Gjörólíkur leikstíll liðanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2016 06:00 Fyrirliðarnir sem berjast um bikarinn í kvöld. vísir/eyþór Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa spilað vel að undanförnu og von er á hörkuleik. Breiðablik og Stjarnan leiða saman hesta sína í 35. bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Mikill munur er á bikarhefð liðanna en Blikar spila í kvöld sinn sextánda bikarúrslitaleik en Eyjakonur aðeins sinn þriðja. Breiðablik hefur tíu sinnum unnið bikarinn en ÍBV aðeins einu sinni, árið 2004 þegar Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari karla, stýrði Eyjaliðinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru sigurstranglegri, með reyndara lið og nokkrar landsliðskonur innanborðs. En ÍBV er á mjög fínu róli eftir að hafa byrjað tímabilið illa. Eyjakonur töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Pepsi-deildinni en hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar. „Bæði lið eiga fyllilega skilið að vera í þessari stöðu,“ sagði Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, þegar Fréttablaðið fékk hann til að rýna í úrslitaleikinn. „Leikstíll liðanna er gjörólíkur. Blikar eru með langsamæfðasta lið deildarinnar, ekki enn búnar að tapa leik í sumar og með leikstíl sem virðist vera mjög auðvelt fyrir leikmenn að koma inn í,“ sagði Eiður um lið Breiðabliks sem hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í sumar. Hallbera getur unnið leiki upp á sitt einsdæmiHallbera geysist upp kantinn. Hún gæti skipt sköpum í kvöld segir Eiður.vísir/eyþórThelma Hjaltalín Þrastardóttir og Selma Sól Magnúsdóttir slitu báðar krossband í hné og þá eru þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Guðrún Arnardóttir farnar til náms í Bandaríkjunum. Blikar fengu aftur á móti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttir frá Fylki og nýsjálensku landsliðskonuna Oliviu Chance í júlíglugganum. Sú fyrrnefnda minnti heldur betur á sig í síðasta leik gegn FH og skoraði fernu í 5-1 sigri Blika. ÍBV er sem áður sagði á góðum skriði og liðið virðist verða betra með hverjum leiknum. „ÍBV spilar á sínum styrkleikum. Þær eru kannski ekki búnar að spila jafn lengi saman og Blikaliðið en þær misstu aftur á móti ekki jafn mikið úr sínu liði í glugganum og Blikar,“ sagði Eiður og bætti því við að Eyjaliðið væri enn sterkara eftir komu Veronicu Napoli. „Það virðist stemning hjá ÍBV og þetta er í raun þeirra eini möguleiki á bikar, á meðan Blikar eru enn með í þremur keppnum. Það er spurning hvernig liðin koma til leiks en ég held að þetta verði aðeins afslappaðra hjá Blikunum.“ Hin bandaríska Cloe Lacasse hefur spilað frábærlega með ÍBV í sumar og þá sérstaklega í Borgunarbikarnum. Hún skoraði m.a. þrennu í 5-0 sigrinum á Selfossi í 8-liða úrslitunum og lagði svo upp eina markið í leik ÍBV og Þórs/KA í undanúrslitunum. En hvernig er best að verjast þessum öfluga leikmanni? „Það sem hún hefur fyrst og fremst er að hún stoppar aldrei. Þær leita mikið að henni og þá aðallega bak við varnir andstæðinganna. Þegar boltinn tapast gegn ÍBV er lykilatriði að setja pressu á boltamanninn og að vörnin stígi niður,“ sagði Eiður. Auk þess að spila besta varnarleikinn á landinu er vinstri kanturinn helsti styrkleiki Breiðabliks, þar sem þær Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir ráða ríkjum. Þær stöllur eru stórhættulegar og ná afar vel saman. „Þetta er auðvitað líka vinstri kanturinn í landsliðinu og þar er leitað mikið að þeim. Þær þekkja hvor aðra mjög vel og eru leikmenn sem skipta sköpum. Hallbera getur líka unnið leiki upp á sitt eindæmi. Hún er með mikla spyrnugetu, frábæran vinstri fót og hún tekur oft af skarið. Það sama er með Fanndísi, það kemur stundum eitthvað ótrúlegt frá henni sem enginn býst við. Það er mikilvægt að ÍBV loki á þær,“ sagði Eiður sem aðstoðar Arnar Björnsson við lýsingu á bikarúrslitaleiknum í kvöld. Íslenski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa spilað vel að undanförnu og von er á hörkuleik. Breiðablik og Stjarnan leiða saman hesta sína í 35. bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Mikill munur er á bikarhefð liðanna en Blikar spila í kvöld sinn sextánda bikarúrslitaleik en Eyjakonur aðeins sinn þriðja. Breiðablik hefur tíu sinnum unnið bikarinn en ÍBV aðeins einu sinni, árið 2004 þegar Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari karla, stýrði Eyjaliðinu. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru sigurstranglegri, með reyndara lið og nokkrar landsliðskonur innanborðs. En ÍBV er á mjög fínu róli eftir að hafa byrjað tímabilið illa. Eyjakonur töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Pepsi-deildinni en hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar. „Bæði lið eiga fyllilega skilið að vera í þessari stöðu,“ sagði Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, þegar Fréttablaðið fékk hann til að rýna í úrslitaleikinn. „Leikstíll liðanna er gjörólíkur. Blikar eru með langsamæfðasta lið deildarinnar, ekki enn búnar að tapa leik í sumar og með leikstíl sem virðist vera mjög auðvelt fyrir leikmenn að koma inn í,“ sagði Eiður um lið Breiðabliks sem hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í sumar. Hallbera getur unnið leiki upp á sitt einsdæmiHallbera geysist upp kantinn. Hún gæti skipt sköpum í kvöld segir Eiður.vísir/eyþórThelma Hjaltalín Þrastardóttir og Selma Sól Magnúsdóttir slitu báðar krossband í hné og þá eru þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Guðrún Arnardóttir farnar til náms í Bandaríkjunum. Blikar fengu aftur á móti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttir frá Fylki og nýsjálensku landsliðskonuna Oliviu Chance í júlíglugganum. Sú fyrrnefnda minnti heldur betur á sig í síðasta leik gegn FH og skoraði fernu í 5-1 sigri Blika. ÍBV er sem áður sagði á góðum skriði og liðið virðist verða betra með hverjum leiknum. „ÍBV spilar á sínum styrkleikum. Þær eru kannski ekki búnar að spila jafn lengi saman og Blikaliðið en þær misstu aftur á móti ekki jafn mikið úr sínu liði í glugganum og Blikar,“ sagði Eiður og bætti því við að Eyjaliðið væri enn sterkara eftir komu Veronicu Napoli. „Það virðist stemning hjá ÍBV og þetta er í raun þeirra eini möguleiki á bikar, á meðan Blikar eru enn með í þremur keppnum. Það er spurning hvernig liðin koma til leiks en ég held að þetta verði aðeins afslappaðra hjá Blikunum.“ Hin bandaríska Cloe Lacasse hefur spilað frábærlega með ÍBV í sumar og þá sérstaklega í Borgunarbikarnum. Hún skoraði m.a. þrennu í 5-0 sigrinum á Selfossi í 8-liða úrslitunum og lagði svo upp eina markið í leik ÍBV og Þórs/KA í undanúrslitunum. En hvernig er best að verjast þessum öfluga leikmanni? „Það sem hún hefur fyrst og fremst er að hún stoppar aldrei. Þær leita mikið að henni og þá aðallega bak við varnir andstæðinganna. Þegar boltinn tapast gegn ÍBV er lykilatriði að setja pressu á boltamanninn og að vörnin stígi niður,“ sagði Eiður. Auk þess að spila besta varnarleikinn á landinu er vinstri kanturinn helsti styrkleiki Breiðabliks, þar sem þær Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir ráða ríkjum. Þær stöllur eru stórhættulegar og ná afar vel saman. „Þetta er auðvitað líka vinstri kanturinn í landsliðinu og þar er leitað mikið að þeim. Þær þekkja hvor aðra mjög vel og eru leikmenn sem skipta sköpum. Hallbera getur líka unnið leiki upp á sitt eindæmi. Hún er með mikla spyrnugetu, frábæran vinstri fót og hún tekur oft af skarið. Það sama er með Fanndísi, það kemur stundum eitthvað ótrúlegt frá henni sem enginn býst við. Það er mikilvægt að ÍBV loki á þær,“ sagði Eiður sem aðstoðar Arnar Björnsson við lýsingu á bikarúrslitaleiknum í kvöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira