Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu þórgnýr einar albertsson skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Kröfuganga sænska arms Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á þjóðhátíðardaginn sjötta júní árið 2007. Mynd/Peter Isotalo „Þetta er eina leiðin til þess að fólk okkar lifi af þegar litið er til langs tíma,“ segir í nafnlausu svari Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hreyfingin er samnorræn og starfar í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Hún segist þó vera að koma sér fyrir hér á landi. Hreyfingin vakti athygli hér á landi um síðustu mánaðamót og fjallaði Ríkisútvarpið um að hún hefði dreift blöðum á heimili fólks þar sem auglýst var eftir „frelsishetjum“. Í viðtali við RÚV um mánaðamótin kallaði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hana nýnasistahreyfingu. Einnig var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli að fylgjast með framgangi hreyfingarinnar. Fréttablaðið fann ekki upplýsingar á vef hreyfingarinnar um meðlimi hennar. Aðspurð hversu margir séu í Norrænu mótstöðuhreyfingunni var svarað: „Við höfum ákveðna öryggisstefnu og kjósum að svara þessari spurningu um fjölda meðlima. Við erum vaxandi samtök og munum vaxa enn meira meðan pólitíkusar munu gera okkar fólki erfiðara fyrir.“ Stefna hreyfingarinnar er ekki sett á þingkosningar. Það er þó ekki útilokað en hreyfingin segist ekki pólitískur flokkur. „Við erum breið samtök sem störfum aðallega utan þings. Framtíðin mun aðeins svara því hvort eða hvenær við munum reka kosningaherferð á Íslandi,“ segir í svarinu. Á vefsíðu hreyfingarinnar má finna stefnu hennar og gildi. Stefnt er að því að umbylta samfélaginu undir merkjum þjóðernisfélagshyggju. „Við erum borgaraleg og lögleg stjórnarandstöðuhreyfing. Norræna mótstöðuhreyfingi er ekki einhvers konar net af vinum eða hugmyndasmiðja sem heldur uppi umræðum. Við erum vel skipulögð samtök með innri valdauppbyggingu, leiðtogastöður og vel skilgreindar hugsjónir og skuldbindingar,“ segir á vefsíðunni. Þá er það einnig vilji hreyfingarinnar að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum uppruna. Skapa á norrænt samfélag með sameiginlegum her og taka upp herskyldu. Eins og áður kom fram hefur hreyfingin verið bendluð við nýnasisma. Í grein sinni „Hugtakið nasisti“ skrifar Pär Öberg, talsmaður sænska hluta hreyfingarinnar, um að það sé ekki rétt. Sjálfir hafi nasistar í seinni heimsstyrjöld aldrei kallað sig því nafni. Þar að auki ætti að kalla hugmyndafræði Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar sínu rétta nafni, þjóðernisfélagshyggju. Hafa ber þó í huga að þjóðernisfélagshyggja myndi útleggjast á þýsku sem Nationalsozialismus, orðið sem stytt var í Nazismus á þýsku og þaðan þýtt í nasismi. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
„Þetta er eina leiðin til þess að fólk okkar lifi af þegar litið er til langs tíma,“ segir í nafnlausu svari Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hreyfingin er samnorræn og starfar í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Hún segist þó vera að koma sér fyrir hér á landi. Hreyfingin vakti athygli hér á landi um síðustu mánaðamót og fjallaði Ríkisútvarpið um að hún hefði dreift blöðum á heimili fólks þar sem auglýst var eftir „frelsishetjum“. Í viðtali við RÚV um mánaðamótin kallaði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hana nýnasistahreyfingu. Einnig var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli að fylgjast með framgangi hreyfingarinnar. Fréttablaðið fann ekki upplýsingar á vef hreyfingarinnar um meðlimi hennar. Aðspurð hversu margir séu í Norrænu mótstöðuhreyfingunni var svarað: „Við höfum ákveðna öryggisstefnu og kjósum að svara þessari spurningu um fjölda meðlima. Við erum vaxandi samtök og munum vaxa enn meira meðan pólitíkusar munu gera okkar fólki erfiðara fyrir.“ Stefna hreyfingarinnar er ekki sett á þingkosningar. Það er þó ekki útilokað en hreyfingin segist ekki pólitískur flokkur. „Við erum breið samtök sem störfum aðallega utan þings. Framtíðin mun aðeins svara því hvort eða hvenær við munum reka kosningaherferð á Íslandi,“ segir í svarinu. Á vefsíðu hreyfingarinnar má finna stefnu hennar og gildi. Stefnt er að því að umbylta samfélaginu undir merkjum þjóðernisfélagshyggju. „Við erum borgaraleg og lögleg stjórnarandstöðuhreyfing. Norræna mótstöðuhreyfingi er ekki einhvers konar net af vinum eða hugmyndasmiðja sem heldur uppi umræðum. Við erum vel skipulögð samtök með innri valdauppbyggingu, leiðtogastöður og vel skilgreindar hugsjónir og skuldbindingar,“ segir á vefsíðunni. Þá er það einnig vilji hreyfingarinnar að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum uppruna. Skapa á norrænt samfélag með sameiginlegum her og taka upp herskyldu. Eins og áður kom fram hefur hreyfingin verið bendluð við nýnasisma. Í grein sinni „Hugtakið nasisti“ skrifar Pär Öberg, talsmaður sænska hluta hreyfingarinnar, um að það sé ekki rétt. Sjálfir hafi nasistar í seinni heimsstyrjöld aldrei kallað sig því nafni. Þar að auki ætti að kalla hugmyndafræði Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar sínu rétta nafni, þjóðernisfélagshyggju. Hafa ber þó í huga að þjóðernisfélagshyggja myndi útleggjast á þýsku sem Nationalsozialismus, orðið sem stytt var í Nazismus á þýsku og þaðan þýtt í nasismi.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira