Höfnum Illugafrumvarpinu Óskar Steinn Ómarsson skrifar 22. ágúst 2016 08:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hæpið er að frumvarpið verði að lögum fyrir kosningar. Sem betur fer, því frumvarpið felur í sér gríðarlega neikvæðar breytingar á námslánakerfinu. Með Illugafrumvarpinu munu allir námsmenn eiga rétt á styrk upp á 65 þúsund krónur á mánuði. Frábært, þetta hljómar vel. Loksins styrkjakerfi. En er málið svo einfalt? Nei, auðvitað ekki. Breytingarnar fela einnig í sér að verðtryggðir vextir af námslánum hækka úr einu í þrjú prósent. Þetta gerir lánin dýrari. Þá er tekjutenging afborgana afnumin, sem þýðir að greiðslubyrði þeirra með lág laun hækkar. Þessar breytingar munu éta upp ábatann af styrknum að mestu leyti og koma mörgum námsmönnum illa. Sem nemandi við Háskóla Íslands hafa viðbrögð Stúdentaráðs háskólans valdið mér miklum vonbrigðum. Formaðurinn fullyrðir að Illugafrumvarpið komi flestum nemendum við HÍ vel. Gott og vel, en hvað um þá hópa sem koma illa út úr hærri vöxtum og afnámi tekjutengingar? Hvað um væntanlega leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa og fjölmargar aðra hópa sem munu þurfa að þola þyngri greiðslubyrði af lánum sínum í nýja kerfinu? Eiga þessir hópar enga málsvara innan meirihluta Stúdentaráðs? Námsstyrkurinn er keyptur of háu verði. Fórnarkostnaðurinn af þessu frumvarpi er of hár. Það er hægt að tryggja öllum styrk til náms án þess að veikja stöðu barnafólks, fólks með lægri laun, fólks sem fer í nám erlendis og fólks sem af einhverjum ástæðum hefur nám seinna en aðrir. Innleiðum styrkjakerfi í íslensku menntakerfi, þó fyrr hefði verið. Fórnarkostnaðurinn má hins vegar ekki verða sá að Lánasjóðurinn hætti að vera sá félagslegi jöfnunarsjóður sem hann átti alltaf að vera. Með því að forgangsraða fjármunum til menntakerfisins getum við stórbætt það án þess að fórna öllu þessu. Við námsmenn eigum betra skilið. Höfnum Illugafrumvarpinu og hefjum vinnu við nýtt, réttlátt styrkjafrumvarp strax eftir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hæpið er að frumvarpið verði að lögum fyrir kosningar. Sem betur fer, því frumvarpið felur í sér gríðarlega neikvæðar breytingar á námslánakerfinu. Með Illugafrumvarpinu munu allir námsmenn eiga rétt á styrk upp á 65 þúsund krónur á mánuði. Frábært, þetta hljómar vel. Loksins styrkjakerfi. En er málið svo einfalt? Nei, auðvitað ekki. Breytingarnar fela einnig í sér að verðtryggðir vextir af námslánum hækka úr einu í þrjú prósent. Þetta gerir lánin dýrari. Þá er tekjutenging afborgana afnumin, sem þýðir að greiðslubyrði þeirra með lág laun hækkar. Þessar breytingar munu éta upp ábatann af styrknum að mestu leyti og koma mörgum námsmönnum illa. Sem nemandi við Háskóla Íslands hafa viðbrögð Stúdentaráðs háskólans valdið mér miklum vonbrigðum. Formaðurinn fullyrðir að Illugafrumvarpið komi flestum nemendum við HÍ vel. Gott og vel, en hvað um þá hópa sem koma illa út úr hærri vöxtum og afnámi tekjutengingar? Hvað um væntanlega leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa og fjölmargar aðra hópa sem munu þurfa að þola þyngri greiðslubyrði af lánum sínum í nýja kerfinu? Eiga þessir hópar enga málsvara innan meirihluta Stúdentaráðs? Námsstyrkurinn er keyptur of háu verði. Fórnarkostnaðurinn af þessu frumvarpi er of hár. Það er hægt að tryggja öllum styrk til náms án þess að veikja stöðu barnafólks, fólks með lægri laun, fólks sem fer í nám erlendis og fólks sem af einhverjum ástæðum hefur nám seinna en aðrir. Innleiðum styrkjakerfi í íslensku menntakerfi, þó fyrr hefði verið. Fórnarkostnaðurinn má hins vegar ekki verða sá að Lánasjóðurinn hætti að vera sá félagslegi jöfnunarsjóður sem hann átti alltaf að vera. Með því að forgangsraða fjármunum til menntakerfisins getum við stórbætt það án þess að fórna öllu þessu. Við námsmenn eigum betra skilið. Höfnum Illugafrumvarpinu og hefjum vinnu við nýtt, réttlátt styrkjafrumvarp strax eftir kosningar.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar