Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. september 2016 18:45 Tveir stærstu tónleikar Íslandssögunnar verða haldnir í komandi viku þegar Justin Bieber stígur á svið í Kórnum í Kópavogi. Áætlað er að 17.000 manns kom til með að sækja hvora tónleika en áhyggjur hafa vaknað um hvort íþróttahúsið þoli allan þann fjölda sem sem verður í húsinu. Fyrir allar byggingar á Íslandi er gerð brunahönnun sem tekur meðal annars til þess hvernig rýma á hús í neyð. Það á að sjálfsögðu einnig við Kórinn í Kópavogi. Um 16.000 manns sóttu tónleika Justin Timberlake í sama húsi fyrir tveimur árum og þegar farið var að skoða umgjörðina og skipulagið eftir þá tónleikana vöknuðu áhyggjur manna um að húsið og nærumhverfi þess annaði ekki þeim fólksfjölda sem á svæðinu var ef til neyðarrýmingar kæmi. Þessu er brunaverkfræðingur sem koma að brunahönnun hússins á sínum tíma ósammála. „Kórinn er brunahannaður fyrir allt að 19.000 manns á sínum tíma þegar hann var byggður árið 2006 og svoleiðis hönnun gerir ráð fyrir svona stórum tónleikum,“ segir Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur. Þegar tónleikarnir voru haldnir árið 2014 þurfi meðal annars að loka nokkrum neyðarútgöngum þar sem svið, aðstaða starfsmanna og fleira þurfti að komast að. Fjöldi neyðarútganga miðast við þann fjölda sem á að komast í húsið og ef einhverjum þeirra er lokað spyr maður hvort það hafi ekki áhrif á þann fjölda sem í húsinu getur verið. „Það er miðað við að restin af flóttaleiðunum eigi að anna öllum þeim sem eru í húsinu,“ segir Anna. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum eru ljósmyndir sem teknar voru á tónleikunum fyrir tveimur árum og á þeim sést að sumar flóttaleiðir úr húsinu voru ekki fullnægjandi. En útikamrar, gámar og bílar voru staðsettir fyrir framan þá. „Það skiptir mjög miklu máli að alla leiðir séu greiðar alveg frá því að þú ert inni, bara segjum inni við svið eða inni á klósetti og alveg þangað til þú kemur út og þú ert ekki bara komin út fyrir dyrnar heldur alveg á öruggt svæði þar fyrir utan,“ segir Anna. Anna segir að í skipulagi við neyðarrýmingu skipti hegðun fólk miklu máli. „Einn eða tveir byrja að færa sig og hjörðin fylgir og þessi „panic“ hegðun hún er mjög sjaldgæf. Gerist í raun og vera bara ef það verður einhver fyrirstaða,“ segir Anna. Gerð er bráðabirgða brunahönnun fyrir þennan viðburð líkt og gert var fyrir tveimur árum. „Þeir hafa væntanlega byggt að einhverju leiti á brunahönnun hússins í upphafi en það er mjög fært fólk þarna sem ég treysti fyllilega fyrir að koma öllum örugglega út úr þessu húsi,“ segir Anna Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Tveir stærstu tónleikar Íslandssögunnar verða haldnir í komandi viku þegar Justin Bieber stígur á svið í Kórnum í Kópavogi. Áætlað er að 17.000 manns kom til með að sækja hvora tónleika en áhyggjur hafa vaknað um hvort íþróttahúsið þoli allan þann fjölda sem sem verður í húsinu. Fyrir allar byggingar á Íslandi er gerð brunahönnun sem tekur meðal annars til þess hvernig rýma á hús í neyð. Það á að sjálfsögðu einnig við Kórinn í Kópavogi. Um 16.000 manns sóttu tónleika Justin Timberlake í sama húsi fyrir tveimur árum og þegar farið var að skoða umgjörðina og skipulagið eftir þá tónleikana vöknuðu áhyggjur manna um að húsið og nærumhverfi þess annaði ekki þeim fólksfjölda sem á svæðinu var ef til neyðarrýmingar kæmi. Þessu er brunaverkfræðingur sem koma að brunahönnun hússins á sínum tíma ósammála. „Kórinn er brunahannaður fyrir allt að 19.000 manns á sínum tíma þegar hann var byggður árið 2006 og svoleiðis hönnun gerir ráð fyrir svona stórum tónleikum,“ segir Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur. Þegar tónleikarnir voru haldnir árið 2014 þurfi meðal annars að loka nokkrum neyðarútgöngum þar sem svið, aðstaða starfsmanna og fleira þurfti að komast að. Fjöldi neyðarútganga miðast við þann fjölda sem á að komast í húsið og ef einhverjum þeirra er lokað spyr maður hvort það hafi ekki áhrif á þann fjölda sem í húsinu getur verið. „Það er miðað við að restin af flóttaleiðunum eigi að anna öllum þeim sem eru í húsinu,“ segir Anna. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum eru ljósmyndir sem teknar voru á tónleikunum fyrir tveimur árum og á þeim sést að sumar flóttaleiðir úr húsinu voru ekki fullnægjandi. En útikamrar, gámar og bílar voru staðsettir fyrir framan þá. „Það skiptir mjög miklu máli að alla leiðir séu greiðar alveg frá því að þú ert inni, bara segjum inni við svið eða inni á klósetti og alveg þangað til þú kemur út og þú ert ekki bara komin út fyrir dyrnar heldur alveg á öruggt svæði þar fyrir utan,“ segir Anna. Anna segir að í skipulagi við neyðarrýmingu skipti hegðun fólk miklu máli. „Einn eða tveir byrja að færa sig og hjörðin fylgir og þessi „panic“ hegðun hún er mjög sjaldgæf. Gerist í raun og vera bara ef það verður einhver fyrirstaða,“ segir Anna. Gerð er bráðabirgða brunahönnun fyrir þennan viðburð líkt og gert var fyrir tveimur árum. „Þeir hafa væntanlega byggt að einhverju leiti á brunahönnun hússins í upphafi en það er mjög fært fólk þarna sem ég treysti fyllilega fyrir að koma öllum örugglega út úr þessu húsi,“ segir Anna
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30
Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45