Ekkert mark var skorað þegar Selfoss og Fram mættust í fyrsta leik 20. umferðar Inkasso-deildarinnar í kvöld.
Leikurinn var með rólegasta móti. Selfyssingar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér mörg færi.
Selfyssingar voru hættulegri í seinni hálfleik en gestirnir hefðu getað stolið sigrinum í lokin þegar Ivan Bubalo skaut framhjá úr góðu færi.
Liðin eru áfram í 7. og 8. sæti deildarinnar. Fram er með 26 stig í því sjöunda en Selfyssingar eru í sætinu fyrir neðan með 24 stig.
Tuttugasta umferðin heldur áfram á morgun þegar fjórir leikir fara fram.
Upplýsingar um úrslit og gang leiksins eru fengnar frá Fótbolta.net.
Stál í stál á Selfossi
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
