Gunnar Bragi: Flatt auðlindagjald á rafbylgjur, orku og sjávarútveg Snærós Sindradóttir skrifar 16. september 2016 12:05 Gunnar Bragi segir að það sé of einsleit umræða um auðlindagjald á Íslandi í dag. Horfa þurfi til fleirri atvinnugreina en sjávarútvegs. VÍSIR/STEFÁN Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra er í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins þessa vikuna. Þar voru meðal annars rædd sjávarútvegsmál og hin svokallaða færeyska leið sem er tilraunaverkefni í Færeyjum en hefur leitt af sér hærra gjald til ríkisins fyrir kvótann. Tilraun Færeyinga snýr að svokallaðri uppboðsleið á kvótanum. „Það er mjög ábyrgðarlaust að segja að við ættum að taka upp færeyska kerfið. Færeyingar eru að gera ákveðna tilraun og eru ekki búnir að samþykkja þetta. Það eru skiptar skoðanir, bæði inni á þingi og í atvinnugreininni, um það hvernig hefur tiltekist,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar segir að meiri samþjöppun hafi átt sér stað þar en hér á landi. Uppboð myndi auka samþjöppun hér og fækka útgerðarfyrirtækjunum. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við munum sjá fram á enn meiri samþjöppun við svona umhverfi þar sem þeir stærri og efnameiri, sem eru með betri rekstur, geta boðið hærra verð en aðrir. Ég held að það verði allaf þannig að jafnvel þó þú farir að festa verð eða takmarka hvað hver og einn getur keypt þá muni það leiða af sér samþjöppun. Ég held að þetta komi ekki til með að þjóna íslenskum hagsmunum.“ Gunnar Bragi segir að það þufi að taka upp ítarlegri umræðu um gjöld til ríkisins af auðlindinni. „Er ekki bara rétt að allir borgi fyrir aðgang að auðlindinum. Sjávarútvegurinn borgi fyrir sig, þeir sem eru með símafyrirtækin borgi fyrir auðlindina sem eru rafbylgjurnar í loftinu, orkan, þeir sem nýta land sem er ekki í einkaeigu og svo framvegis. Mín skoðun er sú að við eigum ekki að vera með svona flóknar reglur eins og gilda um þetta auðlindagjald heldur segja að þeir sem nýta auðlindir borga þetta mikinn aukalega skatt sem rennur þá til ríkisstjóðs eða deilist til byggðanna.“ „Í svona stórum atvinnugreinum eru tölurnar risastórar. En við munum sjá á næstu árum að þessi arður sem verið er að greiða út mun minnka vegna mikilla fjárfestinga í geiranum sem kominn var tími á. Eigum við kröfu og rétt af svo og svo miklum arðgreiðslum? Við eigum að fá afgjald af notkun á auðlindinni, eins og öllum auðlindum, ekki bara frá sjávarútvegnum. Á það að vera fimm prósent aukaskattur eða tuttugu prósent aukaskattur á hagnað? Það er bara eitthvað sem við þurfum að taka umræðuna um.“Myndirðu vilja hafa það flatt óháð auðlind?„Ég sé fyrir mér að það væri einfaldasta leiðin. Ef það gengur vel þá borgarðu meira en ef það gengur illa þá borgarðu lítið sem ekkert. Menn geta sagt að það sé vonlaust því menn finni alltaf leiðir fram hjá þessu og það getur vel verið að það taki okkur einhvern tíma að girða fyrir slíkt. En mér finnst þessi umræða svo einsleit því það er fullt af aðilum að nýta auðlindirnar í dag.“Semsagt bara prósenta af hagnaði á hvaða auðlind sem er, hvort sem það er orka eða sjávarútvegur?„Já þess vegna. Auðvitað þurfum við að skilgreina fyrst hvað er auðlind. Þegar það er búið getum við sest niður og velt fyrir okkur hvort við tökum ekki bara eitt gjald fyrir allar auðlindir.“ Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra er í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins þessa vikuna. Þar voru meðal annars rædd sjávarútvegsmál og hin svokallaða færeyska leið sem er tilraunaverkefni í Færeyjum en hefur leitt af sér hærra gjald til ríkisins fyrir kvótann. Tilraun Færeyinga snýr að svokallaðri uppboðsleið á kvótanum. „Það er mjög ábyrgðarlaust að segja að við ættum að taka upp færeyska kerfið. Færeyingar eru að gera ákveðna tilraun og eru ekki búnir að samþykkja þetta. Það eru skiptar skoðanir, bæði inni á þingi og í atvinnugreininni, um það hvernig hefur tiltekist,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar segir að meiri samþjöppun hafi átt sér stað þar en hér á landi. Uppboð myndi auka samþjöppun hér og fækka útgerðarfyrirtækjunum. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við munum sjá fram á enn meiri samþjöppun við svona umhverfi þar sem þeir stærri og efnameiri, sem eru með betri rekstur, geta boðið hærra verð en aðrir. Ég held að það verði allaf þannig að jafnvel þó þú farir að festa verð eða takmarka hvað hver og einn getur keypt þá muni það leiða af sér samþjöppun. Ég held að þetta komi ekki til með að þjóna íslenskum hagsmunum.“ Gunnar Bragi segir að það þufi að taka upp ítarlegri umræðu um gjöld til ríkisins af auðlindinni. „Er ekki bara rétt að allir borgi fyrir aðgang að auðlindinum. Sjávarútvegurinn borgi fyrir sig, þeir sem eru með símafyrirtækin borgi fyrir auðlindina sem eru rafbylgjurnar í loftinu, orkan, þeir sem nýta land sem er ekki í einkaeigu og svo framvegis. Mín skoðun er sú að við eigum ekki að vera með svona flóknar reglur eins og gilda um þetta auðlindagjald heldur segja að þeir sem nýta auðlindir borga þetta mikinn aukalega skatt sem rennur þá til ríkisstjóðs eða deilist til byggðanna.“ „Í svona stórum atvinnugreinum eru tölurnar risastórar. En við munum sjá á næstu árum að þessi arður sem verið er að greiða út mun minnka vegna mikilla fjárfestinga í geiranum sem kominn var tími á. Eigum við kröfu og rétt af svo og svo miklum arðgreiðslum? Við eigum að fá afgjald af notkun á auðlindinni, eins og öllum auðlindum, ekki bara frá sjávarútvegnum. Á það að vera fimm prósent aukaskattur eða tuttugu prósent aukaskattur á hagnað? Það er bara eitthvað sem við þurfum að taka umræðuna um.“Myndirðu vilja hafa það flatt óháð auðlind?„Ég sé fyrir mér að það væri einfaldasta leiðin. Ef það gengur vel þá borgarðu meira en ef það gengur illa þá borgarðu lítið sem ekkert. Menn geta sagt að það sé vonlaust því menn finni alltaf leiðir fram hjá þessu og það getur vel verið að það taki okkur einhvern tíma að girða fyrir slíkt. En mér finnst þessi umræða svo einsleit því það er fullt af aðilum að nýta auðlindirnar í dag.“Semsagt bara prósenta af hagnaði á hvaða auðlind sem er, hvort sem það er orka eða sjávarútvegur?„Já þess vegna. Auðvitað þurfum við að skilgreina fyrst hvað er auðlind. Þegar það er búið getum við sest niður og velt fyrir okkur hvort við tökum ekki bara eitt gjald fyrir allar auðlindir.“
Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00