Íslenski tölvuleikurinn Drexler er eitt verkefnanna sem unnið hefur verið að í viðskiptahraðlinum í sumar. Drexler er tónlistardrifinn fjölnotendahlutverkaleikur (MMORPG) þar sem notendur búa sér til persónu og semja lög til að þróast í leiknum. Ein rúsínan í pylsuendanum er síðan heilmyndartækni sem leikurinn býr yfir þannig að notendur geta séð persónur sínar vakna til lífsins.
„Þegar þú spilar tölvuleiki eða horfir á tónlistarmyndbönd þá er bil á milli þín og afþreyingarinnar. Við viljum brúa þetta bil,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, einn frumkvöðlanna í teyminu á bakvið Drexler. Teymið telur ellefu manns og eru meðal annars í því tónlistarmenn, grafískir hönnuðir, kvikarar og forritarar.
Sigurður mætti ásamt Starra Haukssyni í viðtal í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem þeir útskýrðu verkefnið. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Sigurður segir það lítið mál að smíða heilmyndagáttina en hana er til dæmis hægt að útbúa úr gömlu geisladiskahulstri. Hér er kennslumyndband um hvernig á að föndra gáttina.
„Tónlistin er myndgerð með heilmyndatækni. Persónur í leiknum lifna við og spila tónlistina fyrir framan þig.“
Platome
Framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum.
Convex
Litríkur og fjölskylduvænn ævintýraleikur.
Strivo
Veitir þjálfurum/einkaþjálfurum tækifæri til að selja þjónustu sína á nýju og áhugaverðu sniði.
Lava Show
Mögnuð sýning þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili.
Hringborð
App sem er vettvangur fyrir stúdenta til að deila glósum og námsefni sín á milli.
Isold Film
Lána- og fjárfestingarsjóður fyrir kvikmynda og sjónvarpsgerð.
FLOW
Býður upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan.
TotalHost
Gerir Airbnb leigusölum kleift að fá greidda söluþóknun fyrir bókaðar ferðir innanlands.
Moon Chocolate
Framleiðir hágæða súkkulaði sem er búið til frá grunni.