Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:14 Freyr þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn. Vísir/Anton Ísland er komið á EM í Hollandi en það varð ljóst eftir úrslit dagsins í undankeppnini. Ísland trónir enn á toppi síns riðils í undankeppninni með fullt hús stiga og markatöluna 33-0 eftir 4-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og af krafti. Það kom að vísu kafli undir lok fyrri hálfleiks sem ég var ekki ánægður með en heilt yfir spiluðum við vel,“ sagði Freyr eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum vaktina og voru svo heppin í lokin,“ sagði hann og vísaði til þess er Slóvenía náði ekki að nýta dauðafæri fyrir nánast opnu marki í uppbótartíma. Ísland er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir sjö leiki og hefur ekki enn fengið á sig mark. „Segir það ekki um okkur hversu góð við erum orðin og þroskuð. Það er auðvelt að gera mistök ef maður er ekki einbeittur en ég held að við búum yfir gæðum, reynslu og þroska auk þess sem að undirbúningur og umgjörð hefur verið góð. Allt helst þetta í hendur.“ Í leikmannahópi Íslands í dag voru fimmtán leikmenn sem voru á EM í Svíþjóð og níu sem fóru einnig á EM í Finnlandi fyrir sjö árum síðan. „Það er ótrúlega dýrmætt að eiga leikmenn sem hafa gert þetta áður. Samt er þessi mikla löngun til staðar að fara aftur og gera betur. Það er það sem þær vilja gera. Ég held að það muni hjálpa okkur.“ Hann viðurkennir að hann sé nú þegar byrjaður að hugsa um EM næsta sumar. „Það er ýmislegt sem ég þarf að skipuleggja í okkar undirbúningi sem hefst svo formlega í október þegar við fáum vináttulandsleiki.“ Ísland á samt einn leik eftir í undankeppninni og Freyr segir að það sé ansi freistandi að fara einnig í gegnum hann án þess að fá á sig mark. „Það væri geðveikt að halda hreinu allt mótið. Við ætlum að hjálpast að við að ná því.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Áhorfendametið ekki slegið 6037 áhorfendur voru á leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Ísland er komið á EM í Hollandi en það varð ljóst eftir úrslit dagsins í undankeppnini. Ísland trónir enn á toppi síns riðils í undankeppninni með fullt hús stiga og markatöluna 33-0 eftir 4-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og af krafti. Það kom að vísu kafli undir lok fyrri hálfleiks sem ég var ekki ánægður með en heilt yfir spiluðum við vel,“ sagði Freyr eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum vaktina og voru svo heppin í lokin,“ sagði hann og vísaði til þess er Slóvenía náði ekki að nýta dauðafæri fyrir nánast opnu marki í uppbótartíma. Ísland er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir sjö leiki og hefur ekki enn fengið á sig mark. „Segir það ekki um okkur hversu góð við erum orðin og þroskuð. Það er auðvelt að gera mistök ef maður er ekki einbeittur en ég held að við búum yfir gæðum, reynslu og þroska auk þess sem að undirbúningur og umgjörð hefur verið góð. Allt helst þetta í hendur.“ Í leikmannahópi Íslands í dag voru fimmtán leikmenn sem voru á EM í Svíþjóð og níu sem fóru einnig á EM í Finnlandi fyrir sjö árum síðan. „Það er ótrúlega dýrmætt að eiga leikmenn sem hafa gert þetta áður. Samt er þessi mikla löngun til staðar að fara aftur og gera betur. Það er það sem þær vilja gera. Ég held að það muni hjálpa okkur.“ Hann viðurkennir að hann sé nú þegar byrjaður að hugsa um EM næsta sumar. „Það er ýmislegt sem ég þarf að skipuleggja í okkar undirbúningi sem hefst svo formlega í október þegar við fáum vináttulandsleiki.“ Ísland á samt einn leik eftir í undankeppninni og Freyr segir að það sé ansi freistandi að fara einnig í gegnum hann án þess að fá á sig mark. „Það væri geðveikt að halda hreinu allt mótið. Við ætlum að hjálpast að við að ná því.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Áhorfendametið ekki slegið 6037 áhorfendur voru á leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Áhorfendametið ekki slegið 6037 áhorfendur voru á leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:14
Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30
Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08