Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 20:30 Stelpurnar fagna marki Hallberu Gísladóttur. vísir/anton Ísland hélt upp á sæti sitt í úrslitakeppni EM í Hollandi með því að vinna öruggan 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppninni. Fyrr í dag varð ljóst að Ísland væri öruggt með sæti sitt á EM en það kom í ljós eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi. En með sigrinum náði Ísland aftur þriggja stiga forystu á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Stelpurnar hafa raunar ekki enn fengið á sig mark. Þær mæta Skotum í lokaleik sínum á Laugardalsvellinum á þriðjudag og dugir þar jafntefli til að tryggja sér toppsætið í riðlinum. Hallbera Guðný Gísladóttir kom Íslandi á bragðið í dag með góðu langskoti en hún lagði svo upp tvö næstu mörk leiksins, bæði fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Varamaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði svo fjórða og síðasta mark Íslands. Alls lögðu 6037 áhorfendur leið sína í Laugardalinn í kvöld og var áhorfendamet kvennalandsliðsins næstum slegið en það stendur enn í 6647 áhorfendum. Var það sett fyrir fjórum árum er Ísland tryggði sér sæti á EM 2013 með sigri á Úkraínu. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér. Íslenska byrjaði rólega en eftir að Hallbera skoraði, að vísu heldur óvænt, með háu skoti sem hafnaði í markhorninu jókst sóknarþungi íslenska liðsins hægt og rólega. Dagný skoraði bæði sín mörk með skalla. Það fyrra á 21. mínútu eftir hornspyrnu og það síðara strax á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Í öllum þessum þremur mörkum leit Sonja Cevnik, markvörður Slóveníu, heldur illa út. Slóvenar gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að skora í leiknum en Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ekki fengið á sig mark í allri undankeppninni og það breyttist ekki í kvöld. Örlítil værukærð virtist á köflum grípa um sig í varnarleik íslenska liðsins en stelpunum var ekki refsað fyrir það að þessu sinni. Gunnhildur Yrsa átti svo góða innkomu inn á miðjuna og skoraði fjórða mark Íslands, einnig með góðum skalla en nú eftir sendingu Hólmfríðar Magnúsdóttur. Eftir það var það aðeins formsatriði að sigla öruggum sigri í höfn. Slóvenar fengu reyndar algert dauðafæri í uppbótartímanum en Kaja Erzen náði ekki að stýra boltanum í netið þó svo að Guðbjörg hefði verið farin úr markinu. Það virðist einfaldlega skrifað í skýin að Ísland ætli að halda marki sínu hreinu alla undankeppnina. Frábær árangur Íslands staðreynd, enda liðið komið í úrslit þriðja skiptið í röð. Enn og aftur sýndu okkar konur að íslenska liðið er eitt það besta í álfunni.vísir/anton brink Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjá meira
Ísland hélt upp á sæti sitt í úrslitakeppni EM í Hollandi með því að vinna öruggan 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppninni. Fyrr í dag varð ljóst að Ísland væri öruggt með sæti sitt á EM en það kom í ljós eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi. En með sigrinum náði Ísland aftur þriggja stiga forystu á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Stelpurnar hafa raunar ekki enn fengið á sig mark. Þær mæta Skotum í lokaleik sínum á Laugardalsvellinum á þriðjudag og dugir þar jafntefli til að tryggja sér toppsætið í riðlinum. Hallbera Guðný Gísladóttir kom Íslandi á bragðið í dag með góðu langskoti en hún lagði svo upp tvö næstu mörk leiksins, bæði fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Varamaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði svo fjórða og síðasta mark Íslands. Alls lögðu 6037 áhorfendur leið sína í Laugardalinn í kvöld og var áhorfendamet kvennalandsliðsins næstum slegið en það stendur enn í 6647 áhorfendum. Var það sett fyrir fjórum árum er Ísland tryggði sér sæti á EM 2013 með sigri á Úkraínu. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér. Íslenska byrjaði rólega en eftir að Hallbera skoraði, að vísu heldur óvænt, með háu skoti sem hafnaði í markhorninu jókst sóknarþungi íslenska liðsins hægt og rólega. Dagný skoraði bæði sín mörk með skalla. Það fyrra á 21. mínútu eftir hornspyrnu og það síðara strax á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Í öllum þessum þremur mörkum leit Sonja Cevnik, markvörður Slóveníu, heldur illa út. Slóvenar gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að skora í leiknum en Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ekki fengið á sig mark í allri undankeppninni og það breyttist ekki í kvöld. Örlítil værukærð virtist á köflum grípa um sig í varnarleik íslenska liðsins en stelpunum var ekki refsað fyrir það að þessu sinni. Gunnhildur Yrsa átti svo góða innkomu inn á miðjuna og skoraði fjórða mark Íslands, einnig með góðum skalla en nú eftir sendingu Hólmfríðar Magnúsdóttur. Eftir það var það aðeins formsatriði að sigla öruggum sigri í höfn. Slóvenar fengu reyndar algert dauðafæri í uppbótartímanum en Kaja Erzen náði ekki að stýra boltanum í netið þó svo að Guðbjörg hefði verið farin úr markinu. Það virðist einfaldlega skrifað í skýin að Ísland ætli að halda marki sínu hreinu alla undankeppnina. Frábær árangur Íslands staðreynd, enda liðið komið í úrslit þriðja skiptið í röð. Enn og aftur sýndu okkar konur að íslenska liðið er eitt það besta í álfunni.vísir/anton brink
Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjá meira