Píratar hafa samþykkt almenna stefnu um útlendinga. Kosningu um stefnuna lauk á laugardag. 54 greiddu atkvæði með tillögunni en 22 studdu hana ekki.
Meðal þess sem felst í ályktuninni er að samræma skuli íslenska innflytjendastefnu með það að markmiði að jafnræðis sé gætt gagnvart öllum erlendum ríkisborgurum. Þá skuli leitað eftir þátttöku og aðild innflytjenda, flóttamanna, hælisleitenda og ríkisfangslausra við ákvarðanatöku, einkum í málefnum sem þá varða. Stefnt skal að því að ferðafrelsi verði aukið eftir fremsta megni.
Í greinargerð segir að stefnan setji ramma fyrir aðrar, sérhæfðari stefnur Pírata um útlendinga. Að auki skýri hún stefnu flokksins gagnvart alþjóðlegum landamærum en í stefnunni felst að þau hindri oft sjálfræði fólks.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
