Á annað hundrað þúsund manns á Menningarnótt Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. ágúst 2016 09:21 Myndin er gömul en sem fyrr var flugeldasýningin einn af hátindum hátíðarinnar. Vísir/Vilhelm Talið er að á um annað hundrað þúsund manns hafi skemmt sér í miðborg Reykjavíkur í gær en aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á Menningarnótt á 21 árs sögu hátíðarinnar. Fjöldanum var dreift með því að víkka út hátíðarsvæðið sem í þetta skiptið náði alla leið út á Granda. Einnig hjálpaði það að koma í veg fyrir of mikil þrengsli á einu svæði að hafa tvö stór svið, eitt í Hljómskálagarðinum og annað við Arnarhól. Á því fyrrnefnda var dagskrá frá morgni til kvölds. Í allt voru um 300 fjölbreyttir viðburðir á dagskrá Menningarnætur en fjölda margir aðrir viðburðir voru skipulagðir og framkvæmdir af einstaklingum utan dagskrá. Gestir miðbæjarins máttu sjá karlakóra syngjandi á götum úti, hljómsveitir í öðrum hverjum garði og ýmislegt skemmtilegt fyrir yngstu kynslóðina. Lögregla segir aðsóknina hafa verið jafna og þétta frá hádegi og fram eftir kvöldi.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Einstaklega góð stemning Sem fyrr, lauk Menningarnótt með flugeldasýningu undir stjórn Hjálparsveitar Skáta sem hófst rétt fyrir miðnætti. Lögregla segir að umferð frá miðborginni eftir hana hafa gengið greiðlega. Áshildur Bragadóttur forstöðukona Höfuðborgarstofu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu eftir að flugeldasýningu lauk; „Mig langar fyrir hönd stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstraraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega. Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma.“ Menningarnótt Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Talið er að á um annað hundrað þúsund manns hafi skemmt sér í miðborg Reykjavíkur í gær en aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á Menningarnótt á 21 árs sögu hátíðarinnar. Fjöldanum var dreift með því að víkka út hátíðarsvæðið sem í þetta skiptið náði alla leið út á Granda. Einnig hjálpaði það að koma í veg fyrir of mikil þrengsli á einu svæði að hafa tvö stór svið, eitt í Hljómskálagarðinum og annað við Arnarhól. Á því fyrrnefnda var dagskrá frá morgni til kvölds. Í allt voru um 300 fjölbreyttir viðburðir á dagskrá Menningarnætur en fjölda margir aðrir viðburðir voru skipulagðir og framkvæmdir af einstaklingum utan dagskrá. Gestir miðbæjarins máttu sjá karlakóra syngjandi á götum úti, hljómsveitir í öðrum hverjum garði og ýmislegt skemmtilegt fyrir yngstu kynslóðina. Lögregla segir aðsóknina hafa verið jafna og þétta frá hádegi og fram eftir kvöldi.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Einstaklega góð stemning Sem fyrr, lauk Menningarnótt með flugeldasýningu undir stjórn Hjálparsveitar Skáta sem hófst rétt fyrir miðnætti. Lögregla segir að umferð frá miðborginni eftir hana hafa gengið greiðlega. Áshildur Bragadóttur forstöðukona Höfuðborgarstofu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu eftir að flugeldasýningu lauk; „Mig langar fyrir hönd stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstraraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega. Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma.“
Menningarnótt Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent