Bætt lýðheilsa – þjóðhagslega hagkvæmt Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. september 2016 07:00 Lýðheilsuaðgerðir miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Fáir deila um mikilvægi þess að íslenska ríkið greiði niður skuldir, það sparar vaxtagreiðslur til framtíðar. Svipað er hægt að segja um fjármuni sem varið er til aukinnar heilsueflingar til að bæta lýðheilsu. Slíkt sparar í útgjöldum til heilbrigðismála til lengri tíma. Það þarf að halda áfram á þeirri braut sem núverandi ríkisstjórn hefur markað með auknu framlagi til heilbrigðismála og lýðheilsu, en það þarf að gera enn betur. Á sama tíma þarf að auka skilvirkni í kerfinu og sjá til þess að hverri krónu sé varið með sem allra skynsamlegustum hætti. Horfa þarf á heildarmyndina og varast sparnaðar aðgerðir á einum stað sem auka kostnað annars staðar.Lífstílssjúkdómar ein af stærstu ógnum samtímans Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að 2 milljónir manna látist á ári hverju vegna skorts á hreyfingu. Hreyfingarleysi er einn af aðal áhættuþáttum slæmrar heilsu. Skipulagsmál skipta miklu máli þegar kemur að lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum hvetur til útivistar og góðar og öruggar hjóla- og gönguleiðir hvetja til hreyfingar. Góðar almenningssamgöngur hvetja til notkunar þeirra og auka um leið hreyfingu. Hundaeign hvetur eigendur jafnframt til hreyfingar og útivistar og því ættu yfirvöld frekar að fagna slíku framtaki íbúa en að letja. Í löndum þar sem hærra hlutfall íbúa gengur, hjólar eða nýtir sér almenningssamgöngur er heilsufar almennt betra en í öðrum löndum, þar með talin lægri tíðni offitu.Heilsueflandi samfélög Ég er stoltur bæjarfulltrúi í heilsubænum Mosfellsbæ. Sveitarfélagið var það fyrsta til að ganga til samstarfs við Embætti landlæknis um að vera Heilsueflandi samfélag. Markmið þess er í stuttu máli að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi, þ.e. að gera holla valið auðvelt. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólinn í bænum keppast við að vera heilsueflandi skólar með markvissri fræðslu til starfsfólks og nemanda og áherslu á heilsusamlegan mat, markvissa hreyfingu, geðrækt og vináttu. Góðir göngustígar, hjólreiðastígar og stikaðar gönguleiðir hvetja íbúa til að hreyfa sig. Almenn fræðsla og áhersla á heilbrigðan lífstíl, skiptir miklu máli. Allt þetta hefur áhrif. Þó hver og einn beri ábyrgð á sinni hegðun þá er það á ábyrgð hins opinbera að skapa umhverfi og aðstæður sem hvetja til jákvæðrar og heilsusamlegrar hegðunar. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Lýðheilsuaðgerðir miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Fáir deila um mikilvægi þess að íslenska ríkið greiði niður skuldir, það sparar vaxtagreiðslur til framtíðar. Svipað er hægt að segja um fjármuni sem varið er til aukinnar heilsueflingar til að bæta lýðheilsu. Slíkt sparar í útgjöldum til heilbrigðismála til lengri tíma. Það þarf að halda áfram á þeirri braut sem núverandi ríkisstjórn hefur markað með auknu framlagi til heilbrigðismála og lýðheilsu, en það þarf að gera enn betur. Á sama tíma þarf að auka skilvirkni í kerfinu og sjá til þess að hverri krónu sé varið með sem allra skynsamlegustum hætti. Horfa þarf á heildarmyndina og varast sparnaðar aðgerðir á einum stað sem auka kostnað annars staðar.Lífstílssjúkdómar ein af stærstu ógnum samtímans Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að 2 milljónir manna látist á ári hverju vegna skorts á hreyfingu. Hreyfingarleysi er einn af aðal áhættuþáttum slæmrar heilsu. Skipulagsmál skipta miklu máli þegar kemur að lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum hvetur til útivistar og góðar og öruggar hjóla- og gönguleiðir hvetja til hreyfingar. Góðar almenningssamgöngur hvetja til notkunar þeirra og auka um leið hreyfingu. Hundaeign hvetur eigendur jafnframt til hreyfingar og útivistar og því ættu yfirvöld frekar að fagna slíku framtaki íbúa en að letja. Í löndum þar sem hærra hlutfall íbúa gengur, hjólar eða nýtir sér almenningssamgöngur er heilsufar almennt betra en í öðrum löndum, þar með talin lægri tíðni offitu.Heilsueflandi samfélög Ég er stoltur bæjarfulltrúi í heilsubænum Mosfellsbæ. Sveitarfélagið var það fyrsta til að ganga til samstarfs við Embætti landlæknis um að vera Heilsueflandi samfélag. Markmið þess er í stuttu máli að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi, þ.e. að gera holla valið auðvelt. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólinn í bænum keppast við að vera heilsueflandi skólar með markvissri fræðslu til starfsfólks og nemanda og áherslu á heilsusamlegan mat, markvissa hreyfingu, geðrækt og vináttu. Góðir göngustígar, hjólreiðastígar og stikaðar gönguleiðir hvetja íbúa til að hreyfa sig. Almenn fræðsla og áhersla á heilbrigðan lífstíl, skiptir miklu máli. Allt þetta hefur áhrif. Þó hver og einn beri ábyrgð á sinni hegðun þá er það á ábyrgð hins opinbera að skapa umhverfi og aðstæður sem hvetja til jákvæðrar og heilsusamlegrar hegðunar. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun