Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2016 09:00 Hluti erfingja Ingvars Helgasonar vill fá að vita hvað varð um þá sjóði sem hann sagðist eiga erlendis. Vísir Deila erfingja dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur um hvort veita eigi bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum foreldra sinna erlendis mun fara fyrir héraðsdóm. Hluti erfingjanna skoðar nú hvort þau muni greiða fyrir rannsóknina úr eigin vasa. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs Ingvarssonar, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Sjá einnig: Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Vildu systkinin að dánarbúið myndi veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að sjóðunum. Slík heimild var tekin fyrir á skiptafundi í síðasta mánuði. Þar greindi skiptastjóri frá þeirri ákvörðun sinni að dánarbúið fylgdi eftir könnun breska rannsóknarfyrirtækisins. Umboðsmaður tveggja erfingja, þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústs, lýsti sig hins vegar andvígan þeirri ákvörðun. Skiptastjóri hefur því vísað ágreiningnum til héraðsdóms sem mun skera úr um hvort að rannsóknarfyrirtækinu verði veitt umboð dánarbúsins til þess að hefja rannsókn sína. Óvíst er hvenær málið verður tekið fyrir. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/Vilhelm Skoða hvort þau fjármagni rannsóknina sjálf Ágúst Jóhannsson, barnabarn Ingvars og Sigríðar, segir að erfingjarnir sem vildu fá rannsóknarfyrirtækið til að rannsaka málið séu ekki sáttir við að málið tefjist með því að fara fyrir héraðsdóm. Hann segir rannsóknarfyrirtækið hafa fundið vísbendingar um sjóðina í frumrannsókn sinni á málinu. „Þeir telja sig vera komna á slóðina og eru með lista yfir banka sem þeir vilja skoða betur með umboði frá skiptastjóra“ segir Ágúst í samtali við Vísi. „Þeir fara gegn því, bræðurnir. Gegn vilja allra hinna erfingjanna og skiptastjóra.“ Sjá einnig: Júlíus Vífill segir mál sín fjölskylduharmleik Ágúst segir að erfingjarnir hafi ekki tekið ákvörðun um næsta skref en að líklega muni þeir ákveða að greiða rannsóknarfyrirtækinu sjálf fyrir að halda áfram rannsókn málsins. „Ég held að það séu allar líkur á því að það verði gert í stað þess að bíða í eitt til tvö ár eftir að niðurstaða fæst í málið fyrir dómstólum,“ segir Ágúst. Vill ekki tjá sig um fjölskyldumál Ekki náðist í Júlíus Vífil við vinnslu fréttarinnar. Hann hefur hafnað þeim ásökunum sem fram komu í Kastljósi á sínum tíma og sagt það vera „ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra.“ Það væru gróf ósannindi og mannorðsmeiðandi. Guðmundur Ágúst vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum og sagði það vera fjölskyldumál sem hann myndi ekki tjá sig um í fjölmiðlum. Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Deila erfingja dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur um hvort veita eigi bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum foreldra sinna erlendis mun fara fyrir héraðsdóm. Hluti erfingjanna skoðar nú hvort þau muni greiða fyrir rannsóknina úr eigin vasa. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs Ingvarssonar, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Sjá einnig: Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Vildu systkinin að dánarbúið myndi veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að sjóðunum. Slík heimild var tekin fyrir á skiptafundi í síðasta mánuði. Þar greindi skiptastjóri frá þeirri ákvörðun sinni að dánarbúið fylgdi eftir könnun breska rannsóknarfyrirtækisins. Umboðsmaður tveggja erfingja, þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústs, lýsti sig hins vegar andvígan þeirri ákvörðun. Skiptastjóri hefur því vísað ágreiningnum til héraðsdóms sem mun skera úr um hvort að rannsóknarfyrirtækinu verði veitt umboð dánarbúsins til þess að hefja rannsókn sína. Óvíst er hvenær málið verður tekið fyrir. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/Vilhelm Skoða hvort þau fjármagni rannsóknina sjálf Ágúst Jóhannsson, barnabarn Ingvars og Sigríðar, segir að erfingjarnir sem vildu fá rannsóknarfyrirtækið til að rannsaka málið séu ekki sáttir við að málið tefjist með því að fara fyrir héraðsdóm. Hann segir rannsóknarfyrirtækið hafa fundið vísbendingar um sjóðina í frumrannsókn sinni á málinu. „Þeir telja sig vera komna á slóðina og eru með lista yfir banka sem þeir vilja skoða betur með umboði frá skiptastjóra“ segir Ágúst í samtali við Vísi. „Þeir fara gegn því, bræðurnir. Gegn vilja allra hinna erfingjanna og skiptastjóra.“ Sjá einnig: Júlíus Vífill segir mál sín fjölskylduharmleik Ágúst segir að erfingjarnir hafi ekki tekið ákvörðun um næsta skref en að líklega muni þeir ákveða að greiða rannsóknarfyrirtækinu sjálf fyrir að halda áfram rannsókn málsins. „Ég held að það séu allar líkur á því að það verði gert í stað þess að bíða í eitt til tvö ár eftir að niðurstaða fæst í málið fyrir dómstólum,“ segir Ágúst. Vill ekki tjá sig um fjölskyldumál Ekki náðist í Júlíus Vífil við vinnslu fréttarinnar. Hann hefur hafnað þeim ásökunum sem fram komu í Kastljósi á sínum tíma og sagt það vera „ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra.“ Það væru gróf ósannindi og mannorðsmeiðandi. Guðmundur Ágúst vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum og sagði það vera fjölskyldumál sem hann myndi ekki tjá sig um í fjölmiðlum.
Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09
Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57
Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02