Hard Knocks byrjar á Stöð 2 Sport í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2016 10:30 Hlauparinn Todd Gurley er ein skærasta stjarna LA Rams og einn allra besti leikmaður NFL-deildarinnar í sinni stöðu. Vísir/Getty Stöð 2 Sport hefur sýningar á heimildaþáttaröðinni Hard Knocks í kvöld. Hard Knocks er framleitt af HBO-sjónvarpsstöðinni og fylgir eftir einu NFL-liði í gegnum undirbúningstímabilið sem hófst í byrjun júlí. Að þessu sinni verður fylgst með liði Los Angeles Rams sem flutti frá St. Louis fyrir núverandi tímabil. Liðið átti enn fremur fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff. Alls eru þættirnir fimm talsins og verða fyrstu fjórir þættirnir sýndir daglega og lokaþátturinn svo á mánudagskvöld í næstu viku en Rams spilar svo sinn fyrsta leik á tímabilinu aðfaranótt þriðjudags. Stiklu úr þættinum má sjá hér fyrir neðan en það er má sjá meira myndefni á heimasíðu HBO. Þess ber að geta að Stöð 2 Sport mun svo sýna fyrsta leik Rams í Los Angeles síðan 1994 er það spilar í hinum sögufræga LA Coliseum-leikvangi gegn Seattle Seahawks sunnudaginn 18. september. Nýtt tímabil hefst í NFL-deildinni á fimmtudagskvöld en þá mætast í opnunarleiknum sömu lið og mættust í Super Bowl í upphafi ársins - Denver Broncos og Carolina Panthers. Ein stór breyting er þó á liði Denver enda lagði leikstjórnandinn Peyton Manning skóna á hilluna eftir sigurinn í Super Bowl í febrúar. Stöð 2 Sport mun eins og á síðasta tímabili sýna einn leik hvert sunnudagskvöld. Það verða ávallt leikir sem byrja á milli 20 og 20.30. Allir leikir úrslitakeppninnar verða svo sýndir en hún hefst í janúar.Dagskrá Hard Knocks: Þriðjudagur 6. sept kl. 21.10: Þáttur 1 Miðvikudagur 7. sept kl. 21.20: Þáttur 2 Fimmtudagur 8. sept kl. 20.50: Þáttur 3 Föstudagur 9. sept kl. 21.30: Þáttur 4 Mánudagur 12. sept kl. 20.45: Þáttur 5 (Stöð 2 Sport 2)- Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 Sport klukkan 23.30.Leikir á Stöð 2 Sport: Sunnudagur 11. sept kl. 20.20: Dallas Cowboys - NY Giants Sunnudagur 18. sept kl. 20.00: LA Rams - Seattle Seahawks Sunnudagur 25. sept kl. 20.20: Philadelphia Eagles - Pittsburgh Steelers NFL Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur sýningar á heimildaþáttaröðinni Hard Knocks í kvöld. Hard Knocks er framleitt af HBO-sjónvarpsstöðinni og fylgir eftir einu NFL-liði í gegnum undirbúningstímabilið sem hófst í byrjun júlí. Að þessu sinni verður fylgst með liði Los Angeles Rams sem flutti frá St. Louis fyrir núverandi tímabil. Liðið átti enn fremur fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff. Alls eru þættirnir fimm talsins og verða fyrstu fjórir þættirnir sýndir daglega og lokaþátturinn svo á mánudagskvöld í næstu viku en Rams spilar svo sinn fyrsta leik á tímabilinu aðfaranótt þriðjudags. Stiklu úr þættinum má sjá hér fyrir neðan en það er má sjá meira myndefni á heimasíðu HBO. Þess ber að geta að Stöð 2 Sport mun svo sýna fyrsta leik Rams í Los Angeles síðan 1994 er það spilar í hinum sögufræga LA Coliseum-leikvangi gegn Seattle Seahawks sunnudaginn 18. september. Nýtt tímabil hefst í NFL-deildinni á fimmtudagskvöld en þá mætast í opnunarleiknum sömu lið og mættust í Super Bowl í upphafi ársins - Denver Broncos og Carolina Panthers. Ein stór breyting er þó á liði Denver enda lagði leikstjórnandinn Peyton Manning skóna á hilluna eftir sigurinn í Super Bowl í febrúar. Stöð 2 Sport mun eins og á síðasta tímabili sýna einn leik hvert sunnudagskvöld. Það verða ávallt leikir sem byrja á milli 20 og 20.30. Allir leikir úrslitakeppninnar verða svo sýndir en hún hefst í janúar.Dagskrá Hard Knocks: Þriðjudagur 6. sept kl. 21.10: Þáttur 1 Miðvikudagur 7. sept kl. 21.20: Þáttur 2 Fimmtudagur 8. sept kl. 20.50: Þáttur 3 Föstudagur 9. sept kl. 21.30: Þáttur 4 Mánudagur 12. sept kl. 20.45: Þáttur 5 (Stöð 2 Sport 2)- Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 Sport klukkan 23.30.Leikir á Stöð 2 Sport: Sunnudagur 11. sept kl. 20.20: Dallas Cowboys - NY Giants Sunnudagur 18. sept kl. 20.00: LA Rams - Seattle Seahawks Sunnudagur 25. sept kl. 20.20: Philadelphia Eagles - Pittsburgh Steelers
NFL Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira