Flugvél WOW fékk fugl í hreyfil í flugtaki: „Urðum dauðskelkuð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2016 13:28 Snúa þurfti við flugvél WOW Air á leið frá Barcelona til Íslands í gær eftir að fugl lenti í hreyfli í vélarinnar. Vísir/Vilhelm Snúa þurfti við flugi WOW Air frá Barcelona til Íslands í gærkvöldi eftir að stór fugl lenti í hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtak. Farþegi um borð í vélinni segist hafa orðið dauðskelkaður en blossar og eldglæringar komu upp í hreyflinum við samstuðið við fuglinn. „Við fórum þarna í loftið í gærkvöldi. Þegar vélin er í risinu eftir flugtak heyrum við einhver óhljóð og svo sé bara blossana frá hreyflinum út um gluggann,“ segir Arnar Birgisson fasteignasali frá Akureyri sem var um borð í vélinni á leiðinni heim með fjölskyldu sína eftir frí á Spáni. „Þetta var ótrúleg upplifun og við urðum dauðskelkuð. Það er alveg skelfilegt að sjá svona eldglæringar,“ segir Arnar en fljótlega fengu farþegar þær upplýsingar að líklega hefði fugl lent í hreyflinum og að allir mælar flugvélarinnar sýndu að allt væri í lagi. Vélinni var snúið við og lent aftur í Barcelona eftir að hafa hringsólað í drjúga stund svo losa mætti um eldsneytisbirgðar vélarinnar. Var Arnari, fjölskyldu hans og öðrum farþegum svo komið fyrir á hóteli á meðan beðið er eftir brottför aftur heim til Íslands. Í samtali við Vísi staðfesti Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, að stór fugl hefði lent í hreyfli vélarinnar og til öryggis hafi verið ákveðið að snúa vélinni við. Eftir lendingu hafi komið í ljós að hreyfillinn var töluvert skemmdur og því voru farþegar vélarinnar sendir á hótel. Mun Wow Air senda flugvél frá Íslandi eftir farþegunum á meðan gert er við hina og er áætluð brottför í nótt. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Snúa þurfti við flugi WOW Air frá Barcelona til Íslands í gærkvöldi eftir að stór fugl lenti í hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtak. Farþegi um borð í vélinni segist hafa orðið dauðskelkaður en blossar og eldglæringar komu upp í hreyflinum við samstuðið við fuglinn. „Við fórum þarna í loftið í gærkvöldi. Þegar vélin er í risinu eftir flugtak heyrum við einhver óhljóð og svo sé bara blossana frá hreyflinum út um gluggann,“ segir Arnar Birgisson fasteignasali frá Akureyri sem var um borð í vélinni á leiðinni heim með fjölskyldu sína eftir frí á Spáni. „Þetta var ótrúleg upplifun og við urðum dauðskelkuð. Það er alveg skelfilegt að sjá svona eldglæringar,“ segir Arnar en fljótlega fengu farþegar þær upplýsingar að líklega hefði fugl lent í hreyflinum og að allir mælar flugvélarinnar sýndu að allt væri í lagi. Vélinni var snúið við og lent aftur í Barcelona eftir að hafa hringsólað í drjúga stund svo losa mætti um eldsneytisbirgðar vélarinnar. Var Arnari, fjölskyldu hans og öðrum farþegum svo komið fyrir á hóteli á meðan beðið er eftir brottför aftur heim til Íslands. Í samtali við Vísi staðfesti Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, að stór fugl hefði lent í hreyfli vélarinnar og til öryggis hafi verið ákveðið að snúa vélinni við. Eftir lendingu hafi komið í ljós að hreyfillinn var töluvert skemmdur og því voru farþegar vélarinnar sendir á hótel. Mun Wow Air senda flugvél frá Íslandi eftir farþegunum á meðan gert er við hina og er áætluð brottför í nótt.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira