Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar Bolli Héðinsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Búvörusamningarnir sem ofangreindir þrír flokkar á Alþingi hafa sameinast um að styðja eru sama eðlis og fyrri slíkir samningar sem gerðir hafa verið þar sem er hrært saman byggðastefnu og eðlilegu starfsumhverfi atvinnugreinarinnar landbúnaðar. Meðal þess sem sauðfjárhluti landbúnaðarsamningsins hvetur til er aukin gróðureyðing á viðkvæmum svæðum. Prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur varað við þessu í blaðagreinum án þess að því hafi verið mótmælt. Við eðlilegar kringumstæður væri staðið að slíkri samningagerð með allt öðrum hætti en gert var nú. Markmið slíks samnings yrðu væntanlega skilgreind á þá leið að stefnt væri að því að landbúnaði yrðu búin starfsskilyrði eins og hverri annarri atvinnugrein með lágmarksafskiptum ríkisvaldsins af framleiðslu bænda. Samhliða væri gerður annar samningur sem bændur gætu gengið að sem fjallaði um hvernig megi tryggja byggð um landið. Þar væri ekki verið að telja upp framleiðslu tiltekinna matvæla, sem skilyrði þess að bændur fái greitt, heldur fái þeir byggðastyrki sem fylgi byggðamarkmiðum eftir því hvar þeir búa. Þeir réðu því síðan sjálfir hvað þeir framleiddu.MS – einelt einokunarfyrirtæki? Einn forystumanna Vinstri grænna skrifaði grein í Frbl. til varnar Mjólkursamsölunni þar sem hann telur að MS sé lagt í einelti og minnir á að eigendur MS séu um 600 kúabændur sem hafa komið „sér upp samvinnu um fyrirtæki sem heitir MS til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“. Þetta er gott svo langt sem það nær ef ekki vildi svo til að fyrirtækið MS er nánast eitt á markaði og nýtur sérstakrar undanþágu frá samkeppnislögum. Hvað þætti okkur um ef t.d. bakarar, tölvufyrirtæki eða bílasalar gerðu slíkt hið sama, þ.e. komi „sér upp samvinnu um fyrirtæki […] til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“ og nytu til þess stuðnings ríkisvaldsins með undandþágu frá samkeppnislögum? Þetta hljómar e.t.v. ekki illa á pappír en trúir því nokkur að ríkisvernduð einokun færi neytendum þá fjölbreytni, verðlag og þjónustu sem almenningur gerir kröfur um?Landbúnaður eins og hver önnur atvinnugrein Ráðamenn landbúnaðar hafa alla tíð reynt að telja landsmönnum trú um að þeirra framleiðsla sé svo sérstök og öðruvísi að um hana gildi önnur lögmál en um aðra framleiðslu. Vissulega er hægt að sjá fyrir sér að fyrirtæki á borð við MS væri styrkt til að safna saman mjólk frá bændum vítt og breitt um landið og sjá úrvinnsluaðilum fyrir hráefni. En að bæði hráefna- og úrvinnsla megi vera á sömu hendi býður upp á einokun af versta tagi eins og landsmenn hafa fengið að finna fyrir og Samkeppnisstofnun hefur gert athugasemdir við. Það er sérstakt að árið 2016 skuli vera þrír stjórnmálaflokkar á Alþingi sem hafa enn ekki skilning á því að fjölbreytni og þróun framleiðsluvöru er ekki afgreidd í eitt skipti fyrir öll og að neytendur láta ekki lengur bjóða sér að sagt sé við þá líkt og haft var eftir formanni Bændasamtakanna að þjóðin gæti svo sem alveg fengið ákveðna tegund af osti af því að umbjóðendur hans framleiddu hana ekki! Slík afgreiðsla mála var algeng fyrr á tímum og ráðamenn telja augljóslega slíkar trakteringar ennþá boðlegar íslenskum almenningi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Búvörusamningarnir sem ofangreindir þrír flokkar á Alþingi hafa sameinast um að styðja eru sama eðlis og fyrri slíkir samningar sem gerðir hafa verið þar sem er hrært saman byggðastefnu og eðlilegu starfsumhverfi atvinnugreinarinnar landbúnaðar. Meðal þess sem sauðfjárhluti landbúnaðarsamningsins hvetur til er aukin gróðureyðing á viðkvæmum svæðum. Prófessor við Landbúnaðarháskólann hefur varað við þessu í blaðagreinum án þess að því hafi verið mótmælt. Við eðlilegar kringumstæður væri staðið að slíkri samningagerð með allt öðrum hætti en gert var nú. Markmið slíks samnings yrðu væntanlega skilgreind á þá leið að stefnt væri að því að landbúnaði yrðu búin starfsskilyrði eins og hverri annarri atvinnugrein með lágmarksafskiptum ríkisvaldsins af framleiðslu bænda. Samhliða væri gerður annar samningur sem bændur gætu gengið að sem fjallaði um hvernig megi tryggja byggð um landið. Þar væri ekki verið að telja upp framleiðslu tiltekinna matvæla, sem skilyrði þess að bændur fái greitt, heldur fái þeir byggðastyrki sem fylgi byggðamarkmiðum eftir því hvar þeir búa. Þeir réðu því síðan sjálfir hvað þeir framleiddu.MS – einelt einokunarfyrirtæki? Einn forystumanna Vinstri grænna skrifaði grein í Frbl. til varnar Mjólkursamsölunni þar sem hann telur að MS sé lagt í einelti og minnir á að eigendur MS séu um 600 kúabændur sem hafa komið „sér upp samvinnu um fyrirtæki sem heitir MS til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“. Þetta er gott svo langt sem það nær ef ekki vildi svo til að fyrirtækið MS er nánast eitt á markaði og nýtur sérstakrar undanþágu frá samkeppnislögum. Hvað þætti okkur um ef t.d. bakarar, tölvufyrirtæki eða bílasalar gerðu slíkt hið sama, þ.e. komi „sér upp samvinnu um fyrirtæki […] til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur“ og nytu til þess stuðnings ríkisvaldsins með undandþágu frá samkeppnislögum? Þetta hljómar e.t.v. ekki illa á pappír en trúir því nokkur að ríkisvernduð einokun færi neytendum þá fjölbreytni, verðlag og þjónustu sem almenningur gerir kröfur um?Landbúnaður eins og hver önnur atvinnugrein Ráðamenn landbúnaðar hafa alla tíð reynt að telja landsmönnum trú um að þeirra framleiðsla sé svo sérstök og öðruvísi að um hana gildi önnur lögmál en um aðra framleiðslu. Vissulega er hægt að sjá fyrir sér að fyrirtæki á borð við MS væri styrkt til að safna saman mjólk frá bændum vítt og breitt um landið og sjá úrvinnsluaðilum fyrir hráefni. En að bæði hráefna- og úrvinnsla megi vera á sömu hendi býður upp á einokun af versta tagi eins og landsmenn hafa fengið að finna fyrir og Samkeppnisstofnun hefur gert athugasemdir við. Það er sérstakt að árið 2016 skuli vera þrír stjórnmálaflokkar á Alþingi sem hafa enn ekki skilning á því að fjölbreytni og þróun framleiðsluvöru er ekki afgreidd í eitt skipti fyrir öll og að neytendur láta ekki lengur bjóða sér að sagt sé við þá líkt og haft var eftir formanni Bændasamtakanna að þjóðin gæti svo sem alveg fengið ákveðna tegund af osti af því að umbjóðendur hans framleiddu hana ekki! Slík afgreiðsla mála var algeng fyrr á tímum og ráðamenn telja augljóslega slíkar trakteringar ennþá boðlegar íslenskum almenningi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun