Fyrsta dauðsfall Tyrkja í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2016 22:43 Tyrkneskir hermenn nærri Jarablus. Vísir/AFP Fyrsti tyrkneski hermaðurinn lét lífið í Sýrlandi í dag. Hann var um borð í skriðdreka sem eyðilagður var af bandamönnum Kúrda. Kúrdar segjast hafa eyðilagt þrjá skriðdreka Tyrkja en þrír menn eru særðir.Samkvæmt frétt Reuters hafa Kúrdar ekki tekið beinan þátt í átökunum sem blossuðu upp í dag, en þess í stað berjast Tyrkir við bandamenn Kúrda sem eru Arabar. Sýrlenskir Kúrdar og vopnaðir hópar Araba stofnuðu regnhlífarsamtökin SDF (Syrian Democratic Forces) til þess að berjast sameiginlega gegn Íslamska ríkinu í norðanverðu Sýrlandi. Aðgerðir Tyrkja hófust á miðvikudaginn og en innrásin er í raun gerð með sýrlenskum uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja með um 50 skriðdrekum, loftárásum og sérsveitarmönnum. Markmið aðgerðanna er tvíþætt. Það er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Tyrklands og koma í veg fyrir sókn sýrlenskra Kúdra vestur fyrir Efratána. SDF hafa tekið stóran hluta af norðanverðu Sýrlandi af vígamönnum Íslamska ríkisins með stuðningi Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Bæði YPG og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni gegn ISIS. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Kúrdar yrðu að hörfa austur fyrir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við Kúrda. Aðgerðir Tyrkja hafa valdið mikilli spennu á svæðinu og bætt við hina miklu flækju fylkinga sem átökin í Sýrlandi eru. Mið-Austurlönd Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Fyrsti tyrkneski hermaðurinn lét lífið í Sýrlandi í dag. Hann var um borð í skriðdreka sem eyðilagður var af bandamönnum Kúrda. Kúrdar segjast hafa eyðilagt þrjá skriðdreka Tyrkja en þrír menn eru særðir.Samkvæmt frétt Reuters hafa Kúrdar ekki tekið beinan þátt í átökunum sem blossuðu upp í dag, en þess í stað berjast Tyrkir við bandamenn Kúrda sem eru Arabar. Sýrlenskir Kúrdar og vopnaðir hópar Araba stofnuðu regnhlífarsamtökin SDF (Syrian Democratic Forces) til þess að berjast sameiginlega gegn Íslamska ríkinu í norðanverðu Sýrlandi. Aðgerðir Tyrkja hófust á miðvikudaginn og en innrásin er í raun gerð með sýrlenskum uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja með um 50 skriðdrekum, loftárásum og sérsveitarmönnum. Markmið aðgerðanna er tvíþætt. Það er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Tyrklands og koma í veg fyrir sókn sýrlenskra Kúdra vestur fyrir Efratána. SDF hafa tekið stóran hluta af norðanverðu Sýrlandi af vígamönnum Íslamska ríkisins með stuðningi Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Bæði YPG og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni gegn ISIS. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Kúrdar yrðu að hörfa austur fyrir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við Kúrda. Aðgerðir Tyrkja hafa valdið mikilli spennu á svæðinu og bætt við hina miklu flækju fylkinga sem átökin í Sýrlandi eru.
Mið-Austurlönd Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira