Fimm kíló af garni sem segja sögu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 10:00 Ýr kláraði nám í textílhönnun við Myndlistaskólann í Reykjavík og hefur unnið að ýmiss konar textílverkefnum undir nafninu Ýrúrarí frá árinu 2012. Vísir/Ernir Í byrjun sumars ákvað ég að byrja að reyna að prjóna úr öllu garninu sem ég á. Ég er að flytja til Glasgow og vil ekki skilja eftir ótrúlega mikið af dóti hjá mömmu og pabba,“ segir textíl- og fatahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem unnið hefur að ýmsum textílverkefnum undanfarin ár undir nafninu Ýrúrarí. Næstkomandi fimmtudag opnar hún sína fyrstu einkasýningu, Sweater story. Á sýningunni má sjá ellefu peysur sem saman segja sögu um bakgrunn peysanna og eru þær líkt og áður sagði unnar úr garni sem orðið hafði afgangs úr öðrum verkefnum eða Ýr hafði ekki komist í að nota. „Ég fór að vinna út frá gömlum hugmyndum af því ég vissi ekki alveg nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera. Ég þurfti einhvern veginn að tengja þær allar saman og það varð bara til einhver saga,“ segir Ýr og bætir við að þegar peysunum sé raðað upp í rétta röð myndi þær heildstæða sögu um bakgrunn tveggja peysa. Ýr segir hugsanlegt að næturvaktir hafi að einhverju leyti orðið til þess að hugmyndin kviknaði. Að vaka á nóttunni valdi oft óvenjulegum hugdettum. „Ég vann líka alla litavinnuna út frá þessu garni sem ég átti og þegar fór að líða á peysurnar fóru ákveðnir litir að klárast og sumar þeirra skipta um lit á skrítnum stöðum,“ segir Ýr. Þegar hún er spurð að því hvort ekki hafi gengið töluvert á garnbirgðirnar í þessu verkefni hlær hún: „Ég vigtaði einmitt peysurnar um daginn og þær vega fimm kíló. Þannig að það er vissulega einhver munur en sést nú eiginlega ekki á garnsafninu samt,“ segir hún en garninu hefur hún sankað að sér víðsvegar að og er margt af því „second-hand“. Peysurnar eru prjónaðar á prjónavél, handsaumaðar saman og skreyttar með útsaumi og handprjónuðum stykkjum og tekur töluverðan tíma að setja hverja peysu saman. Nafn sýningarinnar segir Ýr að tengist mögulega hinni ástsælu teiknimynd Toy Story. „Nafnið bara festist í hausnum á mér og ég veit ekki alveg af hverju það er á ensku. Ég tengi þetta smá við Toy Story, þetta eru peysur sem fá líf eins og dótið í myndinni,“ segir hún og bætir við að tilgangur sýningarinnar sé ekki einungis að losa um pláss áður en hún flytur út heldur vilji hún líka vekja fólk til umhugsunar um fataframleiðslu og hversu mikil vinna og vinnuafl fer í hverja flík. Sýningin verður opnuð í Galleríi Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, þann 1. september klukkan 18.30. Við opnun sýningarinnar verður opnunarathöfn þar sem sagan er útskýrð í orðum, hljóði og dansi. Einnig verður útgáfa á Sweater story vasabók sem gefur góða yfirsýn yfir verkið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst. Menning Tíska og hönnun Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í byrjun sumars ákvað ég að byrja að reyna að prjóna úr öllu garninu sem ég á. Ég er að flytja til Glasgow og vil ekki skilja eftir ótrúlega mikið af dóti hjá mömmu og pabba,“ segir textíl- og fatahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem unnið hefur að ýmsum textílverkefnum undanfarin ár undir nafninu Ýrúrarí. Næstkomandi fimmtudag opnar hún sína fyrstu einkasýningu, Sweater story. Á sýningunni má sjá ellefu peysur sem saman segja sögu um bakgrunn peysanna og eru þær líkt og áður sagði unnar úr garni sem orðið hafði afgangs úr öðrum verkefnum eða Ýr hafði ekki komist í að nota. „Ég fór að vinna út frá gömlum hugmyndum af því ég vissi ekki alveg nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera. Ég þurfti einhvern veginn að tengja þær allar saman og það varð bara til einhver saga,“ segir Ýr og bætir við að þegar peysunum sé raðað upp í rétta röð myndi þær heildstæða sögu um bakgrunn tveggja peysa. Ýr segir hugsanlegt að næturvaktir hafi að einhverju leyti orðið til þess að hugmyndin kviknaði. Að vaka á nóttunni valdi oft óvenjulegum hugdettum. „Ég vann líka alla litavinnuna út frá þessu garni sem ég átti og þegar fór að líða á peysurnar fóru ákveðnir litir að klárast og sumar þeirra skipta um lit á skrítnum stöðum,“ segir Ýr. Þegar hún er spurð að því hvort ekki hafi gengið töluvert á garnbirgðirnar í þessu verkefni hlær hún: „Ég vigtaði einmitt peysurnar um daginn og þær vega fimm kíló. Þannig að það er vissulega einhver munur en sést nú eiginlega ekki á garnsafninu samt,“ segir hún en garninu hefur hún sankað að sér víðsvegar að og er margt af því „second-hand“. Peysurnar eru prjónaðar á prjónavél, handsaumaðar saman og skreyttar með útsaumi og handprjónuðum stykkjum og tekur töluverðan tíma að setja hverja peysu saman. Nafn sýningarinnar segir Ýr að tengist mögulega hinni ástsælu teiknimynd Toy Story. „Nafnið bara festist í hausnum á mér og ég veit ekki alveg af hverju það er á ensku. Ég tengi þetta smá við Toy Story, þetta eru peysur sem fá líf eins og dótið í myndinni,“ segir hún og bætir við að tilgangur sýningarinnar sé ekki einungis að losa um pláss áður en hún flytur út heldur vilji hún líka vekja fólk til umhugsunar um fataframleiðslu og hversu mikil vinna og vinnuafl fer í hverja flík. Sýningin verður opnuð í Galleríi Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, þann 1. september klukkan 18.30. Við opnun sýningarinnar verður opnunarathöfn þar sem sagan er útskýrð í orðum, hljóði og dansi. Einnig verður útgáfa á Sweater story vasabók sem gefur góða yfirsýn yfir verkið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst.
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira