Hví eru stjórnvöld hér neikvæð gagnvart öldruðum? Björgvin Guðmundsson skrifar 8. september 2016 07:00 Margir undrast það hve neikvæð stjórnvöld hér eru gagnvart eldri borgurum. Þessu er á annan veg farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð í garð aldraðra og leitast við að fylgjast með því á hvern hátt þau geti létt undir með lífsbaráttu þeirra. Hér standa stjórnvöld gegn kjarabótum aldraðra eins lengi og þau telja það nokkurn kost. Það má eiginlega segja að neyða verði stjórnvöld hér til þess að veita öldruðum sjálfsagðar og eðlilegar kjarabætur í takt við launahækkanir launþega. Grunnlífeyrir er þrefalt hærri í grannlöndum okkar en hér. Og heildarlífeyrir er miklu hærri í nágrannalöndum okkar. Þá þekkjast þar ekki þessar miklu tekjutengingar, sem hér eru. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fór ég sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík á fund formanna allra þingflokka stjórnmálaflokkanna og ræddi við þá um kjaramál aldraðra. Með mér í för voru 2-3 fulltrúar kjaranefndar. Fundir þessir gengu nokkuð vel. Stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi voru áberandi jákvæðari gagnvart erindi okkar um kjarabætur. Leiddu viðræður okkar við þá til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tóku upp í stefnuskrár sínar 2013 ýmsar óskir kjaranefndar um kjarabætur aldraðra. Hreyfingin tók erindi okkar svo vel, að Margrét Tryggvadóttir, þingmaður flokksins, flutti þingmál í samræmi við okkar óskir. Það náði þó ekki fram að ganga. En björninn var ekki unninn þó Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tækju mikilvæg kjaramál eldri borgara upp í stefnuskrár sínar. Við í kjaranefndinni fögnuðum þessu en gleði okkar stóð ekki lengi. Umræddir flokkar stóðu ekki við fyrirheit þau, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum í stefnuskrám sínum. Þeir hafa ekkert gert í því að efna mikilvægasta fyrirheitið, þ.e. að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hitt fyrirheitið var að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. Aðeins 3 þeirra hafa verið afturkölluð og í rauninni aðeins 2, þar eð eitt rann úr gildi af sjálfu sér. Það var tímabundið. Það er verkefni sálfræðinga að rannsaka hvers vegna stjórnmálamenn og ráðamenn hér hafa neikvæða afstöðu til eldri borgara. Það getur hver maður séð, að kjör þeirra lífeyrisþega, sem hafa einungis tekjur frá almannatryggingum, eru óásættanleg. Það væri einnig eðlilegt og rökrétt að stjórnvöld og stjórnmálamenn væru jákvæð í garð eldri borgara vegna þess hve mikið eldri kynslóðin hefur gert til þess að skapa það þjóðfélag, sem við búum í. Vonandi verður breyting á.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Margir undrast það hve neikvæð stjórnvöld hér eru gagnvart eldri borgurum. Þessu er á annan veg farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð í garð aldraðra og leitast við að fylgjast með því á hvern hátt þau geti létt undir með lífsbaráttu þeirra. Hér standa stjórnvöld gegn kjarabótum aldraðra eins lengi og þau telja það nokkurn kost. Það má eiginlega segja að neyða verði stjórnvöld hér til þess að veita öldruðum sjálfsagðar og eðlilegar kjarabætur í takt við launahækkanir launþega. Grunnlífeyrir er þrefalt hærri í grannlöndum okkar en hér. Og heildarlífeyrir er miklu hærri í nágrannalöndum okkar. Þá þekkjast þar ekki þessar miklu tekjutengingar, sem hér eru. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fór ég sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík á fund formanna allra þingflokka stjórnmálaflokkanna og ræddi við þá um kjaramál aldraðra. Með mér í för voru 2-3 fulltrúar kjaranefndar. Fundir þessir gengu nokkuð vel. Stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi voru áberandi jákvæðari gagnvart erindi okkar um kjarabætur. Leiddu viðræður okkar við þá til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tóku upp í stefnuskrár sínar 2013 ýmsar óskir kjaranefndar um kjarabætur aldraðra. Hreyfingin tók erindi okkar svo vel, að Margrét Tryggvadóttir, þingmaður flokksins, flutti þingmál í samræmi við okkar óskir. Það náði þó ekki fram að ganga. En björninn var ekki unninn þó Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tækju mikilvæg kjaramál eldri borgara upp í stefnuskrár sínar. Við í kjaranefndinni fögnuðum þessu en gleði okkar stóð ekki lengi. Umræddir flokkar stóðu ekki við fyrirheit þau, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum í stefnuskrám sínum. Þeir hafa ekkert gert í því að efna mikilvægasta fyrirheitið, þ.e. að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hitt fyrirheitið var að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. Aðeins 3 þeirra hafa verið afturkölluð og í rauninni aðeins 2, þar eð eitt rann úr gildi af sjálfu sér. Það var tímabundið. Það er verkefni sálfræðinga að rannsaka hvers vegna stjórnmálamenn og ráðamenn hér hafa neikvæða afstöðu til eldri borgara. Það getur hver maður séð, að kjör þeirra lífeyrisþega, sem hafa einungis tekjur frá almannatryggingum, eru óásættanleg. Það væri einnig eðlilegt og rökrétt að stjórnvöld og stjórnmálamenn væru jákvæð í garð eldri borgara vegna þess hve mikið eldri kynslóðin hefur gert til þess að skapa það þjóðfélag, sem við búum í. Vonandi verður breyting á.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun