Nýir tímar? Ólafur Arnarson skrifar 7. september 2016 08:00 Samkvæmt könnun ríkir mikil og almenn ánægja með störf nýs forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannessonar. Raunar hefur aldrei mælst viðlíka ánægja með störf forseta frá því mælingar hófust en þær ná að sönnu einungis aftur til ársins 2011. Það er einna helst meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna, að einhver óánægja mælist, en engu að síður er yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hæstánægður með forsetann. Vinsældir forsetans eru verðskuldaðar. Hann hefur komið til dyranna eins og hann er klæddur, laus við tilgerð og tildur. Löngu var tímabært að forseti treysti sér einn og óstuddur út á flugvöll án þess að fá fylgd frá einum þriggja handhafa forsetavalds. Fólk kann að meta forseta sem er ekki með neinn nonsens. Þá var hressandi að sjá á Twitter afsökunarbeiðni frá Guðna Th. vegna þess að hann hafði í ógáti ávarpað íslenskan landsliðsmann í körfuknattleik á ensku. Hann leit ekki út fyrir að vera úr Skagafirðinum sá en reyndist borinn og barnfæddur Íslendingur. My bad, sagði forsetinn, kemur ekki fyrir aftur, og broskarl fylgdi. Það var gaman að Guðni Th. skyldi taka þátt í Gleðigöngunni og ávarpa samkomuna. Auðvitað erum við öll hinsegin og enginn er eins og fólk er flest því öll erum við einstök. Við erum samt ekkert betri en aðrir, hvorki sem einstaklingar né þjóð. Ég er viss um að áður en langt um líður munum við öll furða okkur á því að það hafi ekki verið fyrr en árið 2016 að forseti Íslands tók þátt í Gleðigöngunni. Það er einhvern veginn svo sjálfsagt að gleðjast saman yfir því hvað við erum ólík og sýna samstöðu með þeim sem teljast minnihlutahópar.Fagna kynslóðaskiptum Það eru vissulega nýir tímar á Bessastöðum. Þar með er ekki sagt að fram til þessa hafi Bessastaðir og forsetaembættið verið læst í einhverjum miðaldabúningi. Sérhver forseti er barn síns tíma og endurspeglar gildi og viðhorf sinnar kynslóðar. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forsetinn sem fæddur er eftir seinna stríð. Hann er aldarfjórðungi yngri en sá sem gegndi embættinu á undan honum og hafði setið lengur í embætti en nokkur annar. Það væri í meira lagi undarlegt ef ekki sæjust skýr merki kynslóðaskipta á Bessastöðum nú. Það er gleðilegt að landsmenn skuli fagna þessum kynslóðaskiptum. Kannski endurspeglar það hlutfallslega aldurssamsetningu kjósenda stjórnmálaflokkanna að óánægja með hinn unga forseta skuli vera meiri í ríkisstjórnarflokkunum tveimur en í öðrum flokkum.Flokkar í klemmu Þeir flokkar sem setið hafa í ríkisstjórnum frá hruni eru í klemmu. Þrátt fyrir alls kyns mannabreytingar hafa ekki orðið raunveruleg kynslóðaskipti í stjórnmálunum, hvorki í flokkunum sjálfum né inni á Alþingi. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast helst höfða til eldri borgara og því verður það að teljast pólitískt hugrekki, eða jafnvel fífldirfska, hjá forystumönnum þeirra að standa ekki við gefin loforð um að lagfæra skerðingar til eldri borgara og bæta kjör þeirra. Stundum virðist manni skorta alla jarðtengingu hjá forystumönnum stjórnmálanna, alla vega þegar þeir sitja í ríkisstjórn. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar áttuðu sig á því að þeir hefðu átt að gera meira fyrir fólkið og heimilin en aðeins eftir að flokkar þeirra höfðu beðið mesta ósigur í kosningum, sem dæmi eru um á Íslandi og jafnvel víðar. Ráðherrar sitjandi ríkisstjórnar virðast lítið hafa lært af ógöngum forvera sinna. Menntamálaráðherra, sem hrekst nú út úr pólitík, leggur ofurkapp á að umbylta og markaðsvæða námslánakerfi þjóðarinnar og gera langskólanám að forréttindum hinna efna- og tekjumeiri. Kannski félagar hans, sem óska eftir endurkjöri, borgi þann pólitíska reikning sem óhæfuverkið skilur eftir sig. Þjóðin treystir forsetanum nýja en ekki stjórnmálamönnum og skyldi engan undra. Allt er við það sama á Alþingi á meðan raunveruleg kynslóðaskipti hafa orðið á Bessastöðum. Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir stjórnmálaleiðtoga í kosningaham.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Skoðun Ólafur Arnarson Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun ríkir mikil og almenn ánægja með störf nýs forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannessonar. Raunar hefur aldrei mælst viðlíka ánægja með störf forseta frá því mælingar hófust en þær ná að sönnu einungis aftur til ársins 2011. Það er einna helst meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna, að einhver óánægja mælist, en engu að síður er yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hæstánægður með forsetann. Vinsældir forsetans eru verðskuldaðar. Hann hefur komið til dyranna eins og hann er klæddur, laus við tilgerð og tildur. Löngu var tímabært að forseti treysti sér einn og óstuddur út á flugvöll án þess að fá fylgd frá einum þriggja handhafa forsetavalds. Fólk kann að meta forseta sem er ekki með neinn nonsens. Þá var hressandi að sjá á Twitter afsökunarbeiðni frá Guðna Th. vegna þess að hann hafði í ógáti ávarpað íslenskan landsliðsmann í körfuknattleik á ensku. Hann leit ekki út fyrir að vera úr Skagafirðinum sá en reyndist borinn og barnfæddur Íslendingur. My bad, sagði forsetinn, kemur ekki fyrir aftur, og broskarl fylgdi. Það var gaman að Guðni Th. skyldi taka þátt í Gleðigöngunni og ávarpa samkomuna. Auðvitað erum við öll hinsegin og enginn er eins og fólk er flest því öll erum við einstök. Við erum samt ekkert betri en aðrir, hvorki sem einstaklingar né þjóð. Ég er viss um að áður en langt um líður munum við öll furða okkur á því að það hafi ekki verið fyrr en árið 2016 að forseti Íslands tók þátt í Gleðigöngunni. Það er einhvern veginn svo sjálfsagt að gleðjast saman yfir því hvað við erum ólík og sýna samstöðu með þeim sem teljast minnihlutahópar.Fagna kynslóðaskiptum Það eru vissulega nýir tímar á Bessastöðum. Þar með er ekki sagt að fram til þessa hafi Bessastaðir og forsetaembættið verið læst í einhverjum miðaldabúningi. Sérhver forseti er barn síns tíma og endurspeglar gildi og viðhorf sinnar kynslóðar. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forsetinn sem fæddur er eftir seinna stríð. Hann er aldarfjórðungi yngri en sá sem gegndi embættinu á undan honum og hafði setið lengur í embætti en nokkur annar. Það væri í meira lagi undarlegt ef ekki sæjust skýr merki kynslóðaskipta á Bessastöðum nú. Það er gleðilegt að landsmenn skuli fagna þessum kynslóðaskiptum. Kannski endurspeglar það hlutfallslega aldurssamsetningu kjósenda stjórnmálaflokkanna að óánægja með hinn unga forseta skuli vera meiri í ríkisstjórnarflokkunum tveimur en í öðrum flokkum.Flokkar í klemmu Þeir flokkar sem setið hafa í ríkisstjórnum frá hruni eru í klemmu. Þrátt fyrir alls kyns mannabreytingar hafa ekki orðið raunveruleg kynslóðaskipti í stjórnmálunum, hvorki í flokkunum sjálfum né inni á Alþingi. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast helst höfða til eldri borgara og því verður það að teljast pólitískt hugrekki, eða jafnvel fífldirfska, hjá forystumönnum þeirra að standa ekki við gefin loforð um að lagfæra skerðingar til eldri borgara og bæta kjör þeirra. Stundum virðist manni skorta alla jarðtengingu hjá forystumönnum stjórnmálanna, alla vega þegar þeir sitja í ríkisstjórn. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar áttuðu sig á því að þeir hefðu átt að gera meira fyrir fólkið og heimilin en aðeins eftir að flokkar þeirra höfðu beðið mesta ósigur í kosningum, sem dæmi eru um á Íslandi og jafnvel víðar. Ráðherrar sitjandi ríkisstjórnar virðast lítið hafa lært af ógöngum forvera sinna. Menntamálaráðherra, sem hrekst nú út úr pólitík, leggur ofurkapp á að umbylta og markaðsvæða námslánakerfi þjóðarinnar og gera langskólanám að forréttindum hinna efna- og tekjumeiri. Kannski félagar hans, sem óska eftir endurkjöri, borgi þann pólitíska reikning sem óhæfuverkið skilur eftir sig. Þjóðin treystir forsetanum nýja en ekki stjórnmálamönnum og skyldi engan undra. Allt er við það sama á Alþingi á meðan raunveruleg kynslóðaskipti hafa orðið á Bessastöðum. Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir stjórnmálaleiðtoga í kosningaham.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar