Segir skjótan endi ekki í sjónmáli Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2016 15:00 Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands. Vísir/AFP Tyrkneski herinn verður eins lengi í Sýrlandi og nauðsynlegt er. Þar til landamæri Tyrklands hafa verið hreinsuð af vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum vígahópum. Þetta kom fram á blaðamannafundi Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, í dag. Hann brást reiður við þegar blaðamenn spurðu hann út í ásakanir um að markmið tyrkneska hersins í Sýrlandi væri ekki að berjast gegn ISIS, heldur að stöðva sókn sýrlenskra Kúrda, YPG, vestur með landamærum Tyrklands. Yildirim sagði það hreinar lygar og gagnrýndi fjölmiðla harðlega. „Markmið hermanna okkar er að tryggja öryggi landamæra okkar og líf og eigur borgara okkar. Fréttirnar eru annars bara lygi. Þið segið lygar um að Tyrkir berjist ekki af krafti gegn ISIS, en þegar við björgum saklausum lífium skrifið þið þetta.“ Tyrkir segir Kúrda ætla sér að stofna sjálfstætt ríki innan Sýrlands og það vilja þeir koma í veg fyrir.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Minnst ellefu lögregluþjónar létu lífið í sjálfsmorðsárás í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Verkamannaflokkur Kúrda, PKK, hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fjöldi manna eru særðir og er ljóst að bílasprengjan sem sprengd var fyrir utan lögreglustöð þar í bæ var gífurlega stór. Yfirvöld í Tyrklandi hafa hins vegar komið í veg fyrir að fjölmiðlar og aðrir geti virt fyrir sér aðstæður í Cizre. Sky News heldur því fram að ástæða þess sé sú að þeir vilji ekki að blaðamenn og ljósmyndarar sjái hve illa bærinn er farinn eftir hernaðaraðgerir Tyrkja. PKK hefur í rúma þrjá áratugi barist fyrir sjálfstæði 20 til 25 milljóna Kúrda í Tyrklandi. Uppreisnin hefur verið blóðug en að miklu leyti hefur hún beinst gegn hermönnum, lögegluþjónum og starfsmönnum hins opinbera.Sky News segir herinn hafa beitt skriðdrekum og þyrlum gegn Cizre og Kúrdum þar sem tekið hafa upp vopn gegn hernum. Á síðustu tveimur árum hafi nokkrir harðir bardagar átt sér stað í bænum. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Tyrkneski herinn verður eins lengi í Sýrlandi og nauðsynlegt er. Þar til landamæri Tyrklands hafa verið hreinsuð af vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum vígahópum. Þetta kom fram á blaðamannafundi Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, í dag. Hann brást reiður við þegar blaðamenn spurðu hann út í ásakanir um að markmið tyrkneska hersins í Sýrlandi væri ekki að berjast gegn ISIS, heldur að stöðva sókn sýrlenskra Kúrda, YPG, vestur með landamærum Tyrklands. Yildirim sagði það hreinar lygar og gagnrýndi fjölmiðla harðlega. „Markmið hermanna okkar er að tryggja öryggi landamæra okkar og líf og eigur borgara okkar. Fréttirnar eru annars bara lygi. Þið segið lygar um að Tyrkir berjist ekki af krafti gegn ISIS, en þegar við björgum saklausum lífium skrifið þið þetta.“ Tyrkir segir Kúrda ætla sér að stofna sjálfstætt ríki innan Sýrlands og það vilja þeir koma í veg fyrir.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Minnst ellefu lögregluþjónar létu lífið í sjálfsmorðsárás í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Verkamannaflokkur Kúrda, PKK, hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fjöldi manna eru særðir og er ljóst að bílasprengjan sem sprengd var fyrir utan lögreglustöð þar í bæ var gífurlega stór. Yfirvöld í Tyrklandi hafa hins vegar komið í veg fyrir að fjölmiðlar og aðrir geti virt fyrir sér aðstæður í Cizre. Sky News heldur því fram að ástæða þess sé sú að þeir vilji ekki að blaðamenn og ljósmyndarar sjái hve illa bærinn er farinn eftir hernaðaraðgerir Tyrkja. PKK hefur í rúma þrjá áratugi barist fyrir sjálfstæði 20 til 25 milljóna Kúrda í Tyrklandi. Uppreisnin hefur verið blóðug en að miklu leyti hefur hún beinst gegn hermönnum, lögegluþjónum og starfsmönnum hins opinbera.Sky News segir herinn hafa beitt skriðdrekum og þyrlum gegn Cizre og Kúrdum þar sem tekið hafa upp vopn gegn hernum. Á síðustu tveimur árum hafi nokkrir harðir bardagar átt sér stað í bænum. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira