Ísland verði bara fyrir fólk úr Norður-Evrópu þórgnýr einar albertsson skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Kröfuganga sænska arms Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á þjóðhátíðardaginn sjötta júní árið 2007. Mynd/Peter Isotalo „Þetta er eina leiðin til þess að fólk okkar lifi af þegar litið er til langs tíma,“ segir í nafnlausu svari Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hreyfingin er samnorræn og starfar í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Hún segist þó vera að koma sér fyrir hér á landi. Hreyfingin vakti athygli hér á landi um síðustu mánaðamót og fjallaði Ríkisútvarpið um að hún hefði dreift blöðum á heimili fólks þar sem auglýst var eftir „frelsishetjum“. Í viðtali við RÚV um mánaðamótin kallaði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hana nýnasistahreyfingu. Einnig var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli að fylgjast með framgangi hreyfingarinnar. Fréttablaðið fann ekki upplýsingar á vef hreyfingarinnar um meðlimi hennar. Aðspurð hversu margir séu í Norrænu mótstöðuhreyfingunni var svarað: „Við höfum ákveðna öryggisstefnu og kjósum að svara þessari spurningu um fjölda meðlima. Við erum vaxandi samtök og munum vaxa enn meira meðan pólitíkusar munu gera okkar fólki erfiðara fyrir.“ Stefna hreyfingarinnar er ekki sett á þingkosningar. Það er þó ekki útilokað en hreyfingin segist ekki pólitískur flokkur. „Við erum breið samtök sem störfum aðallega utan þings. Framtíðin mun aðeins svara því hvort eða hvenær við munum reka kosningaherferð á Íslandi,“ segir í svarinu. Á vefsíðu hreyfingarinnar má finna stefnu hennar og gildi. Stefnt er að því að umbylta samfélaginu undir merkjum þjóðernisfélagshyggju. „Við erum borgaraleg og lögleg stjórnarandstöðuhreyfing. Norræna mótstöðuhreyfingi er ekki einhvers konar net af vinum eða hugmyndasmiðja sem heldur uppi umræðum. Við erum vel skipulögð samtök með innri valdauppbyggingu, leiðtogastöður og vel skilgreindar hugsjónir og skuldbindingar,“ segir á vefsíðunni. Þá er það einnig vilji hreyfingarinnar að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum uppruna. Skapa á norrænt samfélag með sameiginlegum her og taka upp herskyldu. Eins og áður kom fram hefur hreyfingin verið bendluð við nýnasisma. Í grein sinni „Hugtakið nasisti“ skrifar Pär Öberg, talsmaður sænska hluta hreyfingarinnar, um að það sé ekki rétt. Sjálfir hafi nasistar í seinni heimsstyrjöld aldrei kallað sig því nafni. Þar að auki ætti að kalla hugmyndafræði Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar sínu rétta nafni, þjóðernisfélagshyggju. Hafa ber þó í huga að þjóðernisfélagshyggja myndi útleggjast á þýsku sem Nationalsozialismus, orðið sem stytt var í Nazismus á þýsku og þaðan þýtt í nasismi. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
„Þetta er eina leiðin til þess að fólk okkar lifi af þegar litið er til langs tíma,“ segir í nafnlausu svari Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hreyfingin er samnorræn og starfar í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Hún segist þó vera að koma sér fyrir hér á landi. Hreyfingin vakti athygli hér á landi um síðustu mánaðamót og fjallaði Ríkisútvarpið um að hún hefði dreift blöðum á heimili fólks þar sem auglýst var eftir „frelsishetjum“. Í viðtali við RÚV um mánaðamótin kallaði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hana nýnasistahreyfingu. Einnig var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætli að fylgjast með framgangi hreyfingarinnar. Fréttablaðið fann ekki upplýsingar á vef hreyfingarinnar um meðlimi hennar. Aðspurð hversu margir séu í Norrænu mótstöðuhreyfingunni var svarað: „Við höfum ákveðna öryggisstefnu og kjósum að svara þessari spurningu um fjölda meðlima. Við erum vaxandi samtök og munum vaxa enn meira meðan pólitíkusar munu gera okkar fólki erfiðara fyrir.“ Stefna hreyfingarinnar er ekki sett á þingkosningar. Það er þó ekki útilokað en hreyfingin segist ekki pólitískur flokkur. „Við erum breið samtök sem störfum aðallega utan þings. Framtíðin mun aðeins svara því hvort eða hvenær við munum reka kosningaherferð á Íslandi,“ segir í svarinu. Á vefsíðu hreyfingarinnar má finna stefnu hennar og gildi. Stefnt er að því að umbylta samfélaginu undir merkjum þjóðernisfélagshyggju. „Við erum borgaraleg og lögleg stjórnarandstöðuhreyfing. Norræna mótstöðuhreyfingi er ekki einhvers konar net af vinum eða hugmyndasmiðja sem heldur uppi umræðum. Við erum vel skipulögð samtök með innri valdauppbyggingu, leiðtogastöður og vel skilgreindar hugsjónir og skuldbindingar,“ segir á vefsíðunni. Þá er það einnig vilji hreyfingarinnar að stöðva innflutning á fólki til landsins og stuðla að brottflutningi meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum uppruna. Skapa á norrænt samfélag með sameiginlegum her og taka upp herskyldu. Eins og áður kom fram hefur hreyfingin verið bendluð við nýnasisma. Í grein sinni „Hugtakið nasisti“ skrifar Pär Öberg, talsmaður sænska hluta hreyfingarinnar, um að það sé ekki rétt. Sjálfir hafi nasistar í seinni heimsstyrjöld aldrei kallað sig því nafni. Þar að auki ætti að kalla hugmyndafræði Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar sínu rétta nafni, þjóðernisfélagshyggju. Hafa ber þó í huga að þjóðernisfélagshyggja myndi útleggjast á þýsku sem Nationalsozialismus, orðið sem stytt var í Nazismus á þýsku og þaðan þýtt í nasismi.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira