Apple lagar öryggisgalla í nýjustu uppfærslu sinni Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 21:01 Búið er að senda út aðra uppfærslu sem lagar öryggisgallann. Getty Galli í nýjustu uppfærslunni á iOS stýrikerfi Apple gerði það kleift að hægt væri að hakka sig inn í iPhone síma og koma þar fyrir njósnavírus með aðeins einum smelli. Apple hefur nú sent út aðra uppfærslu sem lagar þennan galla.BBC fjallaði um málið fyrr í kvöld. Upp komst um gallann þegar mannréttindalögfræðingurinn Ahmed Mansoor fékk send sms skilaboð í iPhone 6 síma sinn með upplýsingum um meintar pyntingar sem áttu að hafa átt sér stað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Innihéldu skilaboðin hlekki sem áttu að beina viðtakanda á upptökur af meintum pyntingum. Ef smellt hefði verið á hlekkina hefði sími Ahmed samstundis sýkst af vírus sem hefði getað njósnað um nærumhverfi hans í gegnum myndavél og hljóðnema símans. Ahmed Mansoor lét öryggisfyrirtækin Citizen Lab og Lookout samstundis vita, sem gátu flýtt fyrir því að gallinn yrði lagaður. Halda þeir að njósnaforritið sem um ræðir hafi verið forritað af ísraelskum internethryðjuverkasamtökum sem kalla sig NSO Group. „Þetta er háþróaðasta njósnaforrit sem við höfum fundið,“ er haft eftir starfsmanni Lookout í frétt BBC. „Viðbrögð Apple hafa verið mjög hröð, svo við hvetjum alla iOS notendur til að uppfæra stýrikerfin sín sem allra fyrst.“ Tækni Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Galli í nýjustu uppfærslunni á iOS stýrikerfi Apple gerði það kleift að hægt væri að hakka sig inn í iPhone síma og koma þar fyrir njósnavírus með aðeins einum smelli. Apple hefur nú sent út aðra uppfærslu sem lagar þennan galla.BBC fjallaði um málið fyrr í kvöld. Upp komst um gallann þegar mannréttindalögfræðingurinn Ahmed Mansoor fékk send sms skilaboð í iPhone 6 síma sinn með upplýsingum um meintar pyntingar sem áttu að hafa átt sér stað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Innihéldu skilaboðin hlekki sem áttu að beina viðtakanda á upptökur af meintum pyntingum. Ef smellt hefði verið á hlekkina hefði sími Ahmed samstundis sýkst af vírus sem hefði getað njósnað um nærumhverfi hans í gegnum myndavél og hljóðnema símans. Ahmed Mansoor lét öryggisfyrirtækin Citizen Lab og Lookout samstundis vita, sem gátu flýtt fyrir því að gallinn yrði lagaður. Halda þeir að njósnaforritið sem um ræðir hafi verið forritað af ísraelskum internethryðjuverkasamtökum sem kalla sig NSO Group. „Þetta er háþróaðasta njósnaforrit sem við höfum fundið,“ er haft eftir starfsmanni Lookout í frétt BBC. „Viðbrögð Apple hafa verið mjög hröð, svo við hvetjum alla iOS notendur til að uppfæra stýrikerfin sín sem allra fyrst.“
Tækni Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira