Manuela lætur til sín taka í raunveruleikaþáttum Guðrún Ansnes skrifar 11. ágúst 2016 10:30 Manuela hefur í nægu að snúast en hún hannar úlpu, tekur upp raunveruleikaþátt og er að setja á fót Miss Universe Iceland. Allt á sama tíma. Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir Manuela Ósk Harðardóttir, fatahönnuður og samfélagsmiðlafrömuður, er sannarlega þúsundþjalasmiður. Hún hefur undanfarið hannað sína eigin úlpu í samstarfi við Zo-On og hyggst svo reyna fyrir sér í raunveruleikaþáttum um ferlið. „Þeir fengu mig til að endurhanna úlpu sem lítur dagsins ljós í nóvember. Ég geri sem sagt mína útgáfu af úlpunni Mjöll og verða einungis hundrað eintök í boði,“ segir Manuela en hönnunarferlinu verður fylgt eftir í sérlegri raunveruleikaþáttaröð sem sýnd verður á Stöð 2 í vetur. Manuela útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands síðastliðið vor úr fatahönnun og er þetta fyrsta verkefnið hennar í bransanum eftir að námi lauk. Hún hefur hins vegar enga reynslu af sjónvarpsþáttagerð og viðurkennir að það taki talsvert meira á að vera fyrir framan linsuna í þáttagerð heldur en hefðbundinni sjálfsmyndatöku, en líklega eru fáir jafn hoknir af reynslu í þeim efnum og einmitt hún, með sína sautján þúsund fylgjendur á Snapchat. „Mér fannst það sjúklega erfitt en líka gaman. Ég lærði helling og það er dálítið fyndið að upplifa hversu leikstýrt raunveruleikasjónvarp er. Það er náttúrulega ekkert raunverulegt við það,“ segir hún kímin. Manuela er sjálf hæstánægð með samstarfið við Zo-On þrátt fyrir talsvert ólíkar áherslur, en líkt og flestir vita hefur Zo-On mestmegnis einskorðað sinn stíl við útivistarstíl en Manuela hallast frekar að götustíl.Úlpan verður í takmörkuðu upplagi og lítur dagsins ljós í nóvember. Manuela er býsna spennt, enda hennar fyrsta verkefni eftir útskrift.„Minn stíll er alls ekki látlaus eða stílhreinn. Ég er æst í allt sem er bróderað og print höfða mikið til mín. Það er auðvitað ekki hægt að gera kannski alveg svoleiðis, en ég fæ útrás fyrir það meðal annars í áberandi lógói,“ útskýrir Manuela. Spurð frekar út í hina dularfullu úlpu segir hún hana enn ekki klára til sýningar, prótótýpur og hugmyndir séu enn að fljúga á milli, er vel sé hægt að segja að hún sé talsvert ólík því sem útivistartýpurnar eiga að venjast. „Þetta er eins konar bomber-snið og þetta er funksjónal flík. Það er, að hana er hægt að nota á þrjá ólíka vegu,“ útskýrir hún og á þar við að hægt sé að nota úlpuna með fóðri, án fóðursins og svo fóðrið eitt og sér. „Þannig held ég að óhætt sé að segja að fólk fái mikið fyrir peninginn, auk þess, eins og áður segir, sem það eru aðeins hundrað úlpur í boði og hver og ein er merkt sérstaklega. Þannig er hægt að komast hjá því að önnur hver manneskja sé í sömu úlpunni, það getur orðið hálf púkalegt,“ bendir hún á. Hún segist gera ráð fyrir að úlpan muni kosta um fimmtíu og fimm þúsund krónur, sem sé örlítið dýrara en óbreytt útgáfa af úlpunni Mjöll. Ekki verður hjá því komist að spyrja þennan þúsundþjalasmið hvort hún sjái fyrir sér frekari landvinninga í sjónvarpi hlær hún og segist hún ekki útiloka neitt. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Leitar að fullkomnum stað fyrir Miss Universe Iceland Manuela Ósk Harðardóttir ætlar sér að breyta ímynd fegurðarsamkeppna á Íslandi með Miss Universe Iceland sem fram fer í haust. Keppnin á að virka valdeflandi á stúlkurnar og opna á möguleika. 30. mars 2016 10:15 Horfðu á stefnumót ársins: Snorri í kjólfötum, Manúela í rauðum kjól og þetta endaði með kossi Sjáðu allt stefnumót Snorra Björns og Manúelu og það frá tveimur sjónarhornum. 12. febrúar 2016 14:00 Manúela sár: "Umræðan snýst eingöngu um holdafar mitt“ "Ég talaði af ástríðu um áhugavert málefni í fréttunum í kvöld. Það bæði særir mig persónulega og vekur mig til umhugsunar, þegar umræðan í kjölfarið snýst eingöngu um holdafar mitt.“ 24. febrúar 2016 10:08 Manúela fékk sér stórglæsileg húðflúr um helgina: „Guy var mjúkhentur og góður við mig“ "Mér fannst þetta ekkert það vont,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, hönnunarnemi og Snapchat-stjarna, um ný húðflúr sem hún fékk sér um helgina. 14. mars 2016 14:30 Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir, fatahönnuður og samfélagsmiðlafrömuður, er sannarlega þúsundþjalasmiður. Hún hefur undanfarið hannað sína eigin úlpu í samstarfi við Zo-On og hyggst svo reyna fyrir sér í raunveruleikaþáttum um ferlið. „Þeir fengu mig til að endurhanna úlpu sem lítur dagsins ljós í nóvember. Ég geri sem sagt mína útgáfu af úlpunni Mjöll og verða einungis hundrað eintök í boði,“ segir Manuela en hönnunarferlinu verður fylgt eftir í sérlegri raunveruleikaþáttaröð sem sýnd verður á Stöð 2 í vetur. Manuela útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands síðastliðið vor úr fatahönnun og er þetta fyrsta verkefnið hennar í bransanum eftir að námi lauk. Hún hefur hins vegar enga reynslu af sjónvarpsþáttagerð og viðurkennir að það taki talsvert meira á að vera fyrir framan linsuna í þáttagerð heldur en hefðbundinni sjálfsmyndatöku, en líklega eru fáir jafn hoknir af reynslu í þeim efnum og einmitt hún, með sína sautján þúsund fylgjendur á Snapchat. „Mér fannst það sjúklega erfitt en líka gaman. Ég lærði helling og það er dálítið fyndið að upplifa hversu leikstýrt raunveruleikasjónvarp er. Það er náttúrulega ekkert raunverulegt við það,“ segir hún kímin. Manuela er sjálf hæstánægð með samstarfið við Zo-On þrátt fyrir talsvert ólíkar áherslur, en líkt og flestir vita hefur Zo-On mestmegnis einskorðað sinn stíl við útivistarstíl en Manuela hallast frekar að götustíl.Úlpan verður í takmörkuðu upplagi og lítur dagsins ljós í nóvember. Manuela er býsna spennt, enda hennar fyrsta verkefni eftir útskrift.„Minn stíll er alls ekki látlaus eða stílhreinn. Ég er æst í allt sem er bróderað og print höfða mikið til mín. Það er auðvitað ekki hægt að gera kannski alveg svoleiðis, en ég fæ útrás fyrir það meðal annars í áberandi lógói,“ útskýrir Manuela. Spurð frekar út í hina dularfullu úlpu segir hún hana enn ekki klára til sýningar, prótótýpur og hugmyndir séu enn að fljúga á milli, er vel sé hægt að segja að hún sé talsvert ólík því sem útivistartýpurnar eiga að venjast. „Þetta er eins konar bomber-snið og þetta er funksjónal flík. Það er, að hana er hægt að nota á þrjá ólíka vegu,“ útskýrir hún og á þar við að hægt sé að nota úlpuna með fóðri, án fóðursins og svo fóðrið eitt og sér. „Þannig held ég að óhætt sé að segja að fólk fái mikið fyrir peninginn, auk þess, eins og áður segir, sem það eru aðeins hundrað úlpur í boði og hver og ein er merkt sérstaklega. Þannig er hægt að komast hjá því að önnur hver manneskja sé í sömu úlpunni, það getur orðið hálf púkalegt,“ bendir hún á. Hún segist gera ráð fyrir að úlpan muni kosta um fimmtíu og fimm þúsund krónur, sem sé örlítið dýrara en óbreytt útgáfa af úlpunni Mjöll. Ekki verður hjá því komist að spyrja þennan þúsundþjalasmið hvort hún sjái fyrir sér frekari landvinninga í sjónvarpi hlær hún og segist hún ekki útiloka neitt.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Leitar að fullkomnum stað fyrir Miss Universe Iceland Manuela Ósk Harðardóttir ætlar sér að breyta ímynd fegurðarsamkeppna á Íslandi með Miss Universe Iceland sem fram fer í haust. Keppnin á að virka valdeflandi á stúlkurnar og opna á möguleika. 30. mars 2016 10:15 Horfðu á stefnumót ársins: Snorri í kjólfötum, Manúela í rauðum kjól og þetta endaði með kossi Sjáðu allt stefnumót Snorra Björns og Manúelu og það frá tveimur sjónarhornum. 12. febrúar 2016 14:00 Manúela sár: "Umræðan snýst eingöngu um holdafar mitt“ "Ég talaði af ástríðu um áhugavert málefni í fréttunum í kvöld. Það bæði særir mig persónulega og vekur mig til umhugsunar, þegar umræðan í kjölfarið snýst eingöngu um holdafar mitt.“ 24. febrúar 2016 10:08 Manúela fékk sér stórglæsileg húðflúr um helgina: „Guy var mjúkhentur og góður við mig“ "Mér fannst þetta ekkert það vont,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, hönnunarnemi og Snapchat-stjarna, um ný húðflúr sem hún fékk sér um helgina. 14. mars 2016 14:30 Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Leitar að fullkomnum stað fyrir Miss Universe Iceland Manuela Ósk Harðardóttir ætlar sér að breyta ímynd fegurðarsamkeppna á Íslandi með Miss Universe Iceland sem fram fer í haust. Keppnin á að virka valdeflandi á stúlkurnar og opna á möguleika. 30. mars 2016 10:15
Horfðu á stefnumót ársins: Snorri í kjólfötum, Manúela í rauðum kjól og þetta endaði með kossi Sjáðu allt stefnumót Snorra Björns og Manúelu og það frá tveimur sjónarhornum. 12. febrúar 2016 14:00
Manúela sár: "Umræðan snýst eingöngu um holdafar mitt“ "Ég talaði af ástríðu um áhugavert málefni í fréttunum í kvöld. Það bæði særir mig persónulega og vekur mig til umhugsunar, þegar umræðan í kjölfarið snýst eingöngu um holdafar mitt.“ 24. febrúar 2016 10:08
Manúela fékk sér stórglæsileg húðflúr um helgina: „Guy var mjúkhentur og góður við mig“ "Mér fannst þetta ekkert það vont,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, hönnunarnemi og Snapchat-stjarna, um ný húðflúr sem hún fékk sér um helgina. 14. mars 2016 14:30
Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00