Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:14 Freyr þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn. Vísir/Anton Ísland er komið á EM í Hollandi en það varð ljóst eftir úrslit dagsins í undankeppnini. Ísland trónir enn á toppi síns riðils í undankeppninni með fullt hús stiga og markatöluna 33-0 eftir 4-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og af krafti. Það kom að vísu kafli undir lok fyrri hálfleiks sem ég var ekki ánægður með en heilt yfir spiluðum við vel,“ sagði Freyr eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum vaktina og voru svo heppin í lokin,“ sagði hann og vísaði til þess er Slóvenía náði ekki að nýta dauðafæri fyrir nánast opnu marki í uppbótartíma. Ísland er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir sjö leiki og hefur ekki enn fengið á sig mark. „Segir það ekki um okkur hversu góð við erum orðin og þroskuð. Það er auðvelt að gera mistök ef maður er ekki einbeittur en ég held að við búum yfir gæðum, reynslu og þroska auk þess sem að undirbúningur og umgjörð hefur verið góð. Allt helst þetta í hendur.“ Í leikmannahópi Íslands í dag voru fimmtán leikmenn sem voru á EM í Svíþjóð og níu sem fóru einnig á EM í Finnlandi fyrir sjö árum síðan. „Það er ótrúlega dýrmætt að eiga leikmenn sem hafa gert þetta áður. Samt er þessi mikla löngun til staðar að fara aftur og gera betur. Það er það sem þær vilja gera. Ég held að það muni hjálpa okkur.“ Hann viðurkennir að hann sé nú þegar byrjaður að hugsa um EM næsta sumar. „Það er ýmislegt sem ég þarf að skipuleggja í okkar undirbúningi sem hefst svo formlega í október þegar við fáum vináttulandsleiki.“ Ísland á samt einn leik eftir í undankeppninni og Freyr segir að það sé ansi freistandi að fara einnig í gegnum hann án þess að fá á sig mark. „Það væri geðveikt að halda hreinu allt mótið. Við ætlum að hjálpast að við að ná því.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Áhorfendametið ekki slegið 6037 áhorfendur voru á leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Burnley | Heldur volæðið áfram? Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Halda Spurs fluginu áfram? Í beinni: FHL - Stjarnan | Tekst að fylgja eftir fyrsta sigrinum? Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Sjá meira
Ísland er komið á EM í Hollandi en það varð ljóst eftir úrslit dagsins í undankeppnini. Ísland trónir enn á toppi síns riðils í undankeppninni með fullt hús stiga og markatöluna 33-0 eftir 4-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og af krafti. Það kom að vísu kafli undir lok fyrri hálfleiks sem ég var ekki ánægður með en heilt yfir spiluðum við vel,“ sagði Freyr eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum vaktina og voru svo heppin í lokin,“ sagði hann og vísaði til þess er Slóvenía náði ekki að nýta dauðafæri fyrir nánast opnu marki í uppbótartíma. Ísland er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir sjö leiki og hefur ekki enn fengið á sig mark. „Segir það ekki um okkur hversu góð við erum orðin og þroskuð. Það er auðvelt að gera mistök ef maður er ekki einbeittur en ég held að við búum yfir gæðum, reynslu og þroska auk þess sem að undirbúningur og umgjörð hefur verið góð. Allt helst þetta í hendur.“ Í leikmannahópi Íslands í dag voru fimmtán leikmenn sem voru á EM í Svíþjóð og níu sem fóru einnig á EM í Finnlandi fyrir sjö árum síðan. „Það er ótrúlega dýrmætt að eiga leikmenn sem hafa gert þetta áður. Samt er þessi mikla löngun til staðar að fara aftur og gera betur. Það er það sem þær vilja gera. Ég held að það muni hjálpa okkur.“ Hann viðurkennir að hann sé nú þegar byrjaður að hugsa um EM næsta sumar. „Það er ýmislegt sem ég þarf að skipuleggja í okkar undirbúningi sem hefst svo formlega í október þegar við fáum vináttulandsleiki.“ Ísland á samt einn leik eftir í undankeppninni og Freyr segir að það sé ansi freistandi að fara einnig í gegnum hann án þess að fá á sig mark. „Það væri geðveikt að halda hreinu allt mótið. Við ætlum að hjálpast að við að ná því.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Áhorfendametið ekki slegið 6037 áhorfendur voru á leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Burnley | Heldur volæðið áfram? Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Halda Spurs fluginu áfram? Í beinni: FHL - Stjarnan | Tekst að fylgja eftir fyrsta sigrinum? Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Sjá meira
Áhorfendametið ekki slegið 6037 áhorfendur voru á leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:14
Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30
Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08