Neyðarrýming í Kórnum mun taka 7 mínútur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. september 2016 21:00 Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gærkvöldi var fjallað um öryggismál á tónleikum Justin Bieber, en áhyggjur höfðu vaknað um að húsið og nærumhverfi þess myndi ekki þola þann fjölda fólks sem þar verður. Mikil vinna hefur verið lögð í skipulagningu tónleikanna á fimmtudag og föstudag og segir sérfræðingur í áhættustjórnun að bæði viðburðurinn og húsið uppfylli öll skilyrði. Brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá verkfræðistofunni Eflu hefur séð um gerð áætlana í neyðarstjórnun á viðburðinum. Á tónleikum sem þessu miðast uppsetning innanhúss og utanhúss við að tryggja öryggi fólks og er það byggt á umfangsmiklum útreikningum. „Við höfum sett upp sérstaka öryggisnefnd sem sér um neyðarstjórnun á öllum tónleikunum. Þessi nefnd hefur hisst og farið yfir helstu áhættuþætti og uppbyggingu á tónleikunum og verður með mjög öflug viðbrögð,“ segir Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun. Hann segir að ef til neyðarrýmingar kæmi tæki það skamman tíma. „Ef allar flóttaleiðir eru aðgengilegar þá eru þetta um sjö mínútur. Þetta fer upp í níu mínútur ef við myndum fá einhvern atburð sem blokkerar einhverjar leiðir.“ Salnum sem tónleikarnir fara fram í hefur verið skipt upp til þess að minnka líkur á þrengslum og troðningi sem getur myndast. „Við erum búin að skipta svæðinu í þrjú svæði í raun og veru með þessum grindum sem þið sjáið hér. Þetta eru sérinnfluttar grindur frá Þýskalandi og hafa verið notaðar á einhverjum tónleikum hérna áður. En þær eru sérstaklega hannaðar til að fólk geti komist að þeim en líka þannig að það er hægt að stíga upp og það er hægt að bjarga fólki upp ef að einhverjum líður illa,“ segir Böðvar. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri á forvarnarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, er mjög ánægður með uppbyggingu og skipulag neyðarstjórnunnar á tónleikunum. „Þetta skipulag hérna er til fyrirmyndar miðað við það sem maður hefur séð. Það má eiginnlega segja það að það sé bara mikill metnaður frá hálfu eigenda, sem er Kópavogsbær. Maður sér það síðan á öllum framkvæmdum að það er bara eitt sem gildir hérna og það er að gera hlutina vel. Ég held að það sé búið að reyna að velta hérna hverjum steini sem að mönnum dettur í hug og sjá fyrir sér ráðstafanir annað hvort til að draga úr hættu eða vera klár til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gærkvöldi var fjallað um öryggismál á tónleikum Justin Bieber, en áhyggjur höfðu vaknað um að húsið og nærumhverfi þess myndi ekki þola þann fjölda fólks sem þar verður. Mikil vinna hefur verið lögð í skipulagningu tónleikanna á fimmtudag og föstudag og segir sérfræðingur í áhættustjórnun að bæði viðburðurinn og húsið uppfylli öll skilyrði. Brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá verkfræðistofunni Eflu hefur séð um gerð áætlana í neyðarstjórnun á viðburðinum. Á tónleikum sem þessu miðast uppsetning innanhúss og utanhúss við að tryggja öryggi fólks og er það byggt á umfangsmiklum útreikningum. „Við höfum sett upp sérstaka öryggisnefnd sem sér um neyðarstjórnun á öllum tónleikunum. Þessi nefnd hefur hisst og farið yfir helstu áhættuþætti og uppbyggingu á tónleikunum og verður með mjög öflug viðbrögð,“ segir Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun. Hann segir að ef til neyðarrýmingar kæmi tæki það skamman tíma. „Ef allar flóttaleiðir eru aðgengilegar þá eru þetta um sjö mínútur. Þetta fer upp í níu mínútur ef við myndum fá einhvern atburð sem blokkerar einhverjar leiðir.“ Salnum sem tónleikarnir fara fram í hefur verið skipt upp til þess að minnka líkur á þrengslum og troðningi sem getur myndast. „Við erum búin að skipta svæðinu í þrjú svæði í raun og veru með þessum grindum sem þið sjáið hér. Þetta eru sérinnfluttar grindur frá Þýskalandi og hafa verið notaðar á einhverjum tónleikum hérna áður. En þær eru sérstaklega hannaðar til að fólk geti komist að þeim en líka þannig að það er hægt að stíga upp og það er hægt að bjarga fólki upp ef að einhverjum líður illa,“ segir Böðvar. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri á forvarnarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, er mjög ánægður með uppbyggingu og skipulag neyðarstjórnunnar á tónleikunum. „Þetta skipulag hérna er til fyrirmyndar miðað við það sem maður hefur séð. Það má eiginnlega segja það að það sé bara mikill metnaður frá hálfu eigenda, sem er Kópavogsbær. Maður sér það síðan á öllum framkvæmdum að það er bara eitt sem gildir hérna og það er að gera hlutina vel. Ég held að það sé búið að reyna að velta hérna hverjum steini sem að mönnum dettur í hug og sjá fyrir sér ráðstafanir annað hvort til að draga úr hættu eða vera klár til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45
Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels