Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 1-1 | Stjarnan í draumastöðu | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 10. september 2016 17:15 Stjarnan er komin með níu fingur á Íslandsbikarinn eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í toppslag í Pepsi-deild kvenna í dag. Stjarnan er áfram með tveggja stiga forskot á Breiðablik þegar tvær umferðir eru eftir. Garðbæingar eiga eftir leiki gegn KR og FH og klári þeir þá er Íslandsmeistaratitilinn þeirra. Blikar voru mun meira með boltann í fyrri hálfleik og sóttu stíft en Stjörnuvörnin hélt og Berglind Hrund Jónasdóttir átti góðan leik í markinu. Staðan var markalaus í hálfleik en á 53.mínútu kom Berglind Björg Þorvaldsdóttir Blikum yfir með skalla eftir hornspyrnu Fanndísar Friðriksdóttur. Sextán mínútur voru leikslok fékk Stjarnan líflínu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir var rekin af velli fyrir að brjóta á Öglu Maríu Albertsdóttur sem var komin ein í gegn. Fimm mínútum síðar, á 79. mínútu, skoraði Ana Victoria Cate svo markið dýrmæta eftir undirbúning Öglu Maríu og Hörpu Þorsteinsdóttur sem kom inn á þegar rúmar 20 mínútur voru eftir. Blikar reyndu hvað þeir gátu til að skora sigurmarkið en Stjarnan hélt út og fagnaði stiginu.Af hverju varð jafntefli? Breiðablik þurfti sigur og sótti stíft, sérstaklega framan af. Stjörnuvörnin var hins vegar sterk og eftir erfiðar upphafsmínútur jafnaðist leikurinn þótt Blikar væru áfram sterkari aðilinn. Gestirnir skoruðu svo loksins í byrjun seinni hálfleiks og staða þeirra því góð. Það breyttist svo allt þegar Arna Dís var rekin af velli. Stjarnan hafði ekki verið líkleg til að skora fram að rauða spjaldinu en einum fleiri og með Hörpu inn á fengu Garðbæingar aukinn kraft og náðu að skora jöfnunarmark sem gæti svo sannarlega reynst dýrmætt þegar talið verður upp úr pokanum í haust.Þessar stóðu upp úr Varnarlína Stjörnunnar átti mjög góðan dag og kom í veg fyrir að Breiðablik skapaði sér mörg færi. Berglind var svo flott í markinu eins og áður sagði. Fyrir framan Stjörnuvörnina átti fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir afbragðsgóðan leik, sérstaklega í ljósi þess að það var greinilegt að hún gekk ekki heil til skógar. Hún barðist þó alltaf áfram og spilaði eins og sannur fyrirliði í dag. Umtalaðasta íþróttakona landsins, Harpa Þorsteinsdóttir, gerði einnig sitt en innkoma hennar breytti taktinum í leiknum. Hún átti stóran þátt í jöfnunarmarkinu og nærvera hennar hjálpaði öðrum leikmönnum Stjörnunnar. Þá reyndist Agla María algjör örlagavaldur en hún fiskaði rauða spjaldið og átti þátt í marki Stjörnunnar. Hjá Breiðabliki var Hallbera Gísladóttir að venju góð, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Fanndís var alltaf ógnandi en það dró af henni eftir því sem leið á leikinn.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Breiðabliks var frekar bitlaus en liðið skapaði sér ekki mörg færi þrátt fyrir að vera miklu meira með boltann. Blikar ógnuðu aðallega í föstum leikatriðum, sem markið kom einmitt upp úr, og með langskotum Fanndísar. Stjarnan var heldur ekki líkleg til að skora fram að rauða spjaldinu en liðið fær hrós fyrir að hætta aldrei og ná að skora jöfnunarmarkið.Hvað gerist næst? Stjarnan er með þetta í hendi sér en vinni liðið KR og FH verður það Íslandsmeistari í fjórða sinn á síðustu sex árum. Stjörnuliðið er laskað og Harpa hefur lokið leik í sumar en það ætti að vinna síðustu tvo leikina. Blikar þurfa að vinna ÍA og Val og treysta á að Stjarnan misstígi sig til að verja Íslandsmeistaratitilinn.Harpa: Umræðan hafði áhrif á mig Umtalaðasta íþróttakona Íslands um þessar mundir, Harpa Þorsteinsdóttir, lagði upp jöfnunarmark Stjörnunnar gegn Breiðabliki í toppslagnum í Pepsi-deild kvenna í dag. „Þetta gerist ekki sætara, þetta er svo ótrúlegt mikilvægt fyrir okkur. Það fór um mig sæluhrollur,“ sagði Harpa um augnablikið þegar boltinn lá í netinu hjá Blikum eftir skot Önu Victoriu Cate. Stjarnan er nú algjörlega með örlögin í eigin hendi en vinni liðið tvo síðustu leiki sína verður það Íslandsmeistari. „Þetta lítur ágætlega út en það er einmitt það hættulega. Við eigum eftir að mæta liðum í neðri hlutanum sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Það verða erfiðir leikir fyrir okkur því hópurinn okkar er mjög brothættur,“ bætti Harpa við. Þetta var síðasti leikur markadrottningarinnar í sumar en hún er sem kunnugt er barnshafandi. Mikið hefur verið rætt og ritað um Hörpu undanfarna daga, hvort hún muni eða ætti yfirhöfuð að spila, verandi komin 13 vikur á leið. Hún segir að umræðan hafi haft áhrif á sig. „Jájá, ég viðurkenni það alveg. Ég fékk allt í einu voða mikla athygli sem ég bjóst ekki við. Og þetta er persónulegt, þetta snýr að mér og minni fjölskyldu,“ sagði Harpa. „Það sást í dag, og í leiknum uppi á Skaga, að það er enginn gefa mér neinn afslátt, enda algjör óþarfi. Hver einasti leikmaður er inni á vellinum á sinni eigin ábyrgð.“Rakel: Mér er sagt að þetta hafi ekki verið rangstaða Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekkt að hafa ekki náð að vinna leikinn í Garðabænum í dag. En finnst henni eins og Íslandsmeistaratitilinn sé runninn úr greipum Blika? „Þetta verður erfitt en það eru tveir leikir eftir. Við sjáum til hvernig verður í lokin. Við stjórnum engu nema okkar leikjum,“ sagði Rakel eftir leik. Henni fannst Blikar eiga skilið að vinna leikinn og var ósátt við markið sem var dæmt af Breiðabliki í seinni hálfleik. „Ég get ekki sagt að mér finnist þetta sanngjörn úrslit. Ég er búin að heyra í fólki sem er búið að sjá markið sem var dæmt af og mér er sagt að þetta hafi ekki verið rangstaða. „Ég er ekkert sérstaklega ánægð með það,“ sagði Rakel en Blikar misstu svo mann af velli á 74. mínútu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Öglu Maríu Albertsdóttur sem var komin ein inn fyrir vörn Blika. „Ég stóð beint fyrir aftan hana og sýndist hún sparka fyrst í boltann og taka manninn í leiðinni. Ég þarf að sjá þetta aftur,“ sagði Rakel að endingu.Ásgerður Stefanía: Harpa er einn af bestu framherjum Evrópu Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, átti frábæran leik þegar liðið steig stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í dag. „Við fögnum þessu stigi því við erum áfram á toppnum og höldum þeim tveimur stigum frá okkur. En við eigum tvo ótrúlega erfiða leiki eftir,“ sagði Ásgerður en Stjarnan á eftir að leika gegn KR og FH sem eru bæði í neðri hluta deildarinnar. Ásgerður segir að Stjarnan hafi unnið fyrir stiginu í dag. „Ég held að jafntefli hafi verið sanngjart. Hvorugt liðið fékk mikið af opnum færum. Við vörðumst virkilega vel,“ sagði Ásgerður. Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á þegar 23 mínútur voru eftir og lagði upp jöfnunarmarkið. Ásgerður segir að innkoma hennar hafi verið mikilvæg þótt liðið í heild eigi hrós skilið fyrir að koma til baka. „Það var ótrúlega mikilvægt að fá Hörpu inn en ég las 5-6 viðtöl fyrir leik þar sem fram kom að Stjarnan væri ekkert án Hörpu og hún væri Stjarnan,“ sagði Ásgerður. „Auðvitað var mikilvægt að fá hana inn, þetta er einn af bestu framherjum Evrópu. En við erum lið,“ bætti fyrirliðinn við. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Sjá meira
Stjarnan er komin með níu fingur á Íslandsbikarinn eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í toppslag í Pepsi-deild kvenna í dag. Stjarnan er áfram með tveggja stiga forskot á Breiðablik þegar tvær umferðir eru eftir. Garðbæingar eiga eftir leiki gegn KR og FH og klári þeir þá er Íslandsmeistaratitilinn þeirra. Blikar voru mun meira með boltann í fyrri hálfleik og sóttu stíft en Stjörnuvörnin hélt og Berglind Hrund Jónasdóttir átti góðan leik í markinu. Staðan var markalaus í hálfleik en á 53.mínútu kom Berglind Björg Þorvaldsdóttir Blikum yfir með skalla eftir hornspyrnu Fanndísar Friðriksdóttur. Sextán mínútur voru leikslok fékk Stjarnan líflínu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir var rekin af velli fyrir að brjóta á Öglu Maríu Albertsdóttur sem var komin ein í gegn. Fimm mínútum síðar, á 79. mínútu, skoraði Ana Victoria Cate svo markið dýrmæta eftir undirbúning Öglu Maríu og Hörpu Þorsteinsdóttur sem kom inn á þegar rúmar 20 mínútur voru eftir. Blikar reyndu hvað þeir gátu til að skora sigurmarkið en Stjarnan hélt út og fagnaði stiginu.Af hverju varð jafntefli? Breiðablik þurfti sigur og sótti stíft, sérstaklega framan af. Stjörnuvörnin var hins vegar sterk og eftir erfiðar upphafsmínútur jafnaðist leikurinn þótt Blikar væru áfram sterkari aðilinn. Gestirnir skoruðu svo loksins í byrjun seinni hálfleiks og staða þeirra því góð. Það breyttist svo allt þegar Arna Dís var rekin af velli. Stjarnan hafði ekki verið líkleg til að skora fram að rauða spjaldinu en einum fleiri og með Hörpu inn á fengu Garðbæingar aukinn kraft og náðu að skora jöfnunarmark sem gæti svo sannarlega reynst dýrmætt þegar talið verður upp úr pokanum í haust.Þessar stóðu upp úr Varnarlína Stjörnunnar átti mjög góðan dag og kom í veg fyrir að Breiðablik skapaði sér mörg færi. Berglind var svo flott í markinu eins og áður sagði. Fyrir framan Stjörnuvörnina átti fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir afbragðsgóðan leik, sérstaklega í ljósi þess að það var greinilegt að hún gekk ekki heil til skógar. Hún barðist þó alltaf áfram og spilaði eins og sannur fyrirliði í dag. Umtalaðasta íþróttakona landsins, Harpa Þorsteinsdóttir, gerði einnig sitt en innkoma hennar breytti taktinum í leiknum. Hún átti stóran þátt í jöfnunarmarkinu og nærvera hennar hjálpaði öðrum leikmönnum Stjörnunnar. Þá reyndist Agla María algjör örlagavaldur en hún fiskaði rauða spjaldið og átti þátt í marki Stjörnunnar. Hjá Breiðabliki var Hallbera Gísladóttir að venju góð, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Fanndís var alltaf ógnandi en það dró af henni eftir því sem leið á leikinn.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Breiðabliks var frekar bitlaus en liðið skapaði sér ekki mörg færi þrátt fyrir að vera miklu meira með boltann. Blikar ógnuðu aðallega í föstum leikatriðum, sem markið kom einmitt upp úr, og með langskotum Fanndísar. Stjarnan var heldur ekki líkleg til að skora fram að rauða spjaldinu en liðið fær hrós fyrir að hætta aldrei og ná að skora jöfnunarmarkið.Hvað gerist næst? Stjarnan er með þetta í hendi sér en vinni liðið KR og FH verður það Íslandsmeistari í fjórða sinn á síðustu sex árum. Stjörnuliðið er laskað og Harpa hefur lokið leik í sumar en það ætti að vinna síðustu tvo leikina. Blikar þurfa að vinna ÍA og Val og treysta á að Stjarnan misstígi sig til að verja Íslandsmeistaratitilinn.Harpa: Umræðan hafði áhrif á mig Umtalaðasta íþróttakona Íslands um þessar mundir, Harpa Þorsteinsdóttir, lagði upp jöfnunarmark Stjörnunnar gegn Breiðabliki í toppslagnum í Pepsi-deild kvenna í dag. „Þetta gerist ekki sætara, þetta er svo ótrúlegt mikilvægt fyrir okkur. Það fór um mig sæluhrollur,“ sagði Harpa um augnablikið þegar boltinn lá í netinu hjá Blikum eftir skot Önu Victoriu Cate. Stjarnan er nú algjörlega með örlögin í eigin hendi en vinni liðið tvo síðustu leiki sína verður það Íslandsmeistari. „Þetta lítur ágætlega út en það er einmitt það hættulega. Við eigum eftir að mæta liðum í neðri hlutanum sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Það verða erfiðir leikir fyrir okkur því hópurinn okkar er mjög brothættur,“ bætti Harpa við. Þetta var síðasti leikur markadrottningarinnar í sumar en hún er sem kunnugt er barnshafandi. Mikið hefur verið rætt og ritað um Hörpu undanfarna daga, hvort hún muni eða ætti yfirhöfuð að spila, verandi komin 13 vikur á leið. Hún segir að umræðan hafi haft áhrif á sig. „Jájá, ég viðurkenni það alveg. Ég fékk allt í einu voða mikla athygli sem ég bjóst ekki við. Og þetta er persónulegt, þetta snýr að mér og minni fjölskyldu,“ sagði Harpa. „Það sást í dag, og í leiknum uppi á Skaga, að það er enginn gefa mér neinn afslátt, enda algjör óþarfi. Hver einasti leikmaður er inni á vellinum á sinni eigin ábyrgð.“Rakel: Mér er sagt að þetta hafi ekki verið rangstaða Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekkt að hafa ekki náð að vinna leikinn í Garðabænum í dag. En finnst henni eins og Íslandsmeistaratitilinn sé runninn úr greipum Blika? „Þetta verður erfitt en það eru tveir leikir eftir. Við sjáum til hvernig verður í lokin. Við stjórnum engu nema okkar leikjum,“ sagði Rakel eftir leik. Henni fannst Blikar eiga skilið að vinna leikinn og var ósátt við markið sem var dæmt af Breiðabliki í seinni hálfleik. „Ég get ekki sagt að mér finnist þetta sanngjörn úrslit. Ég er búin að heyra í fólki sem er búið að sjá markið sem var dæmt af og mér er sagt að þetta hafi ekki verið rangstaða. „Ég er ekkert sérstaklega ánægð með það,“ sagði Rakel en Blikar misstu svo mann af velli á 74. mínútu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Öglu Maríu Albertsdóttur sem var komin ein inn fyrir vörn Blika. „Ég stóð beint fyrir aftan hana og sýndist hún sparka fyrst í boltann og taka manninn í leiðinni. Ég þarf að sjá þetta aftur,“ sagði Rakel að endingu.Ásgerður Stefanía: Harpa er einn af bestu framherjum Evrópu Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, átti frábæran leik þegar liðið steig stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í dag. „Við fögnum þessu stigi því við erum áfram á toppnum og höldum þeim tveimur stigum frá okkur. En við eigum tvo ótrúlega erfiða leiki eftir,“ sagði Ásgerður en Stjarnan á eftir að leika gegn KR og FH sem eru bæði í neðri hluta deildarinnar. Ásgerður segir að Stjarnan hafi unnið fyrir stiginu í dag. „Ég held að jafntefli hafi verið sanngjart. Hvorugt liðið fékk mikið af opnum færum. Við vörðumst virkilega vel,“ sagði Ásgerður. Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á þegar 23 mínútur voru eftir og lagði upp jöfnunarmarkið. Ásgerður segir að innkoma hennar hafi verið mikilvæg þótt liðið í heild eigi hrós skilið fyrir að koma til baka. „Það var ótrúlega mikilvægt að fá Hörpu inn en ég las 5-6 viðtöl fyrir leik þar sem fram kom að Stjarnan væri ekkert án Hörpu og hún væri Stjarnan,“ sagði Ásgerður. „Auðvitað var mikilvægt að fá hana inn, þetta er einn af bestu framherjum Evrópu. En við erum lið,“ bætti fyrirliðinn við.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn