Byggjum 1000 nýjar stúdentaíbúðir Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 5. september 2016 08:29 Sturlaðar staðreyndir: Í dag leigir Félagsstofnun stúdenta út 1100 einingar. 1160 manns eru á biðlista eftir að búið er að úthluta haustið 2016. FS býður upp á stúdentaíbúðir fyrir 9% stúdenta en markmið FS er að geta boðið 20% stúdentum upp á húsnæði. Það ríkir almennur skilningur á húsnæðisvanda ungs fólks þar sem mikill skortur er á framboði á leiguhúsnæði og litlum eignum sem henta fyrstu kaupum. Það sem vantar er aukið framboð á nýjum íbúðum á markað. Ríkið á að ráðast í samstarf við sveitarfélögin við að byggja 1000 nýjar stúdentaíbúðir. Slík aðgerð eykur framboð á litlu leiguhúsnæði, íbúðum fyrir námsmenn og styður við fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum. Aðgerðin mundi fækka námsmönnum á almennum leigumarkaði sem mun minnka eftirspurn og lækka leiguverð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum hafa snúist í kringum það að millifæra skattpeninga inn á fasteignaeigendur eða veita vissum hópum samfélagsins skattaafslætti. Eitt af því sem hægt er að finna að þeim aðgerðum er að þær styðja stöðu ákveðins hóps í ákveðinn tíma en bætir ekki húsnæðismarkaðinn fyrir komandi kynslóðir. Uppbygging stúdentaíbúða er aðgerð sem styður við ungt fólk í dag sem og komandi kynslóðir. En ég tel að við eigum að nota skattpeninga til að efla húsnæðiskerfi sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða frekar en að ákveðnir hópar njóti sérkjara í vissann tíma. Samkvæmt byggingarvísitölu í janúar 2016 kostar fermeterinn 200.407 í byggingu. Ef við miðum við að meðalstærð stúdentaíbúða sé 40 fermetrar þá myndi þessi aðgerð kosta 8 milljarða króna sem dreifist á fjögur ár eða 2 milljarða á ári. Til að setja það í samhengi þá hefur ríkisstjórnin lækkað veiðigjöld um 7.5 milljarða frá því að hún tók við völdum. Með breyttri forgangsröðun þar sem almenningur er settur í fyrsta sætið er því vel hægt að ráðast í þessa aðgerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Sturlaðar staðreyndir: Í dag leigir Félagsstofnun stúdenta út 1100 einingar. 1160 manns eru á biðlista eftir að búið er að úthluta haustið 2016. FS býður upp á stúdentaíbúðir fyrir 9% stúdenta en markmið FS er að geta boðið 20% stúdentum upp á húsnæði. Það ríkir almennur skilningur á húsnæðisvanda ungs fólks þar sem mikill skortur er á framboði á leiguhúsnæði og litlum eignum sem henta fyrstu kaupum. Það sem vantar er aukið framboð á nýjum íbúðum á markað. Ríkið á að ráðast í samstarf við sveitarfélögin við að byggja 1000 nýjar stúdentaíbúðir. Slík aðgerð eykur framboð á litlu leiguhúsnæði, íbúðum fyrir námsmenn og styður við fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum. Aðgerðin mundi fækka námsmönnum á almennum leigumarkaði sem mun minnka eftirspurn og lækka leiguverð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum hafa snúist í kringum það að millifæra skattpeninga inn á fasteignaeigendur eða veita vissum hópum samfélagsins skattaafslætti. Eitt af því sem hægt er að finna að þeim aðgerðum er að þær styðja stöðu ákveðins hóps í ákveðinn tíma en bætir ekki húsnæðismarkaðinn fyrir komandi kynslóðir. Uppbygging stúdentaíbúða er aðgerð sem styður við ungt fólk í dag sem og komandi kynslóðir. En ég tel að við eigum að nota skattpeninga til að efla húsnæðiskerfi sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða frekar en að ákveðnir hópar njóti sérkjara í vissann tíma. Samkvæmt byggingarvísitölu í janúar 2016 kostar fermeterinn 200.407 í byggingu. Ef við miðum við að meðalstærð stúdentaíbúða sé 40 fermetrar þá myndi þessi aðgerð kosta 8 milljarða króna sem dreifist á fjögur ár eða 2 milljarða á ári. Til að setja það í samhengi þá hefur ríkisstjórnin lækkað veiðigjöld um 7.5 milljarða frá því að hún tók við völdum. Með breyttri forgangsröðun þar sem almenningur er settur í fyrsta sætið er því vel hægt að ráðast í þessa aðgerð.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar