samninginnBirgitta veltir því upp hvort endurskoða þurfi verklag flokksins varðandi atkvæðagreiðslur. „Mér finnst, í ljósi þeirrar réttmætu gagnrýni sem við höfum fengið á okkur varðandi hjásetuna, að við þurfum að endurskoða verklag varðandi atkvæðagreiðslur en vert að geta þess að við höfðum ekki fengið neinar skírar óskir frá grasrót okkar á milli annarar og þriðju umræðu um það hvernig við myndum haga atkvæðum okkar“ Hún telur ljóst að samningurinn hafi náð í gegn vegna vilja ríkisstjórnarinnar. „Þó svo að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá, þá hefðu þeir aldrei fellt hann. Hef verið of lengi á þingi til að vita að svoleiðis fær aldrei að gerast í stórum málum.“ Þá segir Birgitta mikilvægt að nýta þá útgönguleið sem er í samningnum eftir þrjú ár. Það er þó í höndum bænda að virkja það ákvæði. Birgitta segir að Píratar muni leggja áherslu á að vinna ítarlega stefnu til að auka líkur á að bændur muni fella samninginn eftir þrjú ár.Færslu Birgittu í heild má lesa hér fyrir neðan.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24