Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 20:30 Stelpurnar fagna marki Hallberu Gísladóttur. vísir/anton Ísland hélt upp á sæti sitt í úrslitakeppni EM í Hollandi með því að vinna öruggan 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppninni. Fyrr í dag varð ljóst að Ísland væri öruggt með sæti sitt á EM en það kom í ljós eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi. En með sigrinum náði Ísland aftur þriggja stiga forystu á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Stelpurnar hafa raunar ekki enn fengið á sig mark. Þær mæta Skotum í lokaleik sínum á Laugardalsvellinum á þriðjudag og dugir þar jafntefli til að tryggja sér toppsætið í riðlinum. Hallbera Guðný Gísladóttir kom Íslandi á bragðið í dag með góðu langskoti en hún lagði svo upp tvö næstu mörk leiksins, bæði fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Varamaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði svo fjórða og síðasta mark Íslands. Alls lögðu 6037 áhorfendur leið sína í Laugardalinn í kvöld og var áhorfendamet kvennalandsliðsins næstum slegið en það stendur enn í 6647 áhorfendum. Var það sett fyrir fjórum árum er Ísland tryggði sér sæti á EM 2013 með sigri á Úkraínu. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér. Íslenska byrjaði rólega en eftir að Hallbera skoraði, að vísu heldur óvænt, með háu skoti sem hafnaði í markhorninu jókst sóknarþungi íslenska liðsins hægt og rólega. Dagný skoraði bæði sín mörk með skalla. Það fyrra á 21. mínútu eftir hornspyrnu og það síðara strax á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Í öllum þessum þremur mörkum leit Sonja Cevnik, markvörður Slóveníu, heldur illa út. Slóvenar gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að skora í leiknum en Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ekki fengið á sig mark í allri undankeppninni og það breyttist ekki í kvöld. Örlítil værukærð virtist á köflum grípa um sig í varnarleik íslenska liðsins en stelpunum var ekki refsað fyrir það að þessu sinni. Gunnhildur Yrsa átti svo góða innkomu inn á miðjuna og skoraði fjórða mark Íslands, einnig með góðum skalla en nú eftir sendingu Hólmfríðar Magnúsdóttur. Eftir það var það aðeins formsatriði að sigla öruggum sigri í höfn. Slóvenar fengu reyndar algert dauðafæri í uppbótartímanum en Kaja Erzen náði ekki að stýra boltanum í netið þó svo að Guðbjörg hefði verið farin úr markinu. Það virðist einfaldlega skrifað í skýin að Ísland ætli að halda marki sínu hreinu alla undankeppnina. Frábær árangur Íslands staðreynd, enda liðið komið í úrslit þriðja skiptið í röð. Enn og aftur sýndu okkar konur að íslenska liðið er eitt það besta í álfunni.vísir/anton brink Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira
Ísland hélt upp á sæti sitt í úrslitakeppni EM í Hollandi með því að vinna öruggan 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppninni. Fyrr í dag varð ljóst að Ísland væri öruggt með sæti sitt á EM en það kom í ljós eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi. En með sigrinum náði Ísland aftur þriggja stiga forystu á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Stelpurnar hafa raunar ekki enn fengið á sig mark. Þær mæta Skotum í lokaleik sínum á Laugardalsvellinum á þriðjudag og dugir þar jafntefli til að tryggja sér toppsætið í riðlinum. Hallbera Guðný Gísladóttir kom Íslandi á bragðið í dag með góðu langskoti en hún lagði svo upp tvö næstu mörk leiksins, bæði fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Varamaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði svo fjórða og síðasta mark Íslands. Alls lögðu 6037 áhorfendur leið sína í Laugardalinn í kvöld og var áhorfendamet kvennalandsliðsins næstum slegið en það stendur enn í 6647 áhorfendum. Var það sett fyrir fjórum árum er Ísland tryggði sér sæti á EM 2013 með sigri á Úkraínu. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér. Íslenska byrjaði rólega en eftir að Hallbera skoraði, að vísu heldur óvænt, með háu skoti sem hafnaði í markhorninu jókst sóknarþungi íslenska liðsins hægt og rólega. Dagný skoraði bæði sín mörk með skalla. Það fyrra á 21. mínútu eftir hornspyrnu og það síðara strax á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Í öllum þessum þremur mörkum leit Sonja Cevnik, markvörður Slóveníu, heldur illa út. Slóvenar gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að skora í leiknum en Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ekki fengið á sig mark í allri undankeppninni og það breyttist ekki í kvöld. Örlítil værukærð virtist á köflum grípa um sig í varnarleik íslenska liðsins en stelpunum var ekki refsað fyrir það að þessu sinni. Gunnhildur Yrsa átti svo góða innkomu inn á miðjuna og skoraði fjórða mark Íslands, einnig með góðum skalla en nú eftir sendingu Hólmfríðar Magnúsdóttur. Eftir það var það aðeins formsatriði að sigla öruggum sigri í höfn. Slóvenar fengu reyndar algert dauðafæri í uppbótartímanum en Kaja Erzen náði ekki að stýra boltanum í netið þó svo að Guðbjörg hefði verið farin úr markinu. Það virðist einfaldlega skrifað í skýin að Ísland ætli að halda marki sínu hreinu alla undankeppnina. Frábær árangur Íslands staðreynd, enda liðið komið í úrslit þriðja skiptið í röð. Enn og aftur sýndu okkar konur að íslenska liðið er eitt það besta í álfunni.vísir/anton brink
Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira