Enn fremur ákvað Speedo að verja 50 þúsundum dollara, jafnvirði tæpra sex milljóna króna, í góðgerðarmál fyrir bágstödd börn í Brasilíu.
„Samstarf okkar við Ryan hefur verið sigursælt undanfarinn áratug og hann hefur verið mikilvægur í Speedo-teyminu. Við getum ekki umborið hegðun hans sem er þvert á allt það sem ímynd okkar stendur fyrir,“ sagði í yfirlýsingu Speedo.
Lochte var aðalforkólfurinn meðal fjögurra bandarískra sundkappa sem lugu um að hafa verið rændir á meðan þeir í raun ollu skemmdum á bensínstöð í Ríó.
Málið hefur verið í heimsfréttunum síðustu daga enda var saga Lochte og félaga svakaleg. Lochte baðst svo afsökunar á öllu saman fyrir helgi.
The official response regarding our sponsorship of Ryan Lochte. pic.twitter.com/0DdP2RyceD
— Speedo USA (@SpeedoUSA) August 22, 2016