Af búvörusamningum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Stjórnmálamenn og bændur eiga það sameiginlegt í störfum sínum að ótalmargt þarf að koma til svo að endanleg útkoma erfiðisins verði ásættanleg. Íslenskir bændur standa frammi fyrir meiri áskorunum af völdum náttúruaflanna en flestir erlendir starfsbræður þeirra en ná samt að framleiða landbúnaðarafurðir á heimsmælikvarða. Þessa dagana sitja þingmenn yfir tillögum hægristjórnarinnar að búvörusamningum við bændur. Þar gerum við í VG kröfu um að jafnvægi náist á milli hagsmuna bænda og neytenda, dýravelferðar og sjálfbærrar landnýtingar. Því miður vantar nokkuð upp á að uppskeran á þingi standi undir væntingum. Fyrir skemmstu lagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og kennari, krók á leið sína í aðsendum pistli í Fréttablaðinu til að setja Vinstrihreyfinguna – grænt framboð undir sama hatt og stjórnarflokkana tvo. „Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar“ er yfirskrift pistils Bolla þar sem hann varar við neikvæðum umhverfisáhrifum nýrra búvörusamninga, sem hann segir flokkana þrjá styðja. Við þetta er það að helst að athuga að þingmenn Vinstri grænna hafa ekki sagt að þeir styðji búvörusamningana, en við höfum verið reiðubúin að skoða hvaða breytingar til bóta er hægt að gera á þeim. Búvörusamningurinn sem Alþingi hefur nú til meðferðar er samningur hægriflokkanna við bændur, unninn án þess breiða pólitíska samráðs sem eðlilegra hefði verið í jafn umfangsmiklu máli. Vinstri græn komu fyrst að borðinu þegar samningunum var vísað til atvinnuveganefndar Alþingis, þar sem málið er nú til umræðu. Í störfum nefndarinnar hefur margt þróast til betri vegar, til dæmis hafa verið sett inn virk endurskoðunarákvæði eftir þrjú ár og skal sá tími nýttur til þess að koma með tillögur til úrbóta sem lagðar verði fyrir samningsaðila. Hvað varðar staðhæfingar Bolla um að í búvörusamningnum sé hvatt til gróðureyðingar á viðkvæmum svæðum, þá hafa fulltrúar Vinstri grænna lagt mikla áherslu á styrkari ákvæði um umhverfisþáttinn í búvörusamningnum – þótt enn sé ekki nógu langt gengið í þeim efnum að mati fulltrúa VG sem við undirstrikum m.a. í okkar nefndaráliti í atvinnuveganefnd. Þetta er í samræmi við nýsamþykkta landbúnaðarstefnu Vinstri grænna, sem kveður á um það að tryggja þurfi sjálfbæra landnýtingu, m.a. með skýrri rammaáætlun um landnýtingu, virkri beitarstjórnun í öllum landsfjórðungum og að sjálfbærni og náttúruvernd verði lykilþættir við landbúnaðarframleiðslu.Með skýrri sýn til framtíðar Þvert á það sem Bolli virðist telja, þá er landbúnaðarstefna Vinstri grænna bæði með sterkum umhverfisáherslum og með skýrri sýn til framtíðar. Hlýt ég því að hvetja hann til að kynna sér stefnuna, sem er aðgengileg á vef hreyfingarinnar. Þar getur hann líka lesið að það er skoðun landsfundar VG að það sé afar mikilvægt að stuðningskerfi landbúnaðarins sé til stöðugrar umræðu og endurskoðunar. Markmið ríkisins með stuðningi sínum er í senn að tryggja neytendum örugg og góð matvæli á hagstæðu verði og að viðhalda byggð um landið allt. Þó að margir frjálshyggjusinnar myndu vilja hafa hér einvörðungu frjálst markaðskerfi í landbúnaði – sem hætta er á að myndi leiða af sér enn frekari samþjöppun í framleiðslu og fákeppnismarkað með landbúnaðarvörur – er staðreyndin sú, að hið opinbera þarf að styðja við landbúnað og matvælaframleiðslu svo þessi framleiðsla geti þrifist og bændastéttin lifað af störfum sínum Horfumst í augu við það en tryggjum um leið viðunandi starfskilyrði bænda sem og viðunandi verð og framboð fyrir alla neytendur með umverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Það er hagur okkar allra.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn og bændur eiga það sameiginlegt í störfum sínum að ótalmargt þarf að koma til svo að endanleg útkoma erfiðisins verði ásættanleg. Íslenskir bændur standa frammi fyrir meiri áskorunum af völdum náttúruaflanna en flestir erlendir starfsbræður þeirra en ná samt að framleiða landbúnaðarafurðir á heimsmælikvarða. Þessa dagana sitja þingmenn yfir tillögum hægristjórnarinnar að búvörusamningum við bændur. Þar gerum við í VG kröfu um að jafnvægi náist á milli hagsmuna bænda og neytenda, dýravelferðar og sjálfbærrar landnýtingar. Því miður vantar nokkuð upp á að uppskeran á þingi standi undir væntingum. Fyrir skemmstu lagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og kennari, krók á leið sína í aðsendum pistli í Fréttablaðinu til að setja Vinstrihreyfinguna – grænt framboð undir sama hatt og stjórnarflokkana tvo. „Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar“ er yfirskrift pistils Bolla þar sem hann varar við neikvæðum umhverfisáhrifum nýrra búvörusamninga, sem hann segir flokkana þrjá styðja. Við þetta er það að helst að athuga að þingmenn Vinstri grænna hafa ekki sagt að þeir styðji búvörusamningana, en við höfum verið reiðubúin að skoða hvaða breytingar til bóta er hægt að gera á þeim. Búvörusamningurinn sem Alþingi hefur nú til meðferðar er samningur hægriflokkanna við bændur, unninn án þess breiða pólitíska samráðs sem eðlilegra hefði verið í jafn umfangsmiklu máli. Vinstri græn komu fyrst að borðinu þegar samningunum var vísað til atvinnuveganefndar Alþingis, þar sem málið er nú til umræðu. Í störfum nefndarinnar hefur margt þróast til betri vegar, til dæmis hafa verið sett inn virk endurskoðunarákvæði eftir þrjú ár og skal sá tími nýttur til þess að koma með tillögur til úrbóta sem lagðar verði fyrir samningsaðila. Hvað varðar staðhæfingar Bolla um að í búvörusamningnum sé hvatt til gróðureyðingar á viðkvæmum svæðum, þá hafa fulltrúar Vinstri grænna lagt mikla áherslu á styrkari ákvæði um umhverfisþáttinn í búvörusamningnum – þótt enn sé ekki nógu langt gengið í þeim efnum að mati fulltrúa VG sem við undirstrikum m.a. í okkar nefndaráliti í atvinnuveganefnd. Þetta er í samræmi við nýsamþykkta landbúnaðarstefnu Vinstri grænna, sem kveður á um það að tryggja þurfi sjálfbæra landnýtingu, m.a. með skýrri rammaáætlun um landnýtingu, virkri beitarstjórnun í öllum landsfjórðungum og að sjálfbærni og náttúruvernd verði lykilþættir við landbúnaðarframleiðslu.Með skýrri sýn til framtíðar Þvert á það sem Bolli virðist telja, þá er landbúnaðarstefna Vinstri grænna bæði með sterkum umhverfisáherslum og með skýrri sýn til framtíðar. Hlýt ég því að hvetja hann til að kynna sér stefnuna, sem er aðgengileg á vef hreyfingarinnar. Þar getur hann líka lesið að það er skoðun landsfundar VG að það sé afar mikilvægt að stuðningskerfi landbúnaðarins sé til stöðugrar umræðu og endurskoðunar. Markmið ríkisins með stuðningi sínum er í senn að tryggja neytendum örugg og góð matvæli á hagstæðu verði og að viðhalda byggð um landið allt. Þó að margir frjálshyggjusinnar myndu vilja hafa hér einvörðungu frjálst markaðskerfi í landbúnaði – sem hætta er á að myndi leiða af sér enn frekari samþjöppun í framleiðslu og fákeppnismarkað með landbúnaðarvörur – er staðreyndin sú, að hið opinbera þarf að styðja við landbúnað og matvælaframleiðslu svo þessi framleiðsla geti þrifist og bændastéttin lifað af störfum sínum Horfumst í augu við það en tryggjum um leið viðunandi starfskilyrði bænda sem og viðunandi verð og framboð fyrir alla neytendur með umverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Það er hagur okkar allra.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun