Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar Bolli Héðinsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Búvörusamningarnir sem ofangreindir þrír flokkar á Alþingi hafa sameinast um að styðja eru sama eðlis og fyrri slíkir samningar sem gerðir hafa verið þar sem er hrært saman byggðastefnu og eðlilegu starfsumhverfi atvinnugreinarinnar landbúnaðar. Meðal þess sem sauðfjárhluti landbúnaðarsamningsins hvetur til er aukin gróðureyðing á viðkvæmum svæðum. Prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur varað við þessu í blaðagreinum án þess að því hafi verið mótmælt. Við eðlilegar kringumstæður væri staðið að slíkri samningagerð með allt öðrum hætti en gert var nú. Markmið slíks samnings yrðu væntanlega skilgreind á þá leið að stefnt væri að því að landbúnaði yrðu búin starfsskilyrði eins og hverri annarri atvinnugrein með lágmarksafskiptum ríkisvaldsins af framleiðslu bænda. Samhliða væri gerður annar samningur sem bændur gætu gengið að sem fjallaði um hvernig megi tryggja byggð um landið. Þar væri ekki verið að telja upp framleiðslu tiltekinna matvæla, sem skilyrði þess að bændur fái greitt, heldur fái þeir byggðastyrki sem fylgi byggðamarkmiðum eftir því hvar þeir búa. Þeir réðu því síðan sjálfir hvað þeir framleiddu.MS – einelt einokunarfyrirtæki? Einn forystumanna Vinstri grænna skrifaði grein í Frbl. til varnar Mjólkursamsölunni þar sem hann telur að MS sé lagt í einelti og minnir á að eigendur MS séu um 600 kúabændur sem hafa komið „sér upp samvinnu um fyrirtæki sem heitir MS til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“. Þetta er gott svo langt sem það nær ef ekki vildi svo til að fyrirtækið MS er nánast eitt á markaði og nýtur sérstakrar undanþágu frá samkeppnislögum. Hvað þætti okkur um ef t.d. bakarar, tölvufyrirtæki eða bílasalar gerðu slíkt hið sama, þ.e. komi „sér upp samvinnu um fyrirtæki […] til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“ og nytu til þess stuðnings ríkisvaldsins með undandþágu frá samkeppnislögum? Þetta hljómar e.t.v. ekki illa á pappír en trúir því nokkur að ríkisvernduð einokun færi neytendum þá fjölbreytni, verðlag og þjónustu sem almenningur gerir kröfur um?Landbúnaður eins og hver önnur atvinnugrein Ráðamenn landbúnaðar hafa alla tíð reynt að telja landsmönnum trú um að þeirra framleiðsla sé svo sérstök og öðruvísi að um hana gildi önnur lögmál en um aðra framleiðslu. Vissulega er hægt að sjá fyrir sér að fyrirtæki á borð við MS væri styrkt til að safna saman mjólk frá bændum vítt og breitt um landið og sjá úrvinnsluaðilum fyrir hráefni. En að bæði hráefna- og úrvinnsla megi vera á sömu hendi býður upp á einokun af versta tagi eins og landsmenn hafa fengið að finna fyrir og Samkeppnisstofnun hefur gert athugasemdir við. Það er sérstakt að árið 2016 skuli vera þrír stjórnmálaflokkar á Alþingi sem hafa enn ekki skilning á því að fjölbreytni og þróun framleiðsluvöru er ekki afgreidd í eitt skipti fyrir öll og að neytendur láta ekki lengur bjóða sér að sagt sé við þá líkt og haft var eftir formanni Bændasamtakanna að þjóðin gæti svo sem alveg fengið ákveðna tegund af osti af því að umbjóðendur hans framleiddu hana ekki! Slík afgreiðsla mála var algeng fyrr á tímum og ráðamenn telja augljóslega slíkar trakteringar ennþá boðlegar íslenskum almenningi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Búvörusamningarnir sem ofangreindir þrír flokkar á Alþingi hafa sameinast um að styðja eru sama eðlis og fyrri slíkir samningar sem gerðir hafa verið þar sem er hrært saman byggðastefnu og eðlilegu starfsumhverfi atvinnugreinarinnar landbúnaðar. Meðal þess sem sauðfjárhluti landbúnaðarsamningsins hvetur til er aukin gróðureyðing á viðkvæmum svæðum. Prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur varað við þessu í blaðagreinum án þess að því hafi verið mótmælt. Við eðlilegar kringumstæður væri staðið að slíkri samningagerð með allt öðrum hætti en gert var nú. Markmið slíks samnings yrðu væntanlega skilgreind á þá leið að stefnt væri að því að landbúnaði yrðu búin starfsskilyrði eins og hverri annarri atvinnugrein með lágmarksafskiptum ríkisvaldsins af framleiðslu bænda. Samhliða væri gerður annar samningur sem bændur gætu gengið að sem fjallaði um hvernig megi tryggja byggð um landið. Þar væri ekki verið að telja upp framleiðslu tiltekinna matvæla, sem skilyrði þess að bændur fái greitt, heldur fái þeir byggðastyrki sem fylgi byggðamarkmiðum eftir því hvar þeir búa. Þeir réðu því síðan sjálfir hvað þeir framleiddu.MS – einelt einokunarfyrirtæki? Einn forystumanna Vinstri grænna skrifaði grein í Frbl. til varnar Mjólkursamsölunni þar sem hann telur að MS sé lagt í einelti og minnir á að eigendur MS séu um 600 kúabændur sem hafa komið „sér upp samvinnu um fyrirtæki sem heitir MS til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“. Þetta er gott svo langt sem það nær ef ekki vildi svo til að fyrirtækið MS er nánast eitt á markaði og nýtur sérstakrar undanþágu frá samkeppnislögum. Hvað þætti okkur um ef t.d. bakarar, tölvufyrirtæki eða bílasalar gerðu slíkt hið sama, þ.e. komi „sér upp samvinnu um fyrirtæki […] til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“ og nytu til þess stuðnings ríkisvaldsins með undandþágu frá samkeppnislögum? Þetta hljómar e.t.v. ekki illa á pappír en trúir því nokkur að ríkisvernduð einokun færi neytendum þá fjölbreytni, verðlag og þjónustu sem almenningur gerir kröfur um?Landbúnaður eins og hver önnur atvinnugrein Ráðamenn landbúnaðar hafa alla tíð reynt að telja landsmönnum trú um að þeirra framleiðsla sé svo sérstök og öðruvísi að um hana gildi önnur lögmál en um aðra framleiðslu. Vissulega er hægt að sjá fyrir sér að fyrirtæki á borð við MS væri styrkt til að safna saman mjólk frá bændum vítt og breitt um landið og sjá úrvinnsluaðilum fyrir hráefni. En að bæði hráefna- og úrvinnsla megi vera á sömu hendi býður upp á einokun af versta tagi eins og landsmenn hafa fengið að finna fyrir og Samkeppnisstofnun hefur gert athugasemdir við. Það er sérstakt að árið 2016 skuli vera þrír stjórnmálaflokkar á Alþingi sem hafa enn ekki skilning á því að fjölbreytni og þróun framleiðsluvöru er ekki afgreidd í eitt skipti fyrir öll og að neytendur láta ekki lengur bjóða sér að sagt sé við þá líkt og haft var eftir formanni Bændasamtakanna að þjóðin gæti svo sem alveg fengið ákveðna tegund af osti af því að umbjóðendur hans framleiddu hana ekki! Slík afgreiðsla mála var algeng fyrr á tímum og ráðamenn telja augljóslega slíkar trakteringar ennþá boðlegar íslenskum almenningi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar