Kosið um peninga og völd Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Nú styttist óðum í kosningar og allir flokkar á fullu í að manna framboðslista sína. Það fylgir alltaf kosningabaráttu að stjórnmálaflokkar fari í sparifötin og byrji loksins að tala um eldri borgara, ungt fólk og öryrkja. Það er því ekkert skrýtið að erfitt geti reynst að gera upp á milli stjórnmálaflokka í kosningabaráttu þar sem svo virðist sem allir vilji auka jöfnuð og velferð þessar síðustu vikur fyrir kjördag. Það getur því verið gott að fjarlægja kosningaloforðin og allt umstangið sem fylgir kosningum og líta á stóru myndina. Næstu alþingiskosningar munu snúast í megindráttum um tvo hluti, peninga og völd, og mun baráttan verða á milli ójafnaðarmanna og jafnaðarmanna. Ójafnaðarmenn sem nú eru í ríkisstjórn hafa gefið það út að þeir vilji einfalda skattkerfið og snúa baki við þrepaskiptu skattkerfi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að fjölga skattþrepum og hækka persónuafslátt til að lækka skatta á þá sem hafa minnst á milli handanna en hækka þá á þá sem eru tekjuhæstir í samfélaginu. Þannig vilja jafnaðarmenn auka ráðstöfunartekjur þeirra sem nú hafa minnst á milli handanna á kostnað þeirra sem synda í seðlum. Ójafnaðarmenn hafa gefið það út að þeir vilji berjast gegn nýrri stjórnarskrá, halda þannig völdum hjá valdhöfum og auðlindum frá almenningi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að færa völdin í auknum mæli til almennings og tryggja það að auðlindir landsins og stærri hluti af þeim arði sem skapast sé í almannaeigu. Það er gert með nýrri stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs. Stjórnmál á Íslandi eru alls ekkert flókin þó svo að við eigum það til að flækja þau með því að fara út í endalausa rökræðu um tæknilegar útfærslur. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn en til þess að tryggja það að jafnaðarmenn leiði næstu ríkisstjórn þurfum við sem þjóð að sameinast um grunngildin í stað þess að rífast um smáatriðin. Þetta er ekki flókið, við viljum auka jöfnuð með því að auka vald og ráðstöfunartekjur almennings á Íslandi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist óðum í kosningar og allir flokkar á fullu í að manna framboðslista sína. Það fylgir alltaf kosningabaráttu að stjórnmálaflokkar fari í sparifötin og byrji loksins að tala um eldri borgara, ungt fólk og öryrkja. Það er því ekkert skrýtið að erfitt geti reynst að gera upp á milli stjórnmálaflokka í kosningabaráttu þar sem svo virðist sem allir vilji auka jöfnuð og velferð þessar síðustu vikur fyrir kjördag. Það getur því verið gott að fjarlægja kosningaloforðin og allt umstangið sem fylgir kosningum og líta á stóru myndina. Næstu alþingiskosningar munu snúast í megindráttum um tvo hluti, peninga og völd, og mun baráttan verða á milli ójafnaðarmanna og jafnaðarmanna. Ójafnaðarmenn sem nú eru í ríkisstjórn hafa gefið það út að þeir vilji einfalda skattkerfið og snúa baki við þrepaskiptu skattkerfi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að fjölga skattþrepum og hækka persónuafslátt til að lækka skatta á þá sem hafa minnst á milli handanna en hækka þá á þá sem eru tekjuhæstir í samfélaginu. Þannig vilja jafnaðarmenn auka ráðstöfunartekjur þeirra sem nú hafa minnst á milli handanna á kostnað þeirra sem synda í seðlum. Ójafnaðarmenn hafa gefið það út að þeir vilji berjast gegn nýrri stjórnarskrá, halda þannig völdum hjá valdhöfum og auðlindum frá almenningi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að færa völdin í auknum mæli til almennings og tryggja það að auðlindir landsins og stærri hluti af þeim arði sem skapast sé í almannaeigu. Það er gert með nýrri stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs. Stjórnmál á Íslandi eru alls ekkert flókin þó svo að við eigum það til að flækja þau með því að fara út í endalausa rökræðu um tæknilegar útfærslur. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn en til þess að tryggja það að jafnaðarmenn leiði næstu ríkisstjórn þurfum við sem þjóð að sameinast um grunngildin í stað þess að rífast um smáatriðin. Þetta er ekki flókið, við viljum auka jöfnuð með því að auka vald og ráðstöfunartekjur almennings á Íslandi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun