Rex Ryan, fyrrum þjálfari NY Jets og núverandi þjálfari Buffalo Bills, varð að sætta sig við tap gegn Jets í fyrsta skipti í gær eftir að hann fór frá félaginu.
Leikur liðanna í New York í nótt var stórskemmtilegur og endaði með sex stiga sigri Jets, 37-31. Þetta var sögulegur leikur enda í fyrsta skipti sem NFL-leikur var sýndur í beinni útsendingu á Twitter.
Hlauparinn Matt Forte skoraði þrjú snertimörk fyrir Jets í nótt. Leikstjórnandinn Ryan Fitzpatrick kláraði 24 af 34 sendingum sínum í leiknum fyrir 374 jördum og einu snertimarki.
Leikstjórnandi Bills, Tyrod Taylor, kastaði boltanum þrisvar fyrir snertimarki. Hann kláraði 18 af 30 sendingum sínum fyrir 297 jördum.
Þetta var andlega sterkur sigur fyrir Jets því Bills eyðilagði draum þeirra um að komast í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð með 22-17 sigri í lokaumferðinni.
Jets bætti líka upp fyrir tapið gegn Cincinnati í fyrstu umferð. Bills er aftur á móti búið að tapa fyrstu tveim leikjum sínum í vetur.
Nú tapaði Rex gegn Jets
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

