Dagný: Ætlum að spila enn betur gegn Skotum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:41 Dagný skorar fyrra mark sitt. vísir/anton Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk þegar Ísland vann 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Þetta er rosalega ljúft og draumurinn er að rætast aftur. Við vissum að við værum komnar áfram fyrir leik en það var mikilvægt að fá þrjú stig í dag því við ætlum að vinna riðilinn,“ sagði Dagný í samtali við Vísi eftir leik. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn bárust þær fréttir að Ísland væri komið áfram vegna hagstæðra úrslita í öðrum riðli. En breytti það á einhvern hátt hugarfarinu eða undirbúningi liðsins fyrir leikinn í kvöld? „Nei, ég held ekki. Við vissum að við þyrftum alltaf þessi þrjú stig til að vinna riðilinn,“ sagði Dagný sem kvaðst að mestu ánægð með spilamennsku íslenska liðsins í kvöld. „Þetta var svolítið kaflaskipt. Við vorum góðar fyrstu 30 mínúturnar en duttum niður rétt fyrir hálfleik. Þetta var upp og niður í seinni hálfleik en við skoruðum góð mörk og tókum þrjú stig,“ sagði Dagný. Hún segir að íslenska liðið vilji spila enn betur gegn Skotlandi á þriðjudaginn. „Það sást kannski að það var langt síðan við vorum seinast saman. Nú fáum við nokkra daga í viðbót til æfa og við stefnum að því að spila ennþá betur gegn Skotum,“ sagði Dagný sem segir mikilvægt að klára undankeppnina með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark. „Það væri frábært og hefur aldrei skeð áður hjá íslenska kvennalandsliðinu.“ Dagný skoraði tvö mörk í kvöld en auk þess var eitt mark dæmt af henni vegna rangstöðu. „Ég er alltaf ánægð með að skora mörk þótt það skipti ekki öllu máli hver gerir það. En það var sárt að koma út af og heyra að þetta hafi ekki verið rangstaða,“ sagði Dagný sem er alls komin með sjö mörk í undankeppninni. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk þegar Ísland vann 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Þetta er rosalega ljúft og draumurinn er að rætast aftur. Við vissum að við værum komnar áfram fyrir leik en það var mikilvægt að fá þrjú stig í dag því við ætlum að vinna riðilinn,“ sagði Dagný í samtali við Vísi eftir leik. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn bárust þær fréttir að Ísland væri komið áfram vegna hagstæðra úrslita í öðrum riðli. En breytti það á einhvern hátt hugarfarinu eða undirbúningi liðsins fyrir leikinn í kvöld? „Nei, ég held ekki. Við vissum að við þyrftum alltaf þessi þrjú stig til að vinna riðilinn,“ sagði Dagný sem kvaðst að mestu ánægð með spilamennsku íslenska liðsins í kvöld. „Þetta var svolítið kaflaskipt. Við vorum góðar fyrstu 30 mínúturnar en duttum niður rétt fyrir hálfleik. Þetta var upp og niður í seinni hálfleik en við skoruðum góð mörk og tókum þrjú stig,“ sagði Dagný. Hún segir að íslenska liðið vilji spila enn betur gegn Skotlandi á þriðjudaginn. „Það sást kannski að það var langt síðan við vorum seinast saman. Nú fáum við nokkra daga í viðbót til æfa og við stefnum að því að spila ennþá betur gegn Skotum,“ sagði Dagný sem segir mikilvægt að klára undankeppnina með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark. „Það væri frábært og hefur aldrei skeð áður hjá íslenska kvennalandsliðinu.“ Dagný skoraði tvö mörk í kvöld en auk þess var eitt mark dæmt af henni vegna rangstöðu. „Ég er alltaf ánægð með að skora mörk þótt það skipti ekki öllu máli hver gerir það. En það var sárt að koma út af og heyra að þetta hafi ekki verið rangstaða,“ sagði Dagný sem er alls komin með sjö mörk í undankeppninni.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira