Nepal setur indverska lögreglumenn sem þóttust hafa klifið Everest í bann Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 23:12 Satyaru Sidhantha ásamt myndunum frægu. Til vinstri má sjá upprunalegu mynd hans og til hægri þá fölsuðu sem leiddi til bannsins. Vísir/Epa Yfirvöld í Nepal hafa sett tvo lögreglumann, sem héldu því fram að þau væru fyrsta indverska parið til að klífa Everest, í tíu ára fjallaklifursbann. Rannsókn yfirvalda hefur leitt í ljós að ljósmyndir sem sýna áttu parið á tindi fjallsins voru falsaðar. Banninu er ætlað að koma í veg fyrir að aðrir fjallgöngumenn falsi afrek sín. Margir þeirra sem klifið hafa Everest hafa í kjölfarið notið velgengni sem fyrirlesarar og rithöfundar. Yfirmaður ferðamáladeildar Nepal, Sudarshan Prasad Dhakal sagði í samtali við AFP að greining á ljósmyndum parsins sýni að þau höfðu sett sig og fána sinn inn á myndir sem teknar voru af öðrum fjallgöngumanni sem klifið hefur Everest. Satyaru Sidhantha, hefur nú stigið fram og sagt að myndirnar sem hjónin höfðu lagt fram til sönnunar væru í hans eigu. Þetta kemur fram á vef BBC.„Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá útskýringar frá þeim hafa þau ekki verið samvinnufús við rannsóknina,“ sagði Dhakal. Dinesh og Tarakeshwari Rathod, sem vinna sem lögregluþjónar í Pune borg á Indlandi, héldu því fram að þua hafi klifið Everest í maí síðastliðnum. Í júlí höfðu þau, ásamt fylgdarliði sínu, hafnað ásökunum um að hafa falsað myndirnar. Þá var einnig misræmi í dagsetningum sem hjónin gáfu upp. Ekki er talið að þau hafi getað náð tindi fjallsins eins fljótt og þau héldu fram, ásamt því að á myndunum sjást þau klæðast mismunandi skóm. Everest Nepal Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Yfirvöld í Nepal hafa sett tvo lögreglumann, sem héldu því fram að þau væru fyrsta indverska parið til að klífa Everest, í tíu ára fjallaklifursbann. Rannsókn yfirvalda hefur leitt í ljós að ljósmyndir sem sýna áttu parið á tindi fjallsins voru falsaðar. Banninu er ætlað að koma í veg fyrir að aðrir fjallgöngumenn falsi afrek sín. Margir þeirra sem klifið hafa Everest hafa í kjölfarið notið velgengni sem fyrirlesarar og rithöfundar. Yfirmaður ferðamáladeildar Nepal, Sudarshan Prasad Dhakal sagði í samtali við AFP að greining á ljósmyndum parsins sýni að þau höfðu sett sig og fána sinn inn á myndir sem teknar voru af öðrum fjallgöngumanni sem klifið hefur Everest. Satyaru Sidhantha, hefur nú stigið fram og sagt að myndirnar sem hjónin höfðu lagt fram til sönnunar væru í hans eigu. Þetta kemur fram á vef BBC.„Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá útskýringar frá þeim hafa þau ekki verið samvinnufús við rannsóknina,“ sagði Dhakal. Dinesh og Tarakeshwari Rathod, sem vinna sem lögregluþjónar í Pune borg á Indlandi, héldu því fram að þua hafi klifið Everest í maí síðastliðnum. Í júlí höfðu þau, ásamt fylgdarliði sínu, hafnað ásökunum um að hafa falsað myndirnar. Þá var einnig misræmi í dagsetningum sem hjónin gáfu upp. Ekki er talið að þau hafi getað náð tindi fjallsins eins fljótt og þau héldu fram, ásamt því að á myndunum sjást þau klæðast mismunandi skóm.
Everest Nepal Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira