Vilja lækka fyrsta skattþrepið verulega Sæunn Gísladóttir skrifar 6. september 2016 11:00 Tillögurnar hafa verið kynntar fyrir Samráðsvettvangi og verða kynntar fyrir stjórnvöldum. Sjálfstæð verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu leggur meðal annars til að hætt verði samsköttun hjóna, að það verði tvö skattþrep 25 prósent og 43 prósent. Um er að ræða tuttugu og sjö tillögur sem snúa að breytingum á skattkerfinu í heild sinni. Meginháhersla verkefnistjórnarinnar var að koma með tillögur sem miða að því að skattkerfið afli nægjanlegra tekna fyrir samneyslu, sé einfalt, gagnsætt og skilverkt. Ennfremur að það sé fyrirsjáanlegt, stöðugt, samkeppnishæft og styðji við hagstjórn landsins. Að mati dr. Daða Más Kristóferssonar, formanns verkefnisstjórnarinnar, eru helstu breytingarnar að hætt verði samsköttun, breytingar á eftirliti og framkvæmd skattheimtu og að lækka fyrsta skattþrepið verulega.Daði Már Kristófersson.„Ég held að margar af litlu tillögunum í umbótakaflanum hvað varðar eftirlit og framkvæmd skattheimtu séu ekki minna merkilegar en aðrar tillögur. Það yrði svo mikil grundvallarbreyting ef samsköttun yrði hætt. Það hafa margir talað fyrir því og lengi. Þetta fyrirkomulag sem við erum með er frekar gamaldags. Höfuð fjölskyldunnar, sá eldri, er alltaf sá eini sem er í samskiptum við skattayfirvöld og að ábyrgð á skattskilum maka er ótakmörkuð. Sú tillaga að leggja þetta fyrirkomulag af hefur áhrif á hvernig barnabætur dreifast og hvernig þær eru skipulagðar,“ segir Daði.Dregið úr vægi persónuafsláttarDaði bendir svo á að unnið sé í átt að hugmynd Alþjóðagjaldeyissjóðsins að breyttu skattkerfi , þar sem dregið sé úr vægi persónuafsláttarins og fyrsta skattþrepið er lækkað verulega. „Það eru aðrar mikilvægar tillögur, einföldun virðisaukaskattskerfisins, tillögur um þunna eiginfjármögnun sem Ísland þarf að taka á,“ segir Daði. Í tillögunum eru margar hugmyndir sem snúa að því að auka tekjur af auðlindum, sér í lagi í ferðaþjónustu. Þar má nefna að setja inn bílastæðagjöld á fleiri stöðum, og hækka gistináttaskatt. „Okkar hlutverk var ekki að fjalla um í hvað tekjurnar fara eða hversu miklum tekjum á að afla heldur hvernig besta leiðin til að afla tekna er. Mörg af nágrannalöndum hafa farið í gegnum sambæranlegar úttektir. Umhverfis- og auðlindagjöld eru hagkvæmari leið til að afla tekna en almennir skattar,“ segir Daði.Vilja skattleggja mengandi starfsemi„Við erum með fimm tillögur sem snúa að því, tvær tillögur af gjaldtöku á ferðaþjónustu, veiðigjaldatillögu, orkuskattatillögu og skattlagningu á mengandi starfsemi(kolefnisgjaldstillögu),“ segir Daði. Verkefnisstjórnin, hóf störf í febrúar á þessu ári, og var skipuð sex sérfræðingum í skattamálum. Ásamt Daða, prófessors í hagfræði og forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, er hún skipuð þeim Völu Valtýsdóttur lögfræðingi, dr. Axel Hall hagfræðingi, Halldóri Benjamín Þorbergssyni hagfræðingi, Elínu Elmu Arthursdóttur frá ríkisskattstjóra og Alexander Edvardssyni löggiltum endurskoðanda. Verkefnisstjórnin hefur þegar kynnt tillögur sínar fyrir Samráðsvettvang um aukina hagsæld. Verkefnisstjórnin var sjálfstæð í vinnu sinni og leitaði ekki álits einstakra meðlima Samráðsvettvangsins meðan á vinnunni stóð. Tillögurnar verða svo kynntar fyrir stjórnvöldum og verða til umræðu. „Það er ekki eins og þetta séu einu útfærslurnar sem komi til greina. En þetta eru útfærslurnar sem hópurinn telur að séu framkvæmanlegar og geti skilað árangri,“ segir Daði.Hér má lesa tillögur verkefnishópsins. Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Sjálfstæð verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu leggur meðal annars til að hætt verði samsköttun hjóna, að það verði tvö skattþrep 25 prósent og 43 prósent. Um er að ræða tuttugu og sjö tillögur sem snúa að breytingum á skattkerfinu í heild sinni. Meginháhersla verkefnistjórnarinnar var að koma með tillögur sem miða að því að skattkerfið afli nægjanlegra tekna fyrir samneyslu, sé einfalt, gagnsætt og skilverkt. Ennfremur að það sé fyrirsjáanlegt, stöðugt, samkeppnishæft og styðji við hagstjórn landsins. Að mati dr. Daða Más Kristóferssonar, formanns verkefnisstjórnarinnar, eru helstu breytingarnar að hætt verði samsköttun, breytingar á eftirliti og framkvæmd skattheimtu og að lækka fyrsta skattþrepið verulega.Daði Már Kristófersson.„Ég held að margar af litlu tillögunum í umbótakaflanum hvað varðar eftirlit og framkvæmd skattheimtu séu ekki minna merkilegar en aðrar tillögur. Það yrði svo mikil grundvallarbreyting ef samsköttun yrði hætt. Það hafa margir talað fyrir því og lengi. Þetta fyrirkomulag sem við erum með er frekar gamaldags. Höfuð fjölskyldunnar, sá eldri, er alltaf sá eini sem er í samskiptum við skattayfirvöld og að ábyrgð á skattskilum maka er ótakmörkuð. Sú tillaga að leggja þetta fyrirkomulag af hefur áhrif á hvernig barnabætur dreifast og hvernig þær eru skipulagðar,“ segir Daði.Dregið úr vægi persónuafsláttarDaði bendir svo á að unnið sé í átt að hugmynd Alþjóðagjaldeyissjóðsins að breyttu skattkerfi , þar sem dregið sé úr vægi persónuafsláttarins og fyrsta skattþrepið er lækkað verulega. „Það eru aðrar mikilvægar tillögur, einföldun virðisaukaskattskerfisins, tillögur um þunna eiginfjármögnun sem Ísland þarf að taka á,“ segir Daði. Í tillögunum eru margar hugmyndir sem snúa að því að auka tekjur af auðlindum, sér í lagi í ferðaþjónustu. Þar má nefna að setja inn bílastæðagjöld á fleiri stöðum, og hækka gistináttaskatt. „Okkar hlutverk var ekki að fjalla um í hvað tekjurnar fara eða hversu miklum tekjum á að afla heldur hvernig besta leiðin til að afla tekna er. Mörg af nágrannalöndum hafa farið í gegnum sambæranlegar úttektir. Umhverfis- og auðlindagjöld eru hagkvæmari leið til að afla tekna en almennir skattar,“ segir Daði.Vilja skattleggja mengandi starfsemi„Við erum með fimm tillögur sem snúa að því, tvær tillögur af gjaldtöku á ferðaþjónustu, veiðigjaldatillögu, orkuskattatillögu og skattlagningu á mengandi starfsemi(kolefnisgjaldstillögu),“ segir Daði. Verkefnisstjórnin, hóf störf í febrúar á þessu ári, og var skipuð sex sérfræðingum í skattamálum. Ásamt Daða, prófessors í hagfræði og forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, er hún skipuð þeim Völu Valtýsdóttur lögfræðingi, dr. Axel Hall hagfræðingi, Halldóri Benjamín Þorbergssyni hagfræðingi, Elínu Elmu Arthursdóttur frá ríkisskattstjóra og Alexander Edvardssyni löggiltum endurskoðanda. Verkefnisstjórnin hefur þegar kynnt tillögur sínar fyrir Samráðsvettvang um aukina hagsæld. Verkefnisstjórnin var sjálfstæð í vinnu sinni og leitaði ekki álits einstakra meðlima Samráðsvettvangsins meðan á vinnunni stóð. Tillögurnar verða svo kynntar fyrir stjórnvöldum og verða til umræðu. „Það er ekki eins og þetta séu einu útfærslurnar sem komi til greina. En þetta eru útfærslurnar sem hópurinn telur að séu framkvæmanlegar og geti skilað árangri,“ segir Daði.Hér má lesa tillögur verkefnishópsins.
Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent