Sögusagnir um iPhone 7 teknar saman Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2016 15:45 Vísir/EPA Tæknirisinn Apple mun halda viðburð þann 7. september. Sem svo oft áður hefur fyrirtækið ekki sagt frá því hvað standi til, en líklegast verða iPhone 7 og 7 Plus kynntir til leiks, sem og nýtt Apple Watch. Apple hefur ekki tekist að koma í veg fyrir umtalsverða leka varðandi iPhone 7 en sé mark takandi á þeim lekum verður ekki mikil breyting á milli sex og sjö. Líklegustu eiginleikar símanna:Tveir símar. Einn 4,7 tommur og hinn 5,5Svipaðir iPhone 6 í útlitiLitir: Silfur, grár, gull og rauður/gullBetri örgjörviEngin innstunga fyrir heyrnartólÞrýstiskynjari í Home takkanumAukið þol gagnvart vatniTveggja linsu myndavél á iPhone 7 PlusTveggja linsu myndavélar eiga að bjóða upp á aukna skerpu í myndum sem og aukna dýpt. Með því að fjarlægja innstunguna fyrir heyrnartól er Apple sagt vilja hvetja framleiðendur heyrnartóla til að nýta innstungu símanna fyrir hleðslutæki einnig fyrir heyrnartól. Þá verður líklega hægt að hlusta á tónlist með Bluetooth. Á næsta ári, tíu ára afmæli iPhone, stendur til að kynna iPhone 8. Þar glímir Apple hins vegar við ákveðinn vanda. iPhone 7 verður líklega ekki það frábrugðinn iPhone 6, en iPhone 8 er talinn vera töluvert frábrugðinn fyrri símum. Meðal annars er talið að Home takkinn muni hverfa, síminn verði þynnri og með ávölum skjá. Þá er einnig talið að síminn sjálfur verði ekki úr áli, heldur gleri. Þeir sem uppfæra í iPhone 7 á þessu ári, eru ekki líklegir til að kaupa sér svo annann síma á næsta ári. Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknirisinn Apple mun halda viðburð þann 7. september. Sem svo oft áður hefur fyrirtækið ekki sagt frá því hvað standi til, en líklegast verða iPhone 7 og 7 Plus kynntir til leiks, sem og nýtt Apple Watch. Apple hefur ekki tekist að koma í veg fyrir umtalsverða leka varðandi iPhone 7 en sé mark takandi á þeim lekum verður ekki mikil breyting á milli sex og sjö. Líklegustu eiginleikar símanna:Tveir símar. Einn 4,7 tommur og hinn 5,5Svipaðir iPhone 6 í útlitiLitir: Silfur, grár, gull og rauður/gullBetri örgjörviEngin innstunga fyrir heyrnartólÞrýstiskynjari í Home takkanumAukið þol gagnvart vatniTveggja linsu myndavél á iPhone 7 PlusTveggja linsu myndavélar eiga að bjóða upp á aukna skerpu í myndum sem og aukna dýpt. Með því að fjarlægja innstunguna fyrir heyrnartól er Apple sagt vilja hvetja framleiðendur heyrnartóla til að nýta innstungu símanna fyrir hleðslutæki einnig fyrir heyrnartól. Þá verður líklega hægt að hlusta á tónlist með Bluetooth. Á næsta ári, tíu ára afmæli iPhone, stendur til að kynna iPhone 8. Þar glímir Apple hins vegar við ákveðinn vanda. iPhone 7 verður líklega ekki það frábrugðinn iPhone 6, en iPhone 8 er talinn vera töluvert frábrugðinn fyrri símum. Meðal annars er talið að Home takkinn muni hverfa, síminn verði þynnri og með ávölum skjá. Þá er einnig talið að síminn sjálfur verði ekki úr áli, heldur gleri. Þeir sem uppfæra í iPhone 7 á þessu ári, eru ekki líklegir til að kaupa sér svo annann síma á næsta ári.
Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira