Vilja auka öryggi flóttafólks Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 12:15 Frá fundi Sameinuðu þjóðanna i gær. Vísir/EPA 193 aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær að reyna að auka öryggi þeirra milljóna sem eru á vergangi í heiminum. Þetta var samþykkt á sérstökum fundi SÞ um flóttamannavandann og var það í fyrsta sinn sem SÞ funda um málið. „Það á ekki að horfa á flótta- og farandsfólk sem byrði. Þau bjóða upp á mikla möguleika, ef okkur tekst að opna fyrir þá,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundinum í gær. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem kallað er eftir því að þjóðir sem geti tekið á móti fleiri flóttamönnum, geri það, og að ríkari þjóðir heimsins veiti þeim þjóðum sem hafa veitt stærstum hluta flóttamanna skjól frekari fjárhagslega aðstoð. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mun taka á móti leiðtogum 40 ríkja á morgun. Á fundi þeirra munu 40 þjóðir heita aukinni aðstoð til flóttafólks, að taka á móti flóttafólki og að styðja það í námi og starfaleit. Eins og staðan er núna hafa átta þjóðir tekið á móti rúmlega helmingi flóttafólks í heiminum. Það eru Tyrkland, Pakistan, Líbanon, Íran, Eþíópía, Jórdanía, Kenía og Úganda. Sex af ríkustu þjóðum heims, Bandaríkin, Kína, Japan, Bretland, Þýskaland og Frakkland tóku á móti 1,8 milljón flóttafólks í fyrra. Það samsvarar um sjö prósentum af heilarfjölda flóttafólks.Fundurinn í gær og fundurinn í dag hafa í raun tvö markmið. Það er að tryggja öryggi flótta- og farandfólks þegar það er á ferðinni. Þetta fólk er oft þvingað til að reiða sig á hjálp smyglara til að komast ferðar sinnar. Smyglarar koma þeim ef til vill um borð í vanbúna báta og skip og senda þau áleiðis yfir Miðjarðarhafið án matvæla og vatns.Mannskæðasta árið hingað til? Tugir þúsunda hafa drukknað í Miðjarðarhafinu þegar þessir bátar og skip sökkva undan þeim. Áætlað er að á þessu ári hafi 300 þúsund manns farið yfir Miðjarðarhafið. Það er um 42 prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir svo mikla fækkun hefur látnum einungis fækkað um 15 prósent. Minnst 3.211 hafa látið lífið á ferðinni yfir Miðjarðarhafið. Því er útlit fyrir að árið 2016 verði það mannskæðasta hingað til. Annar markmið fundanna að reyna að tryggja öryggi flóttafólks þegar það er komið áleiðis. Svo það verði ekki fyrir fordómum, hatri og ofbeldi í þeim löndum sem það fer um til að komast ferðar sinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa Human Rights Watch gagnrýnt aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eins og Brasilíu, Japan og Suður-Kóreu fyrir að taka á móti örfáum flóttamönnum og þá sérstaklega Rússland fyrir að taka ekki á móti neinum flóttamönnum.Fjöldi fólks á vergangi hefur aldrei verið hærri í sögu mannkynsins en minnst 65 milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á heimsvísu. Nærri því níu milljónir manns hafa þurft að flýja átök í Sýrlandi. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar segja árangri hafa verið náð á fundinum í gær, eru góðgerða- og mannréttindasamtök ekki sannfærð. Á undanförnum árum hefur girðingum verið komið fyrir á landamærum ríkja og ítrekað hefur verið reynt að koma í veg fyrir ferðir flóttafólks. Upprisa þjóðernissinnaðra flokka og fylkinga um heim allan hefur líka leitt til þess að ríkisstjórnir eru feimnar við að skuldbinda sig til að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir yfirlýsingu þjóðanna 193 leiddi fundurinn einungis til áframhaldandi viðræðna sem taka eiga tvö ár. Flóttamenn Mið-Austurlönd Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
193 aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær að reyna að auka öryggi þeirra milljóna sem eru á vergangi í heiminum. Þetta var samþykkt á sérstökum fundi SÞ um flóttamannavandann og var það í fyrsta sinn sem SÞ funda um málið. „Það á ekki að horfa á flótta- og farandsfólk sem byrði. Þau bjóða upp á mikla möguleika, ef okkur tekst að opna fyrir þá,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundinum í gær. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem kallað er eftir því að þjóðir sem geti tekið á móti fleiri flóttamönnum, geri það, og að ríkari þjóðir heimsins veiti þeim þjóðum sem hafa veitt stærstum hluta flóttamanna skjól frekari fjárhagslega aðstoð. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mun taka á móti leiðtogum 40 ríkja á morgun. Á fundi þeirra munu 40 þjóðir heita aukinni aðstoð til flóttafólks, að taka á móti flóttafólki og að styðja það í námi og starfaleit. Eins og staðan er núna hafa átta þjóðir tekið á móti rúmlega helmingi flóttafólks í heiminum. Það eru Tyrkland, Pakistan, Líbanon, Íran, Eþíópía, Jórdanía, Kenía og Úganda. Sex af ríkustu þjóðum heims, Bandaríkin, Kína, Japan, Bretland, Þýskaland og Frakkland tóku á móti 1,8 milljón flóttafólks í fyrra. Það samsvarar um sjö prósentum af heilarfjölda flóttafólks.Fundurinn í gær og fundurinn í dag hafa í raun tvö markmið. Það er að tryggja öryggi flótta- og farandfólks þegar það er á ferðinni. Þetta fólk er oft þvingað til að reiða sig á hjálp smyglara til að komast ferðar sinnar. Smyglarar koma þeim ef til vill um borð í vanbúna báta og skip og senda þau áleiðis yfir Miðjarðarhafið án matvæla og vatns.Mannskæðasta árið hingað til? Tugir þúsunda hafa drukknað í Miðjarðarhafinu þegar þessir bátar og skip sökkva undan þeim. Áætlað er að á þessu ári hafi 300 þúsund manns farið yfir Miðjarðarhafið. Það er um 42 prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir svo mikla fækkun hefur látnum einungis fækkað um 15 prósent. Minnst 3.211 hafa látið lífið á ferðinni yfir Miðjarðarhafið. Því er útlit fyrir að árið 2016 verði það mannskæðasta hingað til. Annar markmið fundanna að reyna að tryggja öryggi flóttafólks þegar það er komið áleiðis. Svo það verði ekki fyrir fordómum, hatri og ofbeldi í þeim löndum sem það fer um til að komast ferðar sinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa Human Rights Watch gagnrýnt aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eins og Brasilíu, Japan og Suður-Kóreu fyrir að taka á móti örfáum flóttamönnum og þá sérstaklega Rússland fyrir að taka ekki á móti neinum flóttamönnum.Fjöldi fólks á vergangi hefur aldrei verið hærri í sögu mannkynsins en minnst 65 milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á heimsvísu. Nærri því níu milljónir manns hafa þurft að flýja átök í Sýrlandi. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar segja árangri hafa verið náð á fundinum í gær, eru góðgerða- og mannréttindasamtök ekki sannfærð. Á undanförnum árum hefur girðingum verið komið fyrir á landamærum ríkja og ítrekað hefur verið reynt að koma í veg fyrir ferðir flóttafólks. Upprisa þjóðernissinnaðra flokka og fylkinga um heim allan hefur líka leitt til þess að ríkisstjórnir eru feimnar við að skuldbinda sig til að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir yfirlýsingu þjóðanna 193 leiddi fundurinn einungis til áframhaldandi viðræðna sem taka eiga tvö ár.
Flóttamenn Mið-Austurlönd Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira