Freyr um Hörpu: Ég er að missa leikmann og er svekktur með það | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2016 19:00 Freyr Alexandersson Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, getur ekki leynt vonbrigðum sínum að missa sóknarmanninn Hörpu Þorsteinsdóttur úr landsliðshópi sínum en þessi mikli markaskorari er barnshafandi. Hún var ekki valin í íslenska landsliðið sem mætir Slóveníu og Skotlandi í lokaleikjum sínum í undankeppni EM 2017 en Íslandi vantar eitt stig til að tryggja sér farseðilinn á EM í Hollandi næsta sumar. Harpa hefur verið að spila með liði sínu, Stjörnunni, síðustu daga og vikur. Það kom þó ekki til greina að velja hana í landsliðið. „Ég er mögulega búinn að finna svarið við því hver sé munurinn á því að þjálfa karla og konur. Þetta er stóri munurinn,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild í dag en viðtal við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. „Leikmenn geta óvænt komið með þau skilaboð að þeir eru barnshafandi. Hún verður nú frá í allt að eitt ár sem er vissulega sjokk en okkar samtal var mjög heiðarlegt. Ég sagði henni hversu mikið ég vildi hafa hana í mínu liði en fyrst og fremst hrósaði ég henni fyrir það sem hún hefur gert. Hún hefur tekið mestum framförum af öllum þeim leikmönnum sem ég hef haft síðan ég tók við landsliðinu,“ sagði Freyr enn fremur. Hann óskar vitanlega Hörpu innilega til hamingju með góðu tíðindin. „Það er ekkert sem jafnast á við það að eignast barn og það höfum við heyrt milljón sinnum. En ég held að Harpa sé svekkt að missa af því tækifæri að fá að spila á EM og ég er að missa leikmann og er svekktur með það.“ „En ef að ég hangi í því þá erum við ekki að halda áfram í þeirri vegferð sem við höfum verið í. Nú er þessu lokið og nú verðum við að stíga upp.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, getur ekki leynt vonbrigðum sínum að missa sóknarmanninn Hörpu Þorsteinsdóttur úr landsliðshópi sínum en þessi mikli markaskorari er barnshafandi. Hún var ekki valin í íslenska landsliðið sem mætir Slóveníu og Skotlandi í lokaleikjum sínum í undankeppni EM 2017 en Íslandi vantar eitt stig til að tryggja sér farseðilinn á EM í Hollandi næsta sumar. Harpa hefur verið að spila með liði sínu, Stjörnunni, síðustu daga og vikur. Það kom þó ekki til greina að velja hana í landsliðið. „Ég er mögulega búinn að finna svarið við því hver sé munurinn á því að þjálfa karla og konur. Þetta er stóri munurinn,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild í dag en viðtal við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. „Leikmenn geta óvænt komið með þau skilaboð að þeir eru barnshafandi. Hún verður nú frá í allt að eitt ár sem er vissulega sjokk en okkar samtal var mjög heiðarlegt. Ég sagði henni hversu mikið ég vildi hafa hana í mínu liði en fyrst og fremst hrósaði ég henni fyrir það sem hún hefur gert. Hún hefur tekið mestum framförum af öllum þeim leikmönnum sem ég hef haft síðan ég tók við landsliðinu,“ sagði Freyr enn fremur. Hann óskar vitanlega Hörpu innilega til hamingju með góðu tíðindin. „Það er ekkert sem jafnast á við það að eignast barn og það höfum við heyrt milljón sinnum. En ég held að Harpa sé svekkt að missa af því tækifæri að fá að spila á EM og ég er að missa leikmann og er svekktur með það.“ „En ef að ég hangi í því þá erum við ekki að halda áfram í þeirri vegferð sem við höfum verið í. Nú er þessu lokið og nú verðum við að stíga upp.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Sjá meira
Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15