„Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 13:02 Jens Garðar Helgason, formaður SFS. vísir/gva Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Nú þurfi að setjast við samningaborðið og ræða málin af skynsemi, frekar heldur en að stefna í verkföll. „Það eru vissulega vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn. Skipstjórnarmenn samþykkti samninginn en sjómenn felldu hann og það eru vissulega vonbrigði,” segir Jens.Boltinn hjá sjómönnum „En nú er boltinn hjá sjómannaforystunni, þeir felldu samninginn, þannig að það hlýtur þá þeirra að koma fram með nýjar kröfur sem verða þá teknar til skoðunar hjá okkur. Ég geri ráð fyrir að hitta sjómannaforystuna á allra næstu dögum til að ræða málin. En ég trúi því að menn reyni nú frekar að setjast niður og reyni að ná einhverri skynsemi í samningana frekar en að stefna með þetta í verkföll.” Félagsmenn í Sjómannasambandi Íslands felldu í gær kjarasamning við SFS sem undirritaður var 24. júní síðastliðinn. Kosningin var afgerandi en sextíu og sex prósent félagsmanna höfnuðu samninginum en þrjátíu og þrjú prósent samþykktu hann. Skipstjórnarmenn í Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands samþykktu hins vegar samninginn með 56,4 prósentum atkvæða.Óvíst hverjar kröfurnar eru „Þessi samningur sem var lagður fyrir var náttúrulega afrakstur margra mánaða samningavinnu og nú þurfum við bara að sjá hvað það er hvað sjómenn eru ósáttir við,” segir Jens. Sjómenn munu á næstu dögum greiða atkvæði um hvort grípa eigi til verkfallsaðgerða. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Jens segir ljóst að verkfall myndi hafa mikil áhrif. „Það mun þýða það að flotinn stoppar meira og minna. Það þýðir ekkert annað. Þetta mun hafa mikil áhrif á þjóðarbúið ef verkföll sjómanna verða langvinn,” segir hann. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn fella kjarasamning: „Það eru aðgerðir framundan“ 66 prósent félagsmanna höfnuðu nýgerðum kjarasamningum sjómanna. 10. ágúst 2016 16:42 Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Sjómenn á Akranesi eru tilbúnir að láta kné fylgja kviði með verkfallsaðgerðum í kjaradeilu sinni við útgerðarmenn. Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir útgerð og sjómenn þurfa að mætast á miðri leið. 30. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. 8. desember 2015 06:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Nú þurfi að setjast við samningaborðið og ræða málin af skynsemi, frekar heldur en að stefna í verkföll. „Það eru vissulega vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn. Skipstjórnarmenn samþykkti samninginn en sjómenn felldu hann og það eru vissulega vonbrigði,” segir Jens.Boltinn hjá sjómönnum „En nú er boltinn hjá sjómannaforystunni, þeir felldu samninginn, þannig að það hlýtur þá þeirra að koma fram með nýjar kröfur sem verða þá teknar til skoðunar hjá okkur. Ég geri ráð fyrir að hitta sjómannaforystuna á allra næstu dögum til að ræða málin. En ég trúi því að menn reyni nú frekar að setjast niður og reyni að ná einhverri skynsemi í samningana frekar en að stefna með þetta í verkföll.” Félagsmenn í Sjómannasambandi Íslands felldu í gær kjarasamning við SFS sem undirritaður var 24. júní síðastliðinn. Kosningin var afgerandi en sextíu og sex prósent félagsmanna höfnuðu samninginum en þrjátíu og þrjú prósent samþykktu hann. Skipstjórnarmenn í Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands samþykktu hins vegar samninginn með 56,4 prósentum atkvæða.Óvíst hverjar kröfurnar eru „Þessi samningur sem var lagður fyrir var náttúrulega afrakstur margra mánaða samningavinnu og nú þurfum við bara að sjá hvað það er hvað sjómenn eru ósáttir við,” segir Jens. Sjómenn munu á næstu dögum greiða atkvæði um hvort grípa eigi til verkfallsaðgerða. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Jens segir ljóst að verkfall myndi hafa mikil áhrif. „Það mun þýða það að flotinn stoppar meira og minna. Það þýðir ekkert annað. Þetta mun hafa mikil áhrif á þjóðarbúið ef verkföll sjómanna verða langvinn,” segir hann.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn fella kjarasamning: „Það eru aðgerðir framundan“ 66 prósent félagsmanna höfnuðu nýgerðum kjarasamningum sjómanna. 10. ágúst 2016 16:42 Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Sjómenn á Akranesi eru tilbúnir að láta kné fylgja kviði með verkfallsaðgerðum í kjaradeilu sinni við útgerðarmenn. Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir útgerð og sjómenn þurfa að mætast á miðri leið. 30. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. 8. desember 2015 06:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Sjómenn fella kjarasamning: „Það eru aðgerðir framundan“ 66 prósent félagsmanna höfnuðu nýgerðum kjarasamningum sjómanna. 10. ágúst 2016 16:42
Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Sjómenn á Akranesi eru tilbúnir að láta kné fylgja kviði með verkfallsaðgerðum í kjaradeilu sinni við útgerðarmenn. Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir útgerð og sjómenn þurfa að mætast á miðri leið. 30. desember 2015 07:00
Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49
Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. 8. desember 2015 06:00