Hlynur: Vó þungt að spila með Shouse Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. ágúst 2016 23:48 Hlynur skrifaði undir í Mathúsi Garðabæjar í gærkvöldi. Hér er hann með Skarphéðni Eiríkssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Mynd/Karl West Karlsson Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði Íslands í körfubolta, segir það hafa vegið þungt að fá að leika aftur með vini sínum Justin Shouse hjá Stjörnunni. Eins og sagt var frá kvöldfréttum Stöðvar 2 er Hlynur á leið í Garðabæinn, snúinn heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð þar sem hann hefur verið síðan 2010. Hjá Stjörnunni hittir Hlynur sinn gamla vin, en hann og Shouse léku fyrst saman hjá Snæfelli tímabilið 2006 til 2007. „Ég man vel eftir okkar tíma saman. Með réttu hefði kannski átt að reka hann eftir þrjá leiki,“ rifjar Hlynur upp og heldur áfram: „En svo fór hann batnandi og stóð sig frábærlega. Það verður ótrúlega gaman að leika með honum. Hann er frábær leikmaður og bara frábær gaur, virkilega góður liðsfélagi.“ Hlynur bætir því við að hjá Stjörnunni séu margir góðir leikmenn, en Stjarnan er með reynslumikið lið; Hlynur, Justin, Marvin Valdimarsson og Ágúst Angatýsson eru allir yfir þrítugt. Hann telur að liðið eigi góða möguleika á því að vera sterkt. „Ég ætla að vona að við náum að keppa um eitthvað. Vissulega er virkilega sterkt lið vestur í bæ sem er búið að vinna þrjú ár í röð og er nú komið með Jón [Arnór Stefánsson] líka, það lið verður erfitt viðureignar. En maður veit auðvitað aldrei hvað gerist í þessu, hvað verður. Hvernig lið standa sig, hvernig kana þau fá og svo framvegis."Þú varst einnig orðaður við KR, áður en þú komst í Stjörnuna. Margir ræddu um hvort að þetta myndi eyðileggja deildina, ef þú færir þangað. Hafði það áhrif á ákvörðun þína - heildin - að KR-liði hefði jafnvel orðið of gott og tekið alla spennu úr deildinni? „Ég viðurkenni það alveg, að hluta af mér langaði að spila með Jóni Arnóri, Pavel [Ermolinski], Sigga [Sigurði Þorvaldssyni], en við Siggi spiluðum auðvitað lengi saman. Finnur Freyr [Stefánsson] er auðvitað flottur þjálfari, hefur staðið sig mjög vel með landsliðinu. Ég held að það hefði verið ótrúlega erfitt að gera vel, því væntingarnar hefðu orðið svo miklar. Allir hefðu búist við rústi í hverjum leik, en það verður aldrei svoleiðis. Pressan verður allt öðruvísi við svona aðstæður og það getur hreinlega legið þungt á mönnum að spila körfubolta við þannig aðstæður að þú verðir að vinna með að minnsta kosti tuttugu stiga mun. Ég hugsaði mig alveg vel um og veit að það hefði verið gaman að spila með þessum strákum. En ég er mjög sáttur með ákvörðunina mína. Mér líður mjög vel með þetta allt og líst ákaflega vel á Stjörnuna og Garðabæinn.“ Hlynur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem leikur nú þrjá útileiki í röð í undankeppni Eurobasket, Evrópukeppninnar í körfubolta. Leikirnir eru gegn Kýpur, Belgíu og Sviss. Liðið hefur unnið einn leik, fyrsta leikinn gegn Sviss í gærkvöldi. Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira
Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði Íslands í körfubolta, segir það hafa vegið þungt að fá að leika aftur með vini sínum Justin Shouse hjá Stjörnunni. Eins og sagt var frá kvöldfréttum Stöðvar 2 er Hlynur á leið í Garðabæinn, snúinn heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð þar sem hann hefur verið síðan 2010. Hjá Stjörnunni hittir Hlynur sinn gamla vin, en hann og Shouse léku fyrst saman hjá Snæfelli tímabilið 2006 til 2007. „Ég man vel eftir okkar tíma saman. Með réttu hefði kannski átt að reka hann eftir þrjá leiki,“ rifjar Hlynur upp og heldur áfram: „En svo fór hann batnandi og stóð sig frábærlega. Það verður ótrúlega gaman að leika með honum. Hann er frábær leikmaður og bara frábær gaur, virkilega góður liðsfélagi.“ Hlynur bætir því við að hjá Stjörnunni séu margir góðir leikmenn, en Stjarnan er með reynslumikið lið; Hlynur, Justin, Marvin Valdimarsson og Ágúst Angatýsson eru allir yfir þrítugt. Hann telur að liðið eigi góða möguleika á því að vera sterkt. „Ég ætla að vona að við náum að keppa um eitthvað. Vissulega er virkilega sterkt lið vestur í bæ sem er búið að vinna þrjú ár í röð og er nú komið með Jón [Arnór Stefánsson] líka, það lið verður erfitt viðureignar. En maður veit auðvitað aldrei hvað gerist í þessu, hvað verður. Hvernig lið standa sig, hvernig kana þau fá og svo framvegis."Þú varst einnig orðaður við KR, áður en þú komst í Stjörnuna. Margir ræddu um hvort að þetta myndi eyðileggja deildina, ef þú færir þangað. Hafði það áhrif á ákvörðun þína - heildin - að KR-liði hefði jafnvel orðið of gott og tekið alla spennu úr deildinni? „Ég viðurkenni það alveg, að hluta af mér langaði að spila með Jóni Arnóri, Pavel [Ermolinski], Sigga [Sigurði Þorvaldssyni], en við Siggi spiluðum auðvitað lengi saman. Finnur Freyr [Stefánsson] er auðvitað flottur þjálfari, hefur staðið sig mjög vel með landsliðinu. Ég held að það hefði verið ótrúlega erfitt að gera vel, því væntingarnar hefðu orðið svo miklar. Allir hefðu búist við rústi í hverjum leik, en það verður aldrei svoleiðis. Pressan verður allt öðruvísi við svona aðstæður og það getur hreinlega legið þungt á mönnum að spila körfubolta við þannig aðstæður að þú verðir að vinna með að minnsta kosti tuttugu stiga mun. Ég hugsaði mig alveg vel um og veit að það hefði verið gaman að spila með þessum strákum. En ég er mjög sáttur með ákvörðunina mína. Mér líður mjög vel með þetta allt og líst ákaflega vel á Stjörnuna og Garðabæinn.“ Hlynur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem leikur nú þrjá útileiki í röð í undankeppni Eurobasket, Evrópukeppninnar í körfubolta. Leikirnir eru gegn Kýpur, Belgíu og Sviss. Liðið hefur unnið einn leik, fyrsta leikinn gegn Sviss í gærkvöldi.
Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira