Tvær hliðar peningsins stjórnarmaðurinn skrifar 10. ágúst 2016 10:00 Að sögn forsætisráðherra stendur nú til að leggja fram frumvarp um breytingu á tilhögun verðtryggingar á allra næstu dögum. Er þetta víst eitt af þeim málum sem þarf að klára til að hægt sé að efna loforð um haustkosningar. Lítið er vitað um efni frumvarpsins en þó er hægt að geta sér þess til að byggt verði á niðurstöðum sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar sem skilaði niðurstöðum fyrir nokkru. Meðal eftirtektarverðustu niðurstaða hópsins var að fjörutíu ára verðtryggð lán skyldu bönnuð með öllu auk þess sem hækka skyldi lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm í tíu. Stjórnarmaðurinn hefur raunar löngum fylgst forviða með verðtryggingarheilkenni sumra stjórnmálamanna sem láta eins og verðtryggingin ein og sér sé orsakavaldur efnahagslegs óstöðugleika á Íslandi gegnum árin. Það er vitaskuld algerlega fráleitt. Jafn fráleitt er að grípa eigi til lagasetningar til að takmarka þá kosti sem fólki býðst í fjármögnunarmálum. Hinn almenni lántakandi er fullmeðvitaður um kosti og ókosti verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þau fyrrnefndu bera lægri vexti en eignamyndun er að sama skapi allajafna hægari. Síðarnefndu lánin eru svo með þyngri afborgunum en hraðari eignamyndun. Við verðum að treysta fólki til að velja þann kost sem hentar betur hverju sinni. Hag fólks er hið minnsta kosti ekki betur borgið með því að fækka valkostum. Svo er annað mál að þeir sömu pólitíkusar og þjást af verðtryggingarheilkenninu mega oft ekki heyra á það minnst að hér verði tekinn upp annar gjaldmiðill en gamla, góða krónan – fjármálalegt ígildi hinnar íslensku sauðkindar. Menn getur greint á um hvort rétt sé að við höldum í örgjaldmiðilinn okkar. Hins vegar er erfitt að vera hvort tveggja, eitilharður stuðningsmaður krónunnar en svarinn andstæðingur verðtryggingarinnar. Þar fara nefnilega tvær hliðar á sama peningi. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira
Að sögn forsætisráðherra stendur nú til að leggja fram frumvarp um breytingu á tilhögun verðtryggingar á allra næstu dögum. Er þetta víst eitt af þeim málum sem þarf að klára til að hægt sé að efna loforð um haustkosningar. Lítið er vitað um efni frumvarpsins en þó er hægt að geta sér þess til að byggt verði á niðurstöðum sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar sem skilaði niðurstöðum fyrir nokkru. Meðal eftirtektarverðustu niðurstaða hópsins var að fjörutíu ára verðtryggð lán skyldu bönnuð með öllu auk þess sem hækka skyldi lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm í tíu. Stjórnarmaðurinn hefur raunar löngum fylgst forviða með verðtryggingarheilkenni sumra stjórnmálamanna sem láta eins og verðtryggingin ein og sér sé orsakavaldur efnahagslegs óstöðugleika á Íslandi gegnum árin. Það er vitaskuld algerlega fráleitt. Jafn fráleitt er að grípa eigi til lagasetningar til að takmarka þá kosti sem fólki býðst í fjármögnunarmálum. Hinn almenni lántakandi er fullmeðvitaður um kosti og ókosti verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þau fyrrnefndu bera lægri vexti en eignamyndun er að sama skapi allajafna hægari. Síðarnefndu lánin eru svo með þyngri afborgunum en hraðari eignamyndun. Við verðum að treysta fólki til að velja þann kost sem hentar betur hverju sinni. Hag fólks er hið minnsta kosti ekki betur borgið með því að fækka valkostum. Svo er annað mál að þeir sömu pólitíkusar og þjást af verðtryggingarheilkenninu mega oft ekki heyra á það minnst að hér verði tekinn upp annar gjaldmiðill en gamla, góða krónan – fjármálalegt ígildi hinnar íslensku sauðkindar. Menn getur greint á um hvort rétt sé að við höldum í örgjaldmiðilinn okkar. Hins vegar er erfitt að vera hvort tveggja, eitilharður stuðningsmaður krónunnar en svarinn andstæðingur verðtryggingarinnar. Þar fara nefnilega tvær hliðar á sama peningi.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira